Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2025 09:59 Það er ákall um að vernda Möggu Stínu og frelsisflotann sem nú er á leið til Gasa til að reyna að rjúfa herkví Ísraela og flytja þangað hjálpargögn. Vísir/Anton Brink Fjöldi fólks mótmælir nú á Hverfisgötu við fund ríkisstjórnarinnar. Tvö ár eru í dag frá því að Hamas réðst inn í Ísrael, drap um 1.200 manns og tók 251 gísl. Árásir Ísraela og hernaður þeirra á Gasa stigmagnaðist strax í kjölfarið. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa. Samkvæmt skýrslu sem kom út í september hafa fjögur af fimm skilyrðum alþjóðalaga um þjóðarmorð verið uppfyllt; Ísraelsmenn hafi myrt meðlimi hóps, valdið þeim alvarlegum líkamlegum og andlegum skaða, komið á skilyrðum til að tortíma hópnum og komið í veg fyrir fæðingar. Konur og karlar mótmæla, stundum oft í viku. Vísir/Anton Brink Rúmlega 67 þúsund Palestínumenn verið drepnir í aðgerðum Ísraela. Flestir eru almennir borgarar og er áætlað að um 18 þúsund börn hafi verið drepin í aðgerðunum. Þá ríkir hungursneyð á Gasa vegna þess að Ísrael hefur meinað flutning hjálpargagna á svæðið. Sjá einnig: Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Samninganefndir Hamas og Ísraela eiga í óformlegum viðræðum í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi um frið á svæðinu. Unnið er eftir friðaráætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og hófust fundarhöld síðdegis í gær. Hamas eru sagðir hafa fallist á nokkur atriði í áætluninni en önnur munu vera til umræðu á fundunum. Lögreglan hefur girt af svæðið við fund ráðherranna. Vísir/Anton Brink Trump forseti sagðist á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi vera bjartsýnn á framhaldið. Fjöldi fólks hefur í þessi tvö ár mótmælt aðgerðum Ísraela á Íslandi og kallað eftir sterkari viðbrögðum stjórnvalda. Stjórnvöld kynntu í september um aðgerðir gegn Ísrael. Fríverslunarsamningur Íslands og annarra EFTA-ríkja við Ísrael verður ekki uppfærður og tveir ísraelskir ráðherrar verða settir í farbann, sem felur í sér að þeir mega ekki ferðast til Íslands og mega ekki fara um íslenska lofthelgi. Þá verða vörur frá hernumdum svæðum Ísraela merktar, auk þess sem farið verður í aðrar aðgerðir. Palestínska fánanum er veifað við fund ráðherra. Vísir/Anton Brink Lögregla og mótmælendur eiga í samræðum. Vísir/Anton Brink Mótmælendur kalla eftir frjálsri Palestínu. Vísir/Anton Brink Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mætir til fundar. Vísir/Anton Brink Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Reykjavík Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Samkvæmt skýrslu sem kom út í september hafa fjögur af fimm skilyrðum alþjóðalaga um þjóðarmorð verið uppfyllt; Ísraelsmenn hafi myrt meðlimi hóps, valdið þeim alvarlegum líkamlegum og andlegum skaða, komið á skilyrðum til að tortíma hópnum og komið í veg fyrir fæðingar. Konur og karlar mótmæla, stundum oft í viku. Vísir/Anton Brink Rúmlega 67 þúsund Palestínumenn verið drepnir í aðgerðum Ísraela. Flestir eru almennir borgarar og er áætlað að um 18 þúsund börn hafi verið drepin í aðgerðunum. Þá ríkir hungursneyð á Gasa vegna þess að Ísrael hefur meinað flutning hjálpargagna á svæðið. Sjá einnig: Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Samninganefndir Hamas og Ísraela eiga í óformlegum viðræðum í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi um frið á svæðinu. Unnið er eftir friðaráætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og hófust fundarhöld síðdegis í gær. Hamas eru sagðir hafa fallist á nokkur atriði í áætluninni en önnur munu vera til umræðu á fundunum. Lögreglan hefur girt af svæðið við fund ráðherranna. Vísir/Anton Brink Trump forseti sagðist á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi vera bjartsýnn á framhaldið. Fjöldi fólks hefur í þessi tvö ár mótmælt aðgerðum Ísraela á Íslandi og kallað eftir sterkari viðbrögðum stjórnvalda. Stjórnvöld kynntu í september um aðgerðir gegn Ísrael. Fríverslunarsamningur Íslands og annarra EFTA-ríkja við Ísrael verður ekki uppfærður og tveir ísraelskir ráðherrar verða settir í farbann, sem felur í sér að þeir mega ekki ferðast til Íslands og mega ekki fara um íslenska lofthelgi. Þá verða vörur frá hernumdum svæðum Ísraela merktar, auk þess sem farið verður í aðrar aðgerðir. Palestínska fánanum er veifað við fund ráðherra. Vísir/Anton Brink Lögregla og mótmælendur eiga í samræðum. Vísir/Anton Brink Mótmælendur kalla eftir frjálsri Palestínu. Vísir/Anton Brink Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mætir til fundar. Vísir/Anton Brink
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Reykjavík Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira