Handbolti

„Ætla mér að spila fyrir ís­lenska lands­liðið í fram­tíðinni“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Blær Hinriksson varð bikarmeistari með Aftureldingu fyrir tveimur árum.
Blær Hinriksson varð bikarmeistari með Aftureldingu fyrir tveimur árum. vísir/vilhelm

Ég ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni. Þetta segir Blær Hinriksson, handboltamaður hjá Leipzig. Hann segist hafa tekið skrefið í þýska boltann til að auka möguleika sína á að komast í landsliðið.

Ég ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni. Þetta segir Blær Hinriksson, handboltamaður hjá Leipzig. Hann segist hafa tekið skrefið í þýska boltann til að auka möguleika sína á að komast í landsliðið.

Blær gekk í raðir Leipzig frá Aftureldingu í sumar eftir að hafa leikið með Mosfellingum í fimm ár. Leipzig hefur farið illa af stað á tímabilinu en Blær hefur látið að sér kveða og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar.

Hinn 24 ára Blær hefur ekki enn verið valinn í íslenska landsliðið en það er draumurinn hjá þessum öfluga handboltamanni.

„Já, klárlega og ég ætla mér að spila fyrir landsliðið í framtíðinni. Það er bara mitt markmið og ég vinn hart að því. Það er líka ástæðan af hverju ég fór í atvinnumennsku,“ sagði Blær í samtali við Vísi.

„Minn hvati og minn vilji til að spila fyrir landsliðið er það mikill að ég þarf að vera að spila í bestu deildum í heimi til að vera valinn því það er valinn maður í hverri stöðu. Þannig að hluti af minni vinnu áður fyrr og núna er til að komast í landsliðið.“

En er hann bjartsýnn á að verða valinn í landsliðið fyrr en seinna?

„Ég vona það. En svo er maður líka bara að vinna á hverjum degi að því að það verði raunveruleikinn. Svo á endanum er það þjálfarar landsliðsins sem ákveða það. Þannig ég verð bara að gera mitt besta og halda áfram að gera það,“ sagði Blær.

Viðtal við Blæ úr Sportpakka Sýnar má sjá  í spilaranum hér fyrir ofan.  


Tengdar fréttir

Draumadeildin staðið undir væntingum

Handboltamanninn Blæ Hinriksson dreymdi lengi um að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Sá draumur hefur nú ræst og hann segir að draumadeildin hafi staðið undir væntingum. Blær bíður þó óþreyjufullur eftir fyrsta sigrinum með Leipzig sem hefur farið illa af stað á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×