Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2025 10:00 Haukur Þrastarson er stoðsendingahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handbolta, kveðst nokkuð sáttur með hvernig hann hefur farið af stað með nýja liðinu sínu, Rhein-Neckar Löwen. Hann segist fullviss um að hann hafi tekið rétt skref á ferlinum með því að fara í sterkari deild en þar sem hann hefur hingað til spilað í atvinnumennskunni. „Fyrstu mánuðirnir hafa verið fínir. Ég hef komist ágætlega inn í hlutina og það hefur bara gengið vel. Þetta hefur byrjað ágætlega,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í gær, þá nýkominn af æfingu þar sem leikur kvöldsins í kvöld, gegn Göppingen, var undirbúinn. View this post on Instagram A post shared by Rhein-Neckar Löwen (@rnloewen) Eftir að hafa leikið með Dinamo Búkarest í Rúmeníu á síðasta tímabili gekk Haukur í raðir Löwen í sumar. „Ég vissi það svo sem að ég yrði ekki lengur en eitt ár í Rúmeníu. Það var alltaf svona skýrt frá minni hlið og ég var búinn að vera með hugann lengi við næsta skref, hvað ég myndi gera eftir það. Ég var búinn að vera í samtali við þá [Löwen] ásamt fleiri liðum í dágóðan tíma og tók mér góðan tíma í að ákveða mig. Það var margt sem spilaði þar inn í og sem gerði það að verkum að mér leist best á að fara til Löwen,“ sagði Haukur sem var í góðu sambandi við forráðamenn Löwen og svo Maik Machulla sem tók við þjálfun liðsins í sumar. „Ég átti mörg góð samtöl við þá og leist best á að koma hingað. Eins og ég segi tók það góðan tíma fyrir mig að ákveða mig og ég vandaði mig mjög mikið við að velja það sem ég teldi vera besta staðinn fyrir mig og það sem hentaði mér best á þessum tíma. Eftir þessar fyrstu vikur eða mánuði er ég alveg sannfærður um að ég hafi valið vel.“ Hugsaði meira um hlutverkið en landið Haukur segir að stefnan hafi ekki endilega verið sett á Þýskaland í sumar. „Það var meira bara félagið og hvað var í gangi þar, þjálfarinn og þannig hlutir, frekar en landið. Auðvitað spilaði inn að þetta er sterkasta deild í heimi og allir leikir hérna eru hörkuleikir. Það spilaði inn í. Ég hugsaði meira um hvaða hlutverk ég fengi í liðinu og hvað félagið vildi gera frekar en hvar ég væri staðsettur,“ sagði Haukur. Haukur ásamt Uwe Gensheimer, yfirmanni íþróttamála hjá Rhein Neckar Löwen.rhein-neckar löwen En hvaða skilaboð fékk Selfyssingurinn fyrir tímabilið, til dæmis hvaða hlutverk honum væri ætlað í liði Ljónanna frá Mannheim? „Bara að ég ætti að vera með stórt hlutverk í liðinu sem hefur verið raunin. Ég spila mikið og er með mikla ábyrgð í liðinu. Mér fannst þetta vera mikilvægt skref og mikilvægt á þessum tíma á mínum ferli. Það fékk mig til að velja Löwen,“ sagði Haukur. Léttu leikirnir heyra sögunni til Fyrstu fjögur árin í atvinnumennskunni lék hann með Kielce og svo eitt tímabil með Dinamo Búkarest. Bæði liðin eru ógnarsterk og spila í Meistaradeildinni en deildirnar í Póllandi og Rúmeníu eru ekki jafn hátt skrifaðar og í Þýskalandi. „Það er auðvitað öðruvísi. Í fimm ár var ég búinn að vera í svona yfirburða sterkasta liðinu í slakari deildum. Það segir sig sjálft að það eru margir leikir sem eru alls ekki spes og nánast búið að vinna fyrirfram. Það er allt öðruvísi og eitthvað sem ég sóttist í. Ég fíla mjög mikið að allir leikir hérna séu hörkuleikir. Það er gaman að breyta til. Maður var náttúrulega með Meistaradeildina og þar voru alltaf hörkuleikir en þú ert ekki með þessa leiki sem þú varst að vinna með titlum og getur komist upp með að vera ekki á fullu,“ sagði Haukur. Haukur varð rúmenskur meistari með Dinamo Búkarest á síðasta tímabili.getty/Andrzej Iwanczuk Hann hefur glímt við erfið meiðsli síðan hann fór út í atvinnumennsku og meðal annars slitið krossband á báðum hnjám. Haukur segir að líkaminn hafi svarað auknu álagi og fleiri krefjandi leikjum vel. „Ég hef verið alveg meiðslafrír í dágóðan tíma og með hverri vikunni sem líður kemst ég í betra líkamlegra ásigkomulag og komið lengra frá þessum stóru meiðslum sem ég lenti í. Mér líður vel líkamlega og er alltaf að komast í betra stand. Það hefur ekki verið neitt vesen að venjast þessu og ég er á mjög góðum stað,“ sagði Haukur. Á talsvert inni Hann er í stóru hlutverki hjá Löwen. Í fyrstu sjö leikjum liðsins í þýsku úrvalsdeildinni hefur Haukur skorað 21 mark og gefið 38 stoðsendingar, flestar allra leikmanna. Þrátt fyrir það telur hann sig eiga talsvert mikið inni og geta spilað enn betur. Haukur var ekki orðinn sautján ára þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir íslenska A-landsliðiðvísir/vilhelm „Það er margt sem hefur verið gott en ef þú tekur liðið líka erum við að gera ágætis hluti inn á milli en margt sem mætti gera betur, bæði ég og liðið. Mér finnst ég alveg eiga eitthvað inni og hef klúðrað á einhverjum augnablikum en heilt yfir hefur þetta farið ágætlega af stað,“ sagði Selfyssingurinn. Engar yfirlýsingar Aðspurður um markmið Löwen í vetur steig Haukur varlega til jarðar. Miklar breytingar urðu á leikmannahópi Ljónanna í sumar og þau eru með nýjan þjálfara sem fyrr sagði. „Það er kannski of snemmt að vera með einhverjar yfirlýsingar um það. Við förum kannski rólega í það. Það eru margir nýir og við eiginlega með alveg nýtt lið. Við þurfum að finna taktinn með hvor öðrum og það tekur tíma. Það eru óvanalega margir nýir og miklar breytingar í liðinu og hjá félaginu,“ sagði Haukur. View this post on Instagram A post shared by Rhein-Neckar Löwen (@rnloewen) „Til að byrja með er númer eitt, tvö og þrjú að komast almennilega í gang. Eins og sést hefur höfum við dottið niður í einhverjum leikjum og misst þá niður í tap eða jafntefli. Það er margt sem þarf að gera áður en við komum með einhverjar yfirlýsingar um einhver sæti í deildinni.“ Löwen í 7. sæti þýsku deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki. Á síðasta tímabili endaði liðið í 9. sæti. Þýski handboltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Sjá meira
„Fyrstu mánuðirnir hafa verið fínir. Ég hef komist ágætlega inn í hlutina og það hefur bara gengið vel. Þetta hefur byrjað ágætlega,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í gær, þá nýkominn af æfingu þar sem leikur kvöldsins í kvöld, gegn Göppingen, var undirbúinn. View this post on Instagram A post shared by Rhein-Neckar Löwen (@rnloewen) Eftir að hafa leikið með Dinamo Búkarest í Rúmeníu á síðasta tímabili gekk Haukur í raðir Löwen í sumar. „Ég vissi það svo sem að ég yrði ekki lengur en eitt ár í Rúmeníu. Það var alltaf svona skýrt frá minni hlið og ég var búinn að vera með hugann lengi við næsta skref, hvað ég myndi gera eftir það. Ég var búinn að vera í samtali við þá [Löwen] ásamt fleiri liðum í dágóðan tíma og tók mér góðan tíma í að ákveða mig. Það var margt sem spilaði þar inn í og sem gerði það að verkum að mér leist best á að fara til Löwen,“ sagði Haukur sem var í góðu sambandi við forráðamenn Löwen og svo Maik Machulla sem tók við þjálfun liðsins í sumar. „Ég átti mörg góð samtöl við þá og leist best á að koma hingað. Eins og ég segi tók það góðan tíma fyrir mig að ákveða mig og ég vandaði mig mjög mikið við að velja það sem ég teldi vera besta staðinn fyrir mig og það sem hentaði mér best á þessum tíma. Eftir þessar fyrstu vikur eða mánuði er ég alveg sannfærður um að ég hafi valið vel.“ Hugsaði meira um hlutverkið en landið Haukur segir að stefnan hafi ekki endilega verið sett á Þýskaland í sumar. „Það var meira bara félagið og hvað var í gangi þar, þjálfarinn og þannig hlutir, frekar en landið. Auðvitað spilaði inn að þetta er sterkasta deild í heimi og allir leikir hérna eru hörkuleikir. Það spilaði inn í. Ég hugsaði meira um hvaða hlutverk ég fengi í liðinu og hvað félagið vildi gera frekar en hvar ég væri staðsettur,“ sagði Haukur. Haukur ásamt Uwe Gensheimer, yfirmanni íþróttamála hjá Rhein Neckar Löwen.rhein-neckar löwen En hvaða skilaboð fékk Selfyssingurinn fyrir tímabilið, til dæmis hvaða hlutverk honum væri ætlað í liði Ljónanna frá Mannheim? „Bara að ég ætti að vera með stórt hlutverk í liðinu sem hefur verið raunin. Ég spila mikið og er með mikla ábyrgð í liðinu. Mér fannst þetta vera mikilvægt skref og mikilvægt á þessum tíma á mínum ferli. Það fékk mig til að velja Löwen,“ sagði Haukur. Léttu leikirnir heyra sögunni til Fyrstu fjögur árin í atvinnumennskunni lék hann með Kielce og svo eitt tímabil með Dinamo Búkarest. Bæði liðin eru ógnarsterk og spila í Meistaradeildinni en deildirnar í Póllandi og Rúmeníu eru ekki jafn hátt skrifaðar og í Þýskalandi. „Það er auðvitað öðruvísi. Í fimm ár var ég búinn að vera í svona yfirburða sterkasta liðinu í slakari deildum. Það segir sig sjálft að það eru margir leikir sem eru alls ekki spes og nánast búið að vinna fyrirfram. Það er allt öðruvísi og eitthvað sem ég sóttist í. Ég fíla mjög mikið að allir leikir hérna séu hörkuleikir. Það er gaman að breyta til. Maður var náttúrulega með Meistaradeildina og þar voru alltaf hörkuleikir en þú ert ekki með þessa leiki sem þú varst að vinna með titlum og getur komist upp með að vera ekki á fullu,“ sagði Haukur. Haukur varð rúmenskur meistari með Dinamo Búkarest á síðasta tímabili.getty/Andrzej Iwanczuk Hann hefur glímt við erfið meiðsli síðan hann fór út í atvinnumennsku og meðal annars slitið krossband á báðum hnjám. Haukur segir að líkaminn hafi svarað auknu álagi og fleiri krefjandi leikjum vel. „Ég hef verið alveg meiðslafrír í dágóðan tíma og með hverri vikunni sem líður kemst ég í betra líkamlegra ásigkomulag og komið lengra frá þessum stóru meiðslum sem ég lenti í. Mér líður vel líkamlega og er alltaf að komast í betra stand. Það hefur ekki verið neitt vesen að venjast þessu og ég er á mjög góðum stað,“ sagði Haukur. Á talsvert inni Hann er í stóru hlutverki hjá Löwen. Í fyrstu sjö leikjum liðsins í þýsku úrvalsdeildinni hefur Haukur skorað 21 mark og gefið 38 stoðsendingar, flestar allra leikmanna. Þrátt fyrir það telur hann sig eiga talsvert mikið inni og geta spilað enn betur. Haukur var ekki orðinn sautján ára þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir íslenska A-landsliðiðvísir/vilhelm „Það er margt sem hefur verið gott en ef þú tekur liðið líka erum við að gera ágætis hluti inn á milli en margt sem mætti gera betur, bæði ég og liðið. Mér finnst ég alveg eiga eitthvað inni og hef klúðrað á einhverjum augnablikum en heilt yfir hefur þetta farið ágætlega af stað,“ sagði Selfyssingurinn. Engar yfirlýsingar Aðspurður um markmið Löwen í vetur steig Haukur varlega til jarðar. Miklar breytingar urðu á leikmannahópi Ljónanna í sumar og þau eru með nýjan þjálfara sem fyrr sagði. „Það er kannski of snemmt að vera með einhverjar yfirlýsingar um það. Við förum kannski rólega í það. Það eru margir nýir og við eiginlega með alveg nýtt lið. Við þurfum að finna taktinn með hvor öðrum og það tekur tíma. Það eru óvanalega margir nýir og miklar breytingar í liðinu og hjá félaginu,“ sagði Haukur. View this post on Instagram A post shared by Rhein-Neckar Löwen (@rnloewen) „Til að byrja með er númer eitt, tvö og þrjú að komast almennilega í gang. Eins og sést hefur höfum við dottið niður í einhverjum leikjum og misst þá niður í tap eða jafntefli. Það er margt sem þarf að gera áður en við komum með einhverjar yfirlýsingar um einhver sæti í deildinni.“ Löwen í 7. sæti þýsku deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki. Á síðasta tímabili endaði liðið í 9. sæti.
Þýski handboltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Sjá meira