Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 07:30 Steven Gerrard hefur sína skýringu af hverju hlutirnir gengu aldrei upp hjá ensku gullkynslóðinni. Getty/Richard Sellers Steven Gerrard segir að andrúmsloftið og slæm liðsheild innan enska landsliðsins hafi átt mikinn þátt í því að ekkert gekk hjá enska liðinu þrátt fyrir að það væri uppfullt af frábærum leikmönnum. Gerrard var einn af lykilmönnum þessa liðs en hann lék 114 landsleiki og spilaði á sex stórmótum sem hluti af svokallaðri „gullkynslóð“ Englands. Liðið komst hins vegar aldrei í undanúrslit á þessum tíma. Hefði átt að gana með Lampard og Scholes Fyrrverandi fyrirliði Liverpool er harður á því að landsliðsþjálfari Englands hefði átt að geta látið hann spila með Frank Lampard úr Chelsea og Paul Scholes úr Manchester United á miðjunni með góðum árangri. Gerrard segir að leikmenn á þessum tíma hafi verið óviljugir til að blanda geði við liðsfélaga sem spiluðu fyrir erkifjendur. „Við vorum allir sjálfhverfir lúserar,“ sagði Gerrard í hlaðvarpsþættinum Rio Ferdinand Presents. Breska ríkisútvarpið segir frá. Steven Gerrard varð knattspyrnustjóri eftir að hann hætti að spila.Getty/Robbie Jay Barratt „Ég horfi á sjónvarpið núna og sé Jamie Carragher sitja við hliðina á Paul Scholes og þeir líta út fyrir að hafa verið bestu vinir í 20 ár,“ sagði Gerrard. „Ég sé samband Carraghers við Gary Neville og þeir líta út fyrir að hafa verið vinir í tuttugu ár. Ég er líklega nánari og vinalegri við þig [Rio Ferdinand] núna en ég var nokkru sinni þegar ég spilaði með þér í 15 ár [fyrir England],“ sagði Gerrard. Var það egóið? „Af hverju náðum við ekki saman þegar við vorum 20, 21, 22 eða 23 ára? Var það egóið? Var það samkeppnin?“ spyr Gerrard en svarar strax sjálfur. „Þetta var vegna menningarinnar innan enska landsliðsins. Við vorum ekki vinalegir eða tengdir. Við vorum ekki lið. Við urðum aldrei á neinu stigi að alvöru góðu, sterku liði,“ sagði Gerrard sem lék fyrir England í fjórtán ár undir stjórn fimm fastráðinna þjálfara, frá Kevin Keegan til Roy Hodgson á HM 2014. Hann er á því að enginn landsliðsþjálfari hafi náð að skapa rétta menningu í kringum hópinn. Fannst ég ekki vera hluti af liði „Ég elskaði leikina. Ég elskaði að spila fyrir England. Ég var virkilega stoltur. Mér fannst æfingarnar skemmtilegar en þær voru 90 mínútur á dag. Og svo var ég bara einn. Mér fannst ég ekki vera hluti af liði. Mér fannst ég ekki tengjast liðsfélögum mínum í enska landsliðinu,“ sagði Gerrard. „Mér fannst það ekki með Liverpool. Það voru bestu dagar lífs míns. Mér fannst starfsfólkið hugsa um mig, eins og mér þætti ég sérstakur. Mér fannst ég ekki geta beðið eftir að komast þangað. Með Englandi vildi ég bara leikina og æfingarnar og svo komast í burtu,“ sagði Gerrard. Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Gerrard var einn af lykilmönnum þessa liðs en hann lék 114 landsleiki og spilaði á sex stórmótum sem hluti af svokallaðri „gullkynslóð“ Englands. Liðið komst hins vegar aldrei í undanúrslit á þessum tíma. Hefði átt að gana með Lampard og Scholes Fyrrverandi fyrirliði Liverpool er harður á því að landsliðsþjálfari Englands hefði átt að geta látið hann spila með Frank Lampard úr Chelsea og Paul Scholes úr Manchester United á miðjunni með góðum árangri. Gerrard segir að leikmenn á þessum tíma hafi verið óviljugir til að blanda geði við liðsfélaga sem spiluðu fyrir erkifjendur. „Við vorum allir sjálfhverfir lúserar,“ sagði Gerrard í hlaðvarpsþættinum Rio Ferdinand Presents. Breska ríkisútvarpið segir frá. Steven Gerrard varð knattspyrnustjóri eftir að hann hætti að spila.Getty/Robbie Jay Barratt „Ég horfi á sjónvarpið núna og sé Jamie Carragher sitja við hliðina á Paul Scholes og þeir líta út fyrir að hafa verið bestu vinir í 20 ár,“ sagði Gerrard. „Ég sé samband Carraghers við Gary Neville og þeir líta út fyrir að hafa verið vinir í tuttugu ár. Ég er líklega nánari og vinalegri við þig [Rio Ferdinand] núna en ég var nokkru sinni þegar ég spilaði með þér í 15 ár [fyrir England],“ sagði Gerrard. Var það egóið? „Af hverju náðum við ekki saman þegar við vorum 20, 21, 22 eða 23 ára? Var það egóið? Var það samkeppnin?“ spyr Gerrard en svarar strax sjálfur. „Þetta var vegna menningarinnar innan enska landsliðsins. Við vorum ekki vinalegir eða tengdir. Við vorum ekki lið. Við urðum aldrei á neinu stigi að alvöru góðu, sterku liði,“ sagði Gerrard sem lék fyrir England í fjórtán ár undir stjórn fimm fastráðinna þjálfara, frá Kevin Keegan til Roy Hodgson á HM 2014. Hann er á því að enginn landsliðsþjálfari hafi náð að skapa rétta menningu í kringum hópinn. Fannst ég ekki vera hluti af liði „Ég elskaði leikina. Ég elskaði að spila fyrir England. Ég var virkilega stoltur. Mér fannst æfingarnar skemmtilegar en þær voru 90 mínútur á dag. Og svo var ég bara einn. Mér fannst ég ekki vera hluti af liði. Mér fannst ég ekki tengjast liðsfélögum mínum í enska landsliðinu,“ sagði Gerrard. „Mér fannst það ekki með Liverpool. Það voru bestu dagar lífs míns. Mér fannst starfsfólkið hugsa um mig, eins og mér þætti ég sérstakur. Mér fannst ég ekki geta beðið eftir að komast þangað. Með Englandi vildi ég bara leikina og æfingarnar og svo komast í burtu,“ sagði Gerrard.
Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira