Íslenski boltinn

Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valdimar Þór Ingimundarson þakkar Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir stoðsendinguna.
Valdimar Þór Ingimundarson þakkar Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir stoðsendinguna. Vísir/Ernir

25. og þriðja síðasta umferð Bestu deildar karla í fótbolta kláraðist með þremur leikjum í gær og nú fá sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi.

Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-0 heimasigri á FH í Víkinni.

Valdimar Þór Ingimundarson skoraði fyrra markið strax á 9. mínútu eftir undirbúning Gylfa Sigurðssonar og Helgi Guðjónsson innsiglaði sigurinn með skallamarki sjö mínútum fyrir leikslok eftir fyrirgjöf Karl Friðleifs Gunnarssonar.

Klippa: Mörkin úr leik Víkings og FH

Blikar ætla ekki að gefast upp í baráttunni um Evrópusætið og unnu flottan 3-1 sigur á Fram í gær þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleiknum.

Höskuldur Gunnlaugsson og Kristinn Jónsson skoruðu fyrir Blika en fyrsta markið var sjálfsmark. Jakob Byström skoraði fyrir Fram.

KA og Vestri gerðu 1-1 jafntefli á Akureyri. Jeppe Pedersen kom Vestra yfir í fyrri hálfleik en Hans Viktor Guðmundsson jafnaði metin ellefu mínútum fyrir leikslok.

Fyrir vikið er mikil spenna í fallbaráttunni en Vestramenn náðu þarna í stig eftir þrjá tapleiki í röð.

Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og Fram
Klippa: Mörkin úr leik KA og Vestra



Fleiri fréttir

Sjá meira


×