Körfubolti

Von­sviknir Vals­menn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki

Árni Jóhannsson skrifar
Pablo Bertone með skot í oddaleiknum, sem Tindastóll vann með hádramatískum hætti.
Pablo Bertone með skot í oddaleiknum, sem Tindastóll vann með hádramatískum hætti. VÍSIR/VILHELM

Valsmenn segja að háttvísin og körfuboltinn hafi tapað í gærkvöldi þegar Pablo Bertone spilaði með Stjörnunni gegn sínu gamla félagi. Þar er vísað í þá staðreynd að Bertone hafi verið dæmdur í fimm leikja bann en tekið það út með tveimur mismunandi liðum og þar með einungis misst af tveimur leikjum með Stjörnunni.

Stjarnan lagði Val með þremur stigum í gærkvöldi 94-91 í hörkuleik en það sem vakti kannski mesta athygli er að Pablo Bertone spilaði sinn fyrsta leik með Garðbæingum. Valsmenn hafa nú sent frá sér yfirlýsingu, sem má lesa neðst í fréttinni, vegna þessa en Bertone var dæmdur í fimm leikja bann frá körfuknattleik á Íslandi þegar hann spilaði með Val síðast árið 2023. 

Valsmenn rekja það í yfirlýsingunni að Valur hafi reynt að fá dóminn mildaðan án þess að hafa árangur sem erfiði. Þeir gagnrýna svo það hvernig Stjarnan hefur farið á milli línanna í regluverkinu með því að skrá Bertone í annað félag til að stytta bannið, í raun og veru, í Bónus deild karla en hann tók út þrjá leiki í banninu sem leikmaður KFG og tvo sem leikmaður Stjörnunnar.

Valsmenn segja í yfirlýsingunni að allir viti hvað fimm leikja bann þýðir og að það sé ekki í anda leiksins að nota sér þessi gráu svæði til að leikmaðurinn komist fyrr á völlinn með Stjörnunni. Þá slá þeir því upp að í gærkvöldi hafi bæði háttvísin og körfuboltinn tapað. Það er ekkki hægt að lesa út úr yfirlýsingunni að Valsmenn muni leita einhvers réttar vegna þessa máls en hvetja KKÍ til þess að sýna „festu og leiðtogahæfni og koma í veg fyrir svona atvik endurtaki sig og skoða tilurð þessa atviks ítarlega.“

Hægt er að lesa yfirlýsingu Vals hér að neðan:


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×