Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lovísa Arnardóttir skrifar 9. október 2025 09:12 Sonja hvetur konur, karla og kvára til að taka daginn frá þann 24. október. Vísir/Anton Brink Framkvæmdastjórn Kvennaárs hefur boðað til kvennaverkfalls þann 24. október þegar fimmtíu ár eru frá því að fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn á Íslandi. Farið verður í sögugöngu og efnt til útifundar á Arnarhóli og víðar um land. Viðburðurinn er frá 14 til 16. Árið 1975 lögðu konu fyrst niður störf til að mótmæla margvíslegri mismunun gegn konum á vinnumarkaðnum og vekja athygli á framlagi kvenna til samfélagsins. Viðburðurinn vakti heimsathygli. Eftir það hefur hann verið endurtekinn sex sinnum og verður endurtekinn aftur í ár. Í tilkynningu um verkfallið segir að fimmtíu árum síðar sé baráttunni ekki lokið. Tilkynningum um ofbeldi fjölgi enn og að launamunur kynjanna aukist enn. Það sé misrétti í verkaskiptingu á heimilum og jafnrétti enn ekki í augsýn. „Nú förum við í Kvennaverkfall. Við mætum og fáum innblástur frá konunum og kvárunum sem ruddu brautina. Göngum saman í gegnum áfanga í baráttusögu kvenna og kvára og tökum svo höndum saman á útifundi á Arnarhóli í Reykjavík eða í okkar heimabyggð. Við ætlum að breyta samfélaginu saman. Fyrir okkur, fyrir konur og kvár, fyrir framtíðina. Ekkert fær okkur stöðvað,“ segir í tilkynningunni. Dagskráin verður samkvæmt henni tvíþætt. Annars vegar verður söguganga um áfanga í kvennabaráttunni og hins vegar útifundur við Arnarhól og víðar um land. Ekki eru komnar nákvæmar tímasetningar samkvæmt tilkynningu en á Facebook segir að viðburðurinn standi frá 14 til 16. Gáfu stjórnvöldum ár til að bregðast við Á kvennafrídeginum í fyrra var kynnt um sérstakt kvennaár árið 2025 í tilefni af þessum fimmtíu árum. Framkvæmdastjórn Kvennaársins lagði þá einnig fram kröfur kvennaársins og gaf stjórnvöldum eitt ár til að bregðast við þeim. Kröfurnar eru þrískiptar og fjalla í fyrsta lagi um vanmat á kvennastörfum og launajafnrétti, í öðru lagi um ólaunaða vinnu kvenna og umönnunarábyrgð og í þriðja lagi um kynbundið ofbeldi. Á Kvennafrídeginum 2023 var fjallað um þriðju vaktina og launamaun eins og má sjá á kröfuskiltunum. Vísir/Vilhelm Í umfjöllun um kröfur sem snúa að launajafnrétti er bent á að atvinnutekjur kvenna séu enn um 21 prósent lægri en karla. Helsta ástæða launamunar kynjanna sé kynjaskiptur vinnumarkaður og vanmat á hefðbundnum kvennastörfum. Þá er einnig bent á að vinnudagar kvenna af erlendum uppruna séu bæði lengri og óreglulegri en almennt meðal kvenna á Íslandi og laun þeirra lægri. Konur sem starfi við ræstingar og umönnun barna fái lægstu launin í íslensku samfélagi. Þá er þess krafist að stjórnvöld leiðrétti kerfisbundið vanmat á kvennastörfum, tryggi að hægt sé að bera saman jafnverðmæt störf þvert á vinnustaði, klári vinnu við heildstætt virðismatskerfi og endurskoði starfsmat sveitarfélaga. Þá er þess einnig krafist að tryggt verði sambærilegt kerfi fyrir viðbótarlaun og að unnið verði að því að koma á samningaleið sem auðveldi einstaklingum að reisa jafnlaunakröfur og að settar verði reglur um launagagnsæi sem byggi á fyrirmynd Evrópusambandsins en að tekið verði sérstakt tillit til íslenska vinnumarkaðarins. Konur gengu út af vinnustöðum klukkan 14:38 þann 24. október 2016 því þá, samkvæmt útreikningum, höfðu þær unnið fyrir launum sínum ef borin saman við karlmenn. Ernir Eyjólfsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Kynskiptur vinnumarkaður „Það sem við vitum um launamun kynjanna er að meginástæðan fyrir honum er vegna þess hve kynskiptur hann er. Við erum með stórar kvennastéttir sem eru á lægri launum en sambærilegar starfsstéttir annars staðar á vinnumarkaði. Þær starfa að mestu hjá ríki og sveitarfélögum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og einn meðlima framkvæmdastjórnarinnar. Sonja segir að þannig væri stærsta stökkið sem hægt væri að taka til að minnka launamun kynjanna að leiðrétta vanmat á störfum kvennastéttanna. „Það er hægt að gera með kjarasamningum með einhvers konar leiðréttingu á ákveðnum hópum en rannsóknir sýna líka að ein besta leiðin er að endurmeta störfin kerfisbundið með einhvers konar virðismatskerfi.“ Það sé hafin vinna við slíkt kerfi í kjölfar kjarasamninga sem voru gerðir árið 2020 og það sjái fyrir endann á þeirri vinnu á næsta ári en gallinn við kerfið sem sé verið að hanna sé að það taki aðeins til grunnlauna eins og starfsmat hjá sveitarfélögum gerir líka. „Ef þú ætlar að útrýma launamun kynjanna verðurðu að vega og meta störf með tilliti til heildarlauna,“ segir Sonja og að aðeins þannig sé raunverulega hægt að bera störfin saman. Það sé til dæmis raunin hjá flestu vaktavinnufólki hjá hinu opinbera að grunnlaunin segi alls ekki alla söguna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, telur leiðina að útrýminu launamunar kynjanna að endurmeta virði kvennastarfa. Það þurfi að hraða þeirri vinnu. Vísir/Anton Brink „Það er ekki endilega munur á grunnlaunum heldur er það eitthvað sem er sett ofan á launin. Það eru yfirvinnumöguleikar og aðrir þættir sem ýta undir það. Það eru oft margir möguleikar hjá karla- eða blönduðum stéttum til að sækja sér aukalaun en svo ertu kannski með starfsfólk á leikskóla sem er með grunnlaun og ekkert annað og þannig enga möguleika til að hífa þig upp.“ Hún segir að ef virðismatskerfið eigi í raun að virka verði að taka alla þessa þætti með. Það sé skref í rétta átt að meta grunnlaunin en vilji stjórnvöld hraða ferlinu í átt að því að tryggja að launamunur kynjanna hverfi sé betra að skoða alla þættina saman. Því að á sama tíma og þessi vinna fari fram sé launamunur kynjanna að aukast á almennum vinnumarkaði og þar sé erfitt að taka upp heildstæðar aðgerðir eins og hjá hinu opinbera. Á almennum markaði sé svakalegur munur innan ákveðinna starfsstétta og mesti óleiðrétti launamunurinn sé á almennum vinnumarkaði. Konur oftar í hlutastarfi til að sinna umönnun Sonja segir auk þess konur oftar í hlutastarfi en karla og helsta ástæða þess að þær kjósi það sé ábyrgð þeirra á umönnun barna og heimila. „Eftir því sem þær verða eldri eru þær gjarnan í hlutastarfi til að fyrirbyggja neikvæð áhrif álags því störfin eru það þung að þær treysta sér ekki til að vera í fullu starfi.“ Sonja bendir í þessu samhengi á nýja rannsókn Tryggingastofnunar á bakgrunni og stöðu kvenna 50 til 66 ára með örorkulífeyri en þar kom til dæmis fram að konur á örorkulífeyri voru í vaktavinnu, unnu í óþægilegum líkamsstellingum eða notuðu endurteknar hreyfingar í vinnu auk þess að þurfa að fást við krefjandi félagslega eða tilfinningalega erfiðar aðstæður í vinnu í meira mæli. Kvennafrídagurinn var haldinn árið 2016. Þessi mynd er tekin í miðbæ Reykjavíkur. Stefán Karlsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Þá kom einnig fram að þær áttu erfitt með að ná endum saman áður en þær fóru á slíkan lífeyri, voru einstæðar mæður, í slítandi störfum eða jafnvel með langveik börn. „Þá sérðu að þetta er bæði starfsumhverfið og slítandi störf en líka stuðningskerfið sem brást, eins og barnabætur, heilbrigðiskerfið eða að þeim hafi verið hjálpað með langveik börn. Ef þú vilt ekki horfa á kröfurnar einfaldlega bara út frá mennskunni geturðu horft á þær út frá þessu. Það er ekki þjóðhagslega hagkvæmt að svo stór hluti kvenna endi á örorku.“ Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina Linda Ólafsdóttir, rit- og myndhöfundur, opnar um helgina sýninguna Ég þori! Ég get! Ég vil! á Borgarbókasafninu í Grófinni. Á sýningunni verður hægt að sjá frummyndir og skissur úr bókinni sem kom út árið 2023. Myndirnar hafa áður verið sýndar í New York og á bókahátíðinni í Bologna á Ítalíu. 2. október 2025 11:01 Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi segir teikn á lofti í jafnréttismálum um allan heim, bakslag sem taka verði alvarlega. Á sama tíma megi merkja þreytu og uppgjöf í röðum og þeirra sem staðið hafa fremst í baráttunni. 5. mars 2025 09:10 Allt næsta ár undir til að halda byltingunni áfram Hátt í fjörutíu samtök munu í dag afhenda formönnum stjórnmálaflokkanna kröfugerð og krefjast aðgerða svo ná megi fullu jafnrétti. Stefnt er að fjölbreyttri dagskrá allt næsta ár, þegar 50 ár verða liðin frá fyrsta Kvennafrídeginum. 24. október 2024 11:49 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Sjá meira
Árið 1975 lögðu konu fyrst niður störf til að mótmæla margvíslegri mismunun gegn konum á vinnumarkaðnum og vekja athygli á framlagi kvenna til samfélagsins. Viðburðurinn vakti heimsathygli. Eftir það hefur hann verið endurtekinn sex sinnum og verður endurtekinn aftur í ár. Í tilkynningu um verkfallið segir að fimmtíu árum síðar sé baráttunni ekki lokið. Tilkynningum um ofbeldi fjölgi enn og að launamunur kynjanna aukist enn. Það sé misrétti í verkaskiptingu á heimilum og jafnrétti enn ekki í augsýn. „Nú förum við í Kvennaverkfall. Við mætum og fáum innblástur frá konunum og kvárunum sem ruddu brautina. Göngum saman í gegnum áfanga í baráttusögu kvenna og kvára og tökum svo höndum saman á útifundi á Arnarhóli í Reykjavík eða í okkar heimabyggð. Við ætlum að breyta samfélaginu saman. Fyrir okkur, fyrir konur og kvár, fyrir framtíðina. Ekkert fær okkur stöðvað,“ segir í tilkynningunni. Dagskráin verður samkvæmt henni tvíþætt. Annars vegar verður söguganga um áfanga í kvennabaráttunni og hins vegar útifundur við Arnarhól og víðar um land. Ekki eru komnar nákvæmar tímasetningar samkvæmt tilkynningu en á Facebook segir að viðburðurinn standi frá 14 til 16. Gáfu stjórnvöldum ár til að bregðast við Á kvennafrídeginum í fyrra var kynnt um sérstakt kvennaár árið 2025 í tilefni af þessum fimmtíu árum. Framkvæmdastjórn Kvennaársins lagði þá einnig fram kröfur kvennaársins og gaf stjórnvöldum eitt ár til að bregðast við þeim. Kröfurnar eru þrískiptar og fjalla í fyrsta lagi um vanmat á kvennastörfum og launajafnrétti, í öðru lagi um ólaunaða vinnu kvenna og umönnunarábyrgð og í þriðja lagi um kynbundið ofbeldi. Á Kvennafrídeginum 2023 var fjallað um þriðju vaktina og launamaun eins og má sjá á kröfuskiltunum. Vísir/Vilhelm Í umfjöllun um kröfur sem snúa að launajafnrétti er bent á að atvinnutekjur kvenna séu enn um 21 prósent lægri en karla. Helsta ástæða launamunar kynjanna sé kynjaskiptur vinnumarkaður og vanmat á hefðbundnum kvennastörfum. Þá er einnig bent á að vinnudagar kvenna af erlendum uppruna séu bæði lengri og óreglulegri en almennt meðal kvenna á Íslandi og laun þeirra lægri. Konur sem starfi við ræstingar og umönnun barna fái lægstu launin í íslensku samfélagi. Þá er þess krafist að stjórnvöld leiðrétti kerfisbundið vanmat á kvennastörfum, tryggi að hægt sé að bera saman jafnverðmæt störf þvert á vinnustaði, klári vinnu við heildstætt virðismatskerfi og endurskoði starfsmat sveitarfélaga. Þá er þess einnig krafist að tryggt verði sambærilegt kerfi fyrir viðbótarlaun og að unnið verði að því að koma á samningaleið sem auðveldi einstaklingum að reisa jafnlaunakröfur og að settar verði reglur um launagagnsæi sem byggi á fyrirmynd Evrópusambandsins en að tekið verði sérstakt tillit til íslenska vinnumarkaðarins. Konur gengu út af vinnustöðum klukkan 14:38 þann 24. október 2016 því þá, samkvæmt útreikningum, höfðu þær unnið fyrir launum sínum ef borin saman við karlmenn. Ernir Eyjólfsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Kynskiptur vinnumarkaður „Það sem við vitum um launamun kynjanna er að meginástæðan fyrir honum er vegna þess hve kynskiptur hann er. Við erum með stórar kvennastéttir sem eru á lægri launum en sambærilegar starfsstéttir annars staðar á vinnumarkaði. Þær starfa að mestu hjá ríki og sveitarfélögum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og einn meðlima framkvæmdastjórnarinnar. Sonja segir að þannig væri stærsta stökkið sem hægt væri að taka til að minnka launamun kynjanna að leiðrétta vanmat á störfum kvennastéttanna. „Það er hægt að gera með kjarasamningum með einhvers konar leiðréttingu á ákveðnum hópum en rannsóknir sýna líka að ein besta leiðin er að endurmeta störfin kerfisbundið með einhvers konar virðismatskerfi.“ Það sé hafin vinna við slíkt kerfi í kjölfar kjarasamninga sem voru gerðir árið 2020 og það sjái fyrir endann á þeirri vinnu á næsta ári en gallinn við kerfið sem sé verið að hanna sé að það taki aðeins til grunnlauna eins og starfsmat hjá sveitarfélögum gerir líka. „Ef þú ætlar að útrýma launamun kynjanna verðurðu að vega og meta störf með tilliti til heildarlauna,“ segir Sonja og að aðeins þannig sé raunverulega hægt að bera störfin saman. Það sé til dæmis raunin hjá flestu vaktavinnufólki hjá hinu opinbera að grunnlaunin segi alls ekki alla söguna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, telur leiðina að útrýminu launamunar kynjanna að endurmeta virði kvennastarfa. Það þurfi að hraða þeirri vinnu. Vísir/Anton Brink „Það er ekki endilega munur á grunnlaunum heldur er það eitthvað sem er sett ofan á launin. Það eru yfirvinnumöguleikar og aðrir þættir sem ýta undir það. Það eru oft margir möguleikar hjá karla- eða blönduðum stéttum til að sækja sér aukalaun en svo ertu kannski með starfsfólk á leikskóla sem er með grunnlaun og ekkert annað og þannig enga möguleika til að hífa þig upp.“ Hún segir að ef virðismatskerfið eigi í raun að virka verði að taka alla þessa þætti með. Það sé skref í rétta átt að meta grunnlaunin en vilji stjórnvöld hraða ferlinu í átt að því að tryggja að launamunur kynjanna hverfi sé betra að skoða alla þættina saman. Því að á sama tíma og þessi vinna fari fram sé launamunur kynjanna að aukast á almennum vinnumarkaði og þar sé erfitt að taka upp heildstæðar aðgerðir eins og hjá hinu opinbera. Á almennum markaði sé svakalegur munur innan ákveðinna starfsstétta og mesti óleiðrétti launamunurinn sé á almennum vinnumarkaði. Konur oftar í hlutastarfi til að sinna umönnun Sonja segir auk þess konur oftar í hlutastarfi en karla og helsta ástæða þess að þær kjósi það sé ábyrgð þeirra á umönnun barna og heimila. „Eftir því sem þær verða eldri eru þær gjarnan í hlutastarfi til að fyrirbyggja neikvæð áhrif álags því störfin eru það þung að þær treysta sér ekki til að vera í fullu starfi.“ Sonja bendir í þessu samhengi á nýja rannsókn Tryggingastofnunar á bakgrunni og stöðu kvenna 50 til 66 ára með örorkulífeyri en þar kom til dæmis fram að konur á örorkulífeyri voru í vaktavinnu, unnu í óþægilegum líkamsstellingum eða notuðu endurteknar hreyfingar í vinnu auk þess að þurfa að fást við krefjandi félagslega eða tilfinningalega erfiðar aðstæður í vinnu í meira mæli. Kvennafrídagurinn var haldinn árið 2016. Þessi mynd er tekin í miðbæ Reykjavíkur. Stefán Karlsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Þá kom einnig fram að þær áttu erfitt með að ná endum saman áður en þær fóru á slíkan lífeyri, voru einstæðar mæður, í slítandi störfum eða jafnvel með langveik börn. „Þá sérðu að þetta er bæði starfsumhverfið og slítandi störf en líka stuðningskerfið sem brást, eins og barnabætur, heilbrigðiskerfið eða að þeim hafi verið hjálpað með langveik börn. Ef þú vilt ekki horfa á kröfurnar einfaldlega bara út frá mennskunni geturðu horft á þær út frá þessu. Það er ekki þjóðhagslega hagkvæmt að svo stór hluti kvenna endi á örorku.“
Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina Linda Ólafsdóttir, rit- og myndhöfundur, opnar um helgina sýninguna Ég þori! Ég get! Ég vil! á Borgarbókasafninu í Grófinni. Á sýningunni verður hægt að sjá frummyndir og skissur úr bókinni sem kom út árið 2023. Myndirnar hafa áður verið sýndar í New York og á bókahátíðinni í Bologna á Ítalíu. 2. október 2025 11:01 Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi segir teikn á lofti í jafnréttismálum um allan heim, bakslag sem taka verði alvarlega. Á sama tíma megi merkja þreytu og uppgjöf í röðum og þeirra sem staðið hafa fremst í baráttunni. 5. mars 2025 09:10 Allt næsta ár undir til að halda byltingunni áfram Hátt í fjörutíu samtök munu í dag afhenda formönnum stjórnmálaflokkanna kröfugerð og krefjast aðgerða svo ná megi fullu jafnrétti. Stefnt er að fjölbreyttri dagskrá allt næsta ár, þegar 50 ár verða liðin frá fyrsta Kvennafrídeginum. 24. október 2024 11:49 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Sjá meira
Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina Linda Ólafsdóttir, rit- og myndhöfundur, opnar um helgina sýninguna Ég þori! Ég get! Ég vil! á Borgarbókasafninu í Grófinni. Á sýningunni verður hægt að sjá frummyndir og skissur úr bókinni sem kom út árið 2023. Myndirnar hafa áður verið sýndar í New York og á bókahátíðinni í Bologna á Ítalíu. 2. október 2025 11:01
Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi segir teikn á lofti í jafnréttismálum um allan heim, bakslag sem taka verði alvarlega. Á sama tíma megi merkja þreytu og uppgjöf í röðum og þeirra sem staðið hafa fremst í baráttunni. 5. mars 2025 09:10
Allt næsta ár undir til að halda byltingunni áfram Hátt í fjörutíu samtök munu í dag afhenda formönnum stjórnmálaflokkanna kröfugerð og krefjast aðgerða svo ná megi fullu jafnrétti. Stefnt er að fjölbreyttri dagskrá allt næsta ár, þegar 50 ár verða liðin frá fyrsta Kvennafrídeginum. 24. október 2024 11:49