Fæddist með gat á hjartanu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2025 08:32 Katja Snoeijs sést hér með fyrirliðabandið í leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Jess Hornby Hollenska knattspyrnukonan Katja Snoeijs spilar nú í ensku úrvalsdeildinni en það er óhætt að segja að hún hafi byrjað lífið í miklu mótlæti. Knattspyrnukonan hefur með hörku, ósérhlífni og dugnaði komið sér alla leið upp metorðastigann og spilar nú í einni bestu deild í heimi. Breska ríkisútvarpið sagði frá þessari óvenjulegu æsku hennar Snoeijs. Saga hennar er öðrum til fyrirmyndar um að allt er hægt þegar viljinn er fyrir hendi. Snoeijs fæddist nefnilega með gat á hjartanu og fór í stóra aðgerð þriggja ára gömul. „Sem barn líkar manni ekki við sjúkrahúsheimsóknir, en það var ekki það versta. Ég mætti bara og fór í skoðun. Foreldrar mínir gerðu þetta að einhverju skemmtilegu,“ sagði hún. View this post on Instagram A post shared by ninetyplus (@ninetyplus.x) Annar fótleggurinn hennar var líka sex sentímetrum lengri en hinn og hún þurfti að vera í sérstökum skóm til að jafna muninn. Læknar komust aldrei að því hvers vegna vinstri fótleggur hennar óx hraðar en hinn, þrátt fyrir að Snoeijs hafi farið í margar læknisskoðanir. „Þegar ég fæddist kom ég út með fæturna á undan höfðinu, svo það var frekar flókið,“ sagði Snoeijs við breska ríkisútvarpið. Þegar hún var tólf ára gömul þá gekkst hún undir aðgerð þar sem læknar leiðréttu muninn. „Þeir brutu vaxtarbeinin frá hnénu. Sem betur fer óx hægri fótleggurinn minn jafnt og nú er munurinn aðeins nokkrir millimetrar. Ég finn samt enn fyrir muninum!“ sagði hún. Katja byrjaði að spila fótbolta aðeins fimm ára gömul og stóð sig vel með strákunum hjá Sporting Martinus. Hún sló í gegn með VV Alkmaar og PSV Eindhoven í heimalandinu. Snoeijs náði að verða markahæst í deildinni tvö ár í röð með báðum þessum liðum. Í dag er Snoeijs framherji hjá Everton og segir að áskoranirnar í æsku hafi gefið henni nýja sýn á lífið og fótboltann. Snoeijs hefur skorað tólf mörk í 38 landsleikjum fyrir Holland. Enski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Sjá meira
Knattspyrnukonan hefur með hörku, ósérhlífni og dugnaði komið sér alla leið upp metorðastigann og spilar nú í einni bestu deild í heimi. Breska ríkisútvarpið sagði frá þessari óvenjulegu æsku hennar Snoeijs. Saga hennar er öðrum til fyrirmyndar um að allt er hægt þegar viljinn er fyrir hendi. Snoeijs fæddist nefnilega með gat á hjartanu og fór í stóra aðgerð þriggja ára gömul. „Sem barn líkar manni ekki við sjúkrahúsheimsóknir, en það var ekki það versta. Ég mætti bara og fór í skoðun. Foreldrar mínir gerðu þetta að einhverju skemmtilegu,“ sagði hún. View this post on Instagram A post shared by ninetyplus (@ninetyplus.x) Annar fótleggurinn hennar var líka sex sentímetrum lengri en hinn og hún þurfti að vera í sérstökum skóm til að jafna muninn. Læknar komust aldrei að því hvers vegna vinstri fótleggur hennar óx hraðar en hinn, þrátt fyrir að Snoeijs hafi farið í margar læknisskoðanir. „Þegar ég fæddist kom ég út með fæturna á undan höfðinu, svo það var frekar flókið,“ sagði Snoeijs við breska ríkisútvarpið. Þegar hún var tólf ára gömul þá gekkst hún undir aðgerð þar sem læknar leiðréttu muninn. „Þeir brutu vaxtarbeinin frá hnénu. Sem betur fer óx hægri fótleggurinn minn jafnt og nú er munurinn aðeins nokkrir millimetrar. Ég finn samt enn fyrir muninum!“ sagði hún. Katja byrjaði að spila fótbolta aðeins fimm ára gömul og stóð sig vel með strákunum hjá Sporting Martinus. Hún sló í gegn með VV Alkmaar og PSV Eindhoven í heimalandinu. Snoeijs náði að verða markahæst í deildinni tvö ár í röð með báðum þessum liðum. Í dag er Snoeijs framherji hjá Everton og segir að áskoranirnar í æsku hafi gefið henni nýja sýn á lífið og fótboltann. Snoeijs hefur skorað tólf mörk í 38 landsleikjum fyrir Holland.
Enski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Sjá meira