Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2025 12:19 Palestínumenn streyma fótgangandi norður Gasaströndin eftir að langþráð vopnahlé tók gildi í dag. AP/Abdel Kareem Hana Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun. Ísraelar héldu áfram að sprengja á Gasa allt fram að vopnahléinu sem hófst á hádegi að staðartíma í dag. Hamas-samtökin segja að sautján manns hafi fallið þar síðasta sólarhringinn. Ísraelsher tilkynnti í hádeginu hann væri byrjaður að draga lið sitt til baka frá stórum hluta Gasa í samræmi við vopnahléssamkomulagið við Hamas-samtökin sem náðist í gær. Hann mun engu að síður áfram hafa um helming Gasa á sínu valdi. Tugir þúsunda manna sem flúið hafa heimili sín á norðanverðri Gasaströndinni undanfarin misseri byrjuðu að ganga heim til sín eftir tilkynningu Ísraelshers á hádegi að staðartíma, sumir þeirra allt að tuttugu kílómetra leið. Margir þeirra voru með föggur sínar á bakinu en þeir sem höfðu efni á því leigðu asna eða bíla til að ferja eigur sínar norður, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ísraelskir hermenn á ferðinni við landamæri Gasa og Ísraels í morgun. Herinn hefur enn um helming Gasa á sínu valdi eftir að vopnahléið tók gildi.AP/Emilio Morenatti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ávarpaði þjóð sína í morgun. Hann sagðist nú hafa staðið við loforð sitt um að endurheimta alla þá gísla sem Hamas-samtökin tóku þegar þau réðust á Ísrael 7. október árið 2023 sem var upphafið af átökunum á Gasa sem hafa staðið í tvö ár og kostað tugi þúsunda Palestínumanna lífið. Þrátt fyrir vopnahléið sagði Netanjahú að Ísraelsher umkringdi ennþá Hamas-samtökin. Næsta skref í samkomulaginu sé að Hamas afvopnist. Samtökin hafa þó ekki gefið neitt út um slíkt. „Ef það er hægt að gera það með auðveldu leiðinni þá er það fyrir bestu. Ef ekki verður það gert með erfiðu leiðinni,“ sagði Netanjahú. Hamas hefði aðeins fallist á samkomulagið þegar samtökin hefðu verið komin með „sverðið upp að hálsinum“. Ráðherrann sagði sverðið enn þar. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Ísraelar héldu áfram að sprengja á Gasa allt fram að vopnahléinu sem hófst á hádegi að staðartíma í dag. Hamas-samtökin segja að sautján manns hafi fallið þar síðasta sólarhringinn. Ísraelsher tilkynnti í hádeginu hann væri byrjaður að draga lið sitt til baka frá stórum hluta Gasa í samræmi við vopnahléssamkomulagið við Hamas-samtökin sem náðist í gær. Hann mun engu að síður áfram hafa um helming Gasa á sínu valdi. Tugir þúsunda manna sem flúið hafa heimili sín á norðanverðri Gasaströndinni undanfarin misseri byrjuðu að ganga heim til sín eftir tilkynningu Ísraelshers á hádegi að staðartíma, sumir þeirra allt að tuttugu kílómetra leið. Margir þeirra voru með föggur sínar á bakinu en þeir sem höfðu efni á því leigðu asna eða bíla til að ferja eigur sínar norður, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ísraelskir hermenn á ferðinni við landamæri Gasa og Ísraels í morgun. Herinn hefur enn um helming Gasa á sínu valdi eftir að vopnahléið tók gildi.AP/Emilio Morenatti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ávarpaði þjóð sína í morgun. Hann sagðist nú hafa staðið við loforð sitt um að endurheimta alla þá gísla sem Hamas-samtökin tóku þegar þau réðust á Ísrael 7. október árið 2023 sem var upphafið af átökunum á Gasa sem hafa staðið í tvö ár og kostað tugi þúsunda Palestínumanna lífið. Þrátt fyrir vopnahléið sagði Netanjahú að Ísraelsher umkringdi ennþá Hamas-samtökin. Næsta skref í samkomulaginu sé að Hamas afvopnist. Samtökin hafa þó ekki gefið neitt út um slíkt. „Ef það er hægt að gera það með auðveldu leiðinni þá er það fyrir bestu. Ef ekki verður það gert með erfiðu leiðinni,“ sagði Netanjahú. Hamas hefði aðeins fallist á samkomulagið þegar samtökin hefðu verið komin með „sverðið upp að hálsinum“. Ráðherrann sagði sverðið enn þar.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47