Ekkja í Hafnarfirði svikin um íbúð þrátt fyrir samning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2025 13:39 Atli Þór Albertsson segir tengdamóður sína ætla að standa við gerða samninga, ólíkt fasteignasölunni og verktakanum. Atli Þór Albertsson, fasteignasali og skemmtikraftur, segir fasteignasölu í Hafnarfirði og verktaka hafa svikið tengdamóður sína við fasteignakaup. Hvor aðili bendi á annan en Atli vekur athygli á því að enginn hafi svo mikið sem beðið tengdamóður sína afsökunar. Atli segir erfitt ár að baki hjá tengdamóðurinni. Hún hafi þurft að kveðja eiginmann sinn og lífsförunaut til fimmtíu ára í sumarlandið. Það hafi gengið henni nærri og deyft brosmildi hennar svo um munaði. Hann hafi því verið ánægður að sjá bros og létti á svip hennar þegar hún bankaði nýlega upp á. „Nú var hún brött því hún hafði tekið ákvörðun um að minnka við sig íbúð, og greiðslubyrði um leið, enda komin á lífeyri og nú ein um að standa straum af kostnaði heimilisins. Tilhugsunin um færri áhyggjur var nóg til að lyfta henni upp. Það var bæði ljúft og skylt fyrir okkur hjónin að aðstoða hana við þau skref. En fyrst var að finna íbúð.“ Skrifað í skýin, eða hvað? Hún hafði búið í Setberginu í Hafnarfirði lengst af og tilhugsunin um að vera þar áfram kitlaði. „Lukkan var með henni í liði því nýtt fjölbýlishús hafði risið í hverfinu og stefnan tekin á að skoða það. Húsnæðið reyndist falla að hennar smekk og þörfum en valkvíðinn hafði hana samt ekki undir þó að hver íbúðin af annarri hefði komið til greina. Eins og gengur um nýbyggingar er lítið hægt að hreyfa ásett verð en það skipti ekki öllu því dæmið gekk upp fjárhagslega og staðsetningin rétt.“ Atli segir hana hafa kvittað á kauptilboð upp á ásett verð í Stekkjarbergi 11a og fengið frest til að selja sína íbúð. „Þar kom eign upp í og keðja myndaðist sem olli titringi um tíma en að endingu gekk allt smurt. Eins og forlög, hreinlega skrifað í skýin! Eða hvað?“ spyr Atli. Fasteignasalan hafi verið látin vita að fyrirvarar væru uppfylltir og hægt sé að ganga frá kaupunum. Því miður eigin er seld öðrum „En í stað þess að heyra glaðværa rödd fasteignasala sem hefur selt íbúð þá gerist þetta... eitthvað sem engan óraði fyrir. Í stað þess að heyra „til hamingju“ er sagt, „því miður eignin er seld öðrum!“ „Ef það gengur ekki upp hjá hinu fólkinu þá geturðu keypt hana EN hún kostar núna 4 milljónum meira....“ Atli segist ekkert hafa skilið. Hann er sjálfur fasteignasali eins og eiginkona hans og veit hvernig kaupin ganga fyrir sig á eyrinni í bransanum. „Bíddu....ha.... hvu...eeee... en hérna.... ha???? Er ég ekki með tilboð í gildi þar til seljandi segir því upp ef farið er yfir tilboðsfrestinn eins og TILGREINT ER í samningnum?“ Atli Þór heldur því til haga að fyrirvari hennar á kaupunum var uppfylltur tveimur vikum dögum síðar. Ekkert hefði heyrst frá verktaka eða fasteignasölu um að fella tilboðið niður. Seld öðrum ofan í hennar samning „En við höfðum ekki áhyggjur því það er fátt eins erfitt og að sniðganga gerða samninga, hvað þá undirritaða af báðum aðilum. En þá kom næsti skellur. Fasteignasalan hafði ALDREI látið seljanda kvitta undir tilboðið en engu að síður ræst kaupandann af stað í að selja ofan af sér,“ segir Atli. „Já, þú last rétt. Henni er talin trú um að hún sé með gildan samning í höndunum sem er svo notaður gegn henni vegna fégræðgi verktakans og hræðilegra vinnubragða fasteignasölunnar þegar hún er krafin um hærri greiðslu.“ Hann nefnir að fasteignasalan hafi í ferlinu nokkrum sinnum haft samband til að spyrjast fyrir um hvernig salan á íbúðinni gengi. „Svo ekki getur hún skýlt sér á bak við það að hafa verið í myrkri um stöðu mála. En ef þú hélst þetta væri orðið nógu vont þá á þetta eftir að versna. Í ljós kemur á þessum tímapunkti að rétt um viku eftir að hún skrifar undir kauptilboðið sitt var eignin SELD ÖÐRUM. Beint ofan í hennar samning.“ Þannig hafi fasteignasalan virst hafa veðjað á að hennar sala myndi klikka, og tekið sénsinn. Bendi hvor á annan „Hvaða önnur skýring gæti legið að baki. Fólkið sem gerir tilboð grunlaust um að annað tilboð sé í gildi greiðir að vísu 4 milljónum meira... var það málið? Kosta heilindi heillar fasteignasölu ekki meira en söluþóknun af auka 4 milljónum?“ Sé það ekki tilfellið þá geti verið að enginn á fasteignasölunni sé starfi sínu vaxinn. „Og ef það er ekki skýringin, hver er hún þá? Fasteignasalan bendir á verktakann og verktakinn á fasteignasöluna. „Verktakinn er erfiður“, „fasteignasalan er bara að klúðra og ber ábyrgð“. Báðir henda hvor öðrum hiklaust undir vagninn en skeyta hvorugir um konuna sem er bundin samningi um að afhenda íbúðina sína eftir 1 og hálfan mánuð þó að hún viti ekkert hvert hún eigi að fara.“ Hann vonast til þess að fulltrúar fasteignasölunnar Hraunhamars og Byggingafélagsins Landsbyggðar sjái færslu hans, sem hann vilji kalla öllum illum nöfnum. Því ólíkt þeim muni tengdamóðir hans standa við gerða samninga þrátt fyrir óvissuna. Ekki einu sinni afsökunarbeiðni „Hún er ekki bara af sterkara efni en þið heldur er hún heiðvirð, stendur í lappirnar og stendur við samninga og gefin loforð þó að hún verði húsnæðislaus, þökk sé ykkur, í kjölfarið. Ísland í dag þarf meira á fólki eins og henni að halda á meðan ykkar líkir mega missa sín.“ Hann segir tímabært að taka upp skilvirkara eftirlitskerfi með fasteignasölum til að kippa fólki sem viðhefur svona vinnubrögð af markaði. „En hvað ef þetta voru bara mannleg mistök? Leið mistök sem undu upp á sig og leiddu til þess að hún verður undir. Þá er bara að viðurkenna mistökin og standa við áður gefin loforð og samning eða bæta henni þetta einhvern veginn. Já, og ef það er allt „hinum“ að kenna og hann er ómögulegur og svona eða hinseginn, hættu þá viðskiptum við hann! Eða vigtar kannski krónan meira en heilindin þegar upp er staðið?“ Hann bætir við að enginn hafi beðið hana afsökunar á stöðunni sem henni var komið í. „Enginn. Það eitt og sér segir meira en flest. Verði ykkur að góðu því afleiðingar gjörða ykkar breytast ekki þó höfðinu sé stungið í sandinn.“ Ekki hefur náðst í fulltrúa fasteignasölunnar Hraunhamars eða Byggingafélagsins Landsbyggðar. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þeirra þegar þau berast. Hafnarfjörður Fasteignamarkaður Húsnæðismál Eldri borgarar Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Atli segir erfitt ár að baki hjá tengdamóðurinni. Hún hafi þurft að kveðja eiginmann sinn og lífsförunaut til fimmtíu ára í sumarlandið. Það hafi gengið henni nærri og deyft brosmildi hennar svo um munaði. Hann hafi því verið ánægður að sjá bros og létti á svip hennar þegar hún bankaði nýlega upp á. „Nú var hún brött því hún hafði tekið ákvörðun um að minnka við sig íbúð, og greiðslubyrði um leið, enda komin á lífeyri og nú ein um að standa straum af kostnaði heimilisins. Tilhugsunin um færri áhyggjur var nóg til að lyfta henni upp. Það var bæði ljúft og skylt fyrir okkur hjónin að aðstoða hana við þau skref. En fyrst var að finna íbúð.“ Skrifað í skýin, eða hvað? Hún hafði búið í Setberginu í Hafnarfirði lengst af og tilhugsunin um að vera þar áfram kitlaði. „Lukkan var með henni í liði því nýtt fjölbýlishús hafði risið í hverfinu og stefnan tekin á að skoða það. Húsnæðið reyndist falla að hennar smekk og þörfum en valkvíðinn hafði hana samt ekki undir þó að hver íbúðin af annarri hefði komið til greina. Eins og gengur um nýbyggingar er lítið hægt að hreyfa ásett verð en það skipti ekki öllu því dæmið gekk upp fjárhagslega og staðsetningin rétt.“ Atli segir hana hafa kvittað á kauptilboð upp á ásett verð í Stekkjarbergi 11a og fengið frest til að selja sína íbúð. „Þar kom eign upp í og keðja myndaðist sem olli titringi um tíma en að endingu gekk allt smurt. Eins og forlög, hreinlega skrifað í skýin! Eða hvað?“ spyr Atli. Fasteignasalan hafi verið látin vita að fyrirvarar væru uppfylltir og hægt sé að ganga frá kaupunum. Því miður eigin er seld öðrum „En í stað þess að heyra glaðværa rödd fasteignasala sem hefur selt íbúð þá gerist þetta... eitthvað sem engan óraði fyrir. Í stað þess að heyra „til hamingju“ er sagt, „því miður eignin er seld öðrum!“ „Ef það gengur ekki upp hjá hinu fólkinu þá geturðu keypt hana EN hún kostar núna 4 milljónum meira....“ Atli segist ekkert hafa skilið. Hann er sjálfur fasteignasali eins og eiginkona hans og veit hvernig kaupin ganga fyrir sig á eyrinni í bransanum. „Bíddu....ha.... hvu...eeee... en hérna.... ha???? Er ég ekki með tilboð í gildi þar til seljandi segir því upp ef farið er yfir tilboðsfrestinn eins og TILGREINT ER í samningnum?“ Atli Þór heldur því til haga að fyrirvari hennar á kaupunum var uppfylltur tveimur vikum dögum síðar. Ekkert hefði heyrst frá verktaka eða fasteignasölu um að fella tilboðið niður. Seld öðrum ofan í hennar samning „En við höfðum ekki áhyggjur því það er fátt eins erfitt og að sniðganga gerða samninga, hvað þá undirritaða af báðum aðilum. En þá kom næsti skellur. Fasteignasalan hafði ALDREI látið seljanda kvitta undir tilboðið en engu að síður ræst kaupandann af stað í að selja ofan af sér,“ segir Atli. „Já, þú last rétt. Henni er talin trú um að hún sé með gildan samning í höndunum sem er svo notaður gegn henni vegna fégræðgi verktakans og hræðilegra vinnubragða fasteignasölunnar þegar hún er krafin um hærri greiðslu.“ Hann nefnir að fasteignasalan hafi í ferlinu nokkrum sinnum haft samband til að spyrjast fyrir um hvernig salan á íbúðinni gengi. „Svo ekki getur hún skýlt sér á bak við það að hafa verið í myrkri um stöðu mála. En ef þú hélst þetta væri orðið nógu vont þá á þetta eftir að versna. Í ljós kemur á þessum tímapunkti að rétt um viku eftir að hún skrifar undir kauptilboðið sitt var eignin SELD ÖÐRUM. Beint ofan í hennar samning.“ Þannig hafi fasteignasalan virst hafa veðjað á að hennar sala myndi klikka, og tekið sénsinn. Bendi hvor á annan „Hvaða önnur skýring gæti legið að baki. Fólkið sem gerir tilboð grunlaust um að annað tilboð sé í gildi greiðir að vísu 4 milljónum meira... var það málið? Kosta heilindi heillar fasteignasölu ekki meira en söluþóknun af auka 4 milljónum?“ Sé það ekki tilfellið þá geti verið að enginn á fasteignasölunni sé starfi sínu vaxinn. „Og ef það er ekki skýringin, hver er hún þá? Fasteignasalan bendir á verktakann og verktakinn á fasteignasöluna. „Verktakinn er erfiður“, „fasteignasalan er bara að klúðra og ber ábyrgð“. Báðir henda hvor öðrum hiklaust undir vagninn en skeyta hvorugir um konuna sem er bundin samningi um að afhenda íbúðina sína eftir 1 og hálfan mánuð þó að hún viti ekkert hvert hún eigi að fara.“ Hann vonast til þess að fulltrúar fasteignasölunnar Hraunhamars og Byggingafélagsins Landsbyggðar sjái færslu hans, sem hann vilji kalla öllum illum nöfnum. Því ólíkt þeim muni tengdamóðir hans standa við gerða samninga þrátt fyrir óvissuna. Ekki einu sinni afsökunarbeiðni „Hún er ekki bara af sterkara efni en þið heldur er hún heiðvirð, stendur í lappirnar og stendur við samninga og gefin loforð þó að hún verði húsnæðislaus, þökk sé ykkur, í kjölfarið. Ísland í dag þarf meira á fólki eins og henni að halda á meðan ykkar líkir mega missa sín.“ Hann segir tímabært að taka upp skilvirkara eftirlitskerfi með fasteignasölum til að kippa fólki sem viðhefur svona vinnubrögð af markaði. „En hvað ef þetta voru bara mannleg mistök? Leið mistök sem undu upp á sig og leiddu til þess að hún verður undir. Þá er bara að viðurkenna mistökin og standa við áður gefin loforð og samning eða bæta henni þetta einhvern veginn. Já, og ef það er allt „hinum“ að kenna og hann er ómögulegur og svona eða hinseginn, hættu þá viðskiptum við hann! Eða vigtar kannski krónan meira en heilindin þegar upp er staðið?“ Hann bætir við að enginn hafi beðið hana afsökunar á stöðunni sem henni var komið í. „Enginn. Það eitt og sér segir meira en flest. Verði ykkur að góðu því afleiðingar gjörða ykkar breytast ekki þó höfðinu sé stungið í sandinn.“ Ekki hefur náðst í fulltrúa fasteignasölunnar Hraunhamars eða Byggingafélagsins Landsbyggðar. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þeirra þegar þau berast.
Hafnarfjörður Fasteignamarkaður Húsnæðismál Eldri borgarar Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira