Kyngreint nautasæði kemur vel út Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. október 2025 15:04 Sérstakur kyngreiningarbíll kemur frá Danmörku til landsins með fullkomin tæki til að vinna verkið. Bílinn er í raun rannsóknarstofa á hjólum og er staðsettur við Nautastöð Bændasamtakanna á Hesti í Borgarfirði. Aðsend Kúabændur eru ánægðir með þann árangur sem náðst hefur með kyngreint sæði þegar þeir velja naut til að sæða kýr sínar með. Með sæðinu ræður bóndinn hvort hann fær kvígukálf eða nautkálf í heiminn. Sérstakur kyngreiningarbíll frá Danmörku kemur til landsins til að kyngreina sæðið. Forsvarsmenn deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands hafa verið á ferð um landið til að funda með kúabændum og nautgripabændum um nýjustu málin í greininni og framtíðarsýn. Einn slíkur fundur fór fram á Flúðum þar sem m.a. var kynnt hvernig gengið hefur með kyngreint nautasæði. Fyrsta kyngreining á slíku sæði fór fram hér á landi í desember á síðasta ári. „Á mannamáli má segja að nú getum við með um 90% vissu valið hvort við fáum nautkálf eða kvígukálf þegar við sæðum kýrnar okkar. Þetta er stórmerkilegt því þetta hefur lengi verið fjarlægur draumur en er nú loksins orðið að veruleika. Fram undan eru því virkilega spennandi tímar,” segir Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökunum. Rafn segir að kúabændur leitist nú við að fá kvígur undan bestu mjólkurkúnum sínum, en geti jafnframt sætt lakari kýrnar með holdanautum til að fá gripi sem henta betur til kjötframleiðslu. Rafn Bergsson, sem er formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökunum er hér í ræðustól á fundinum á Flúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða breytingar mun kyngreint sæði hafa í för með sér fyrir kúabúskap á Íslandi? „Þetta mun klárlega opna heilmikil tækifæri og vonandi flýta fyrir erfðaframförum. Ég held að til skemmri tíma muni þetta líka auka möguleikana í nautakjötsframleiðslu með meiri blendingum sem henta sérstaklega vel til kjötframleiðslu,” segir Rafn. Sérstakur kyngreiningarbíll kemur frá Danmörku til landsins með fullkomin tæki til að vinna verkið. Bíllinn er í raun rannsóknarstofa á hjólum og er staðsettur við Nautastöð Bændasamtakanna á Hesti í Borgarfirði. Kúabændur, sem mættu á opna fundinn á Flúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ert greinilega mjög spenntur fyrir þessu öllu saman? „Já, mjög, þetta er virkilega stór áfangi og spennandi tímar fram undan,” segir Rafn alsæll. Ein af glærunum á fundinum á Flúðum um kyngreinda sæðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Nautakjöt Kýr Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Forsvarsmenn deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands hafa verið á ferð um landið til að funda með kúabændum og nautgripabændum um nýjustu málin í greininni og framtíðarsýn. Einn slíkur fundur fór fram á Flúðum þar sem m.a. var kynnt hvernig gengið hefur með kyngreint nautasæði. Fyrsta kyngreining á slíku sæði fór fram hér á landi í desember á síðasta ári. „Á mannamáli má segja að nú getum við með um 90% vissu valið hvort við fáum nautkálf eða kvígukálf þegar við sæðum kýrnar okkar. Þetta er stórmerkilegt því þetta hefur lengi verið fjarlægur draumur en er nú loksins orðið að veruleika. Fram undan eru því virkilega spennandi tímar,” segir Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökunum. Rafn segir að kúabændur leitist nú við að fá kvígur undan bestu mjólkurkúnum sínum, en geti jafnframt sætt lakari kýrnar með holdanautum til að fá gripi sem henta betur til kjötframleiðslu. Rafn Bergsson, sem er formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökunum er hér í ræðustól á fundinum á Flúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða breytingar mun kyngreint sæði hafa í för með sér fyrir kúabúskap á Íslandi? „Þetta mun klárlega opna heilmikil tækifæri og vonandi flýta fyrir erfðaframförum. Ég held að til skemmri tíma muni þetta líka auka möguleikana í nautakjötsframleiðslu með meiri blendingum sem henta sérstaklega vel til kjötframleiðslu,” segir Rafn. Sérstakur kyngreiningarbíll kemur frá Danmörku til landsins með fullkomin tæki til að vinna verkið. Bíllinn er í raun rannsóknarstofa á hjólum og er staðsettur við Nautastöð Bændasamtakanna á Hesti í Borgarfirði. Kúabændur, sem mættu á opna fundinn á Flúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ert greinilega mjög spenntur fyrir þessu öllu saman? „Já, mjög, þetta er virkilega stór áfangi og spennandi tímar fram undan,” segir Rafn alsæll. Ein af glærunum á fundinum á Flúðum um kyngreinda sæðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Nautakjöt Kýr Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira