Lífið

Diane Keaton er látin

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Diane Keaton er látin.
Diane Keaton er látin. vísir/getty

Leikkonan og óskarsverðlaunahafinn Diane Keaton er látin. Hún var 79 ára gömul.

People greinir frá andláti Keaton en dánarorsök hennar er ekki þekkt. Aðstandendur hennar hafa beðið um að friðhelgi einkalífs þeirra verði virt.

Diane Keaton var lengi ein skærasta stjarna Hollywood og hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir myndina Annie Hall. Í henni lék hún andspænis þáverandi kærasta sínum, Woody Allen, sem skrifaði einnig og leikstýrði myndinni sem byggði að miklu leyti á ævi Keaton sjálfrar.

Hún fór einnig með hlutverk Kay Corleone, eiginkonu mafíósans Michaels Corleone í öllum þremur myndunum um Guðföðurinn. Tilnefningar til Óskarsverðlauna hlaut hún einnig fyrir leik sinn í myndum á borð við Marvin's Room og Something's Gotta Give.

Hún lætur eftir sig tvö ættleidd börn, þau Dexter og Duke en var ógift. Sambönd hennar með meðleikurum sínum Al Pacino og Warren Beatty vöktu þó mikla athygli fjölmiðla á sínum tíma og var hún fastagestur forsíða lengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.