Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. október 2025 15:12 Palestínumenn hafa síðustu daga snúið aftur á heimaslóðir sínar á Gasa, þar sem mikil eyðilegging blasir við. EPA Flutningabílum hlöðnum hjálpargögnum var ekið inn í Gasa snemma í morgun. Ísraelsher segir fimm hundruð slíka bíla hafa farið yfir egypsku landamærin í dag en hjálparsamtök kalla eftir mun meiri aðstoð. BBC flutti fréttir af því snemma í morgun að flutningabílar væru að berast yfir til Rafah og Khan Yunis. Gjöraukin neyðaraðstoð fyrir íbúa á gasa var hluti af vopnahléssamkomulaginu en í gær sögðu hjálparsamtök Ísraelsher ekki hafa efnt það loforð enn. Undanfarið hafi einungis tveir til þrír flutningabílar komið inn á svæðið á dag en um sex hundruð slíka bíla þurfi á dag til þess að mæta þörfum íbúa. Einhverjir tugir neyðarbíla sáust á Gasa í dag. James Elder hjálparstarfsmaður hjá Unicef segir í samtali við blaðamann BBC að aðstoð sé enn ábótavant. Flutningabílum sé einungis hleypt inn á Gasa í gegn um ein landamæri en opna þurfi fleiri landamæri svo hægt sé að anna íbúum. „Ísrael gæti verið að opna fimm eða sex landamæri þannig að allir þeir þúsund flutningabílar sem við erum með komist leiðar sinnar,“ segir Elder. Hann segir neyðarbíla hjálparsamtaka Sameinuðu þjóðanna hafa lengi beðið við landamærin. Vopnahlé á Gasa tók gildi á föstudag. Búist er við að um tvö þúsund palestínskir fangar verði látnir lausir í fyrramálið í skiptum fyrir alla eftirlifandi gísla sem Hamas hefur í haldi. Þá verður yfirvöldum í Ísrael afhentar líkamsleifar þeirra gísla sem voru drepnir í haldi Hamas. Talið er að tuttugu af 48 gíslum séu enn á lífi. Festur beggja hliða til að láta af hendi fanga og gísla rennur út klukkan tólf á staðartíma á morgun, eða níu á íslenskum tíma. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hamas-samtökin hafa frest til hádegis á mánudag til þess að sleppa öllum tuttugu gíslunum sem enn eru í haldi samtakanna og eru taldir á lífi. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir samtökin nú vinna að því að safna saman gíslunum og segist fullviss um að samtökin og Ísraelsstjórn haldi áætlun samkvæmt vopnahléssamkomulaginu. 11. október 2025 11:44 Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun. 10. október 2025 12:19 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
BBC flutti fréttir af því snemma í morgun að flutningabílar væru að berast yfir til Rafah og Khan Yunis. Gjöraukin neyðaraðstoð fyrir íbúa á gasa var hluti af vopnahléssamkomulaginu en í gær sögðu hjálparsamtök Ísraelsher ekki hafa efnt það loforð enn. Undanfarið hafi einungis tveir til þrír flutningabílar komið inn á svæðið á dag en um sex hundruð slíka bíla þurfi á dag til þess að mæta þörfum íbúa. Einhverjir tugir neyðarbíla sáust á Gasa í dag. James Elder hjálparstarfsmaður hjá Unicef segir í samtali við blaðamann BBC að aðstoð sé enn ábótavant. Flutningabílum sé einungis hleypt inn á Gasa í gegn um ein landamæri en opna þurfi fleiri landamæri svo hægt sé að anna íbúum. „Ísrael gæti verið að opna fimm eða sex landamæri þannig að allir þeir þúsund flutningabílar sem við erum með komist leiðar sinnar,“ segir Elder. Hann segir neyðarbíla hjálparsamtaka Sameinuðu þjóðanna hafa lengi beðið við landamærin. Vopnahlé á Gasa tók gildi á föstudag. Búist er við að um tvö þúsund palestínskir fangar verði látnir lausir í fyrramálið í skiptum fyrir alla eftirlifandi gísla sem Hamas hefur í haldi. Þá verður yfirvöldum í Ísrael afhentar líkamsleifar þeirra gísla sem voru drepnir í haldi Hamas. Talið er að tuttugu af 48 gíslum séu enn á lífi. Festur beggja hliða til að láta af hendi fanga og gísla rennur út klukkan tólf á staðartíma á morgun, eða níu á íslenskum tíma.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hamas-samtökin hafa frest til hádegis á mánudag til þess að sleppa öllum tuttugu gíslunum sem enn eru í haldi samtakanna og eru taldir á lífi. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir samtökin nú vinna að því að safna saman gíslunum og segist fullviss um að samtökin og Ísraelsstjórn haldi áætlun samkvæmt vopnahléssamkomulaginu. 11. október 2025 11:44 Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun. 10. október 2025 12:19 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hamas-samtökin hafa frest til hádegis á mánudag til þess að sleppa öllum tuttugu gíslunum sem enn eru í haldi samtakanna og eru taldir á lífi. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir samtökin nú vinna að því að safna saman gíslunum og segist fullviss um að samtökin og Ísraelsstjórn haldi áætlun samkvæmt vopnahléssamkomulaginu. 11. október 2025 11:44
Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun. 10. október 2025 12:19