„Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Agnar Már Másson skrifar 5. október 2025 18:33 Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar eru ósáttir við brottflutninginn en þingflokksformaðurinn segir málið ekki á dagskrá þingflokksins. Samsett Mynd Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, er brugðið vegna brottvísunar ungbarna í vikunni og segir lögin greinilega ekki nægilega mannúðleg. Kurr er innan herbúða Samfylkingarinnar á Alþingi en Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður segir engan ágreining ríkja við aðra stjórnarflokka um málið. Gremju gætir meðal þingmanna Samfylkingarinnar vegna brottflutnings rússneskra flóttamanna, og tveggja vikna tvíburadætra þeirra, frá Íslandi til Króatíu. „Mér finnst það gefa augaleið að reglurnar okkar séu ekki nógu mannúðlegar ef þetta er útkoman,“ segir Ása Berglind í stuttu samtali við Vísi í kvöld en hún vildi ekki tjá sig frekar um málið. Ása Berglind, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton Brink Ekki er útilokað að fjölskyldan endi í Rússlandi, að sögn lögfræðings fjölskyldunnar sem Vísir ræddi við á miðvikudag, en Króatía samþykkti aðeins 0,3 prósent verndarumsókna frá Rússlandi árið 2023 samkvæmt AIDA-gagnagrunninum. Víði Reynissyni þingmanni sagðist einnig brugðið vegna brottflutningsins þegar blaðamaður náði af honum tali í gær og hann lýsti því að fleiri þingmenn hefðu svipaða sögu að segja. Segir engan ágreining við hina stjórnarflokkana Fréttastofa náði á Guðmund Ara Sigurjónsson þingflokksformann og spurði hann út í óánægjuraddirnar innan þingflokksins en hann benti á að flokkurinn væri í kjördæmaviku og því hefði hann ekki hitt alla þingmenn flokksins síðustu daga. Hann kannaðist þó við málið. „Það hefur komið fram að fólk er óánægt með hvernig þetta blasir við í fjölmiðlum en þetta er ekki á borði þingflokksins,“ tók Guðmundur Ari fram, sem vildi lítið tjá sig um málið þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans síðdegis í dag. Honum þótti samt líklegt að þingmenn vildu fá upplýsingar um málið og hann útilokaði ekki að málið yrði rætt á fundi þingflokksins í vikunni, þó að það væri ekki formlega á dagskrá. „Á þingflokksfundum eru ýmis mál rædd,“ bætti þingmaðurinn við en ítrekaði þó að slík mál væru fyrst og fremst á borði Útlendingastofnunarinnar. Aðspurður sagði hann að enginn ágreiningur hafi myndast við aðra stjórnarflokka vegna málsins. „Ekki neitt svoleiðis,“ svaraði þingflokksformaður. „Enda hefur þetta ekki verið á borði þingmanna eða ráðherra.“ Fyrrverandi formaður gagnrýnir þingmenn flokksins Málefni útlendinga hafa reynst jafnaðarmönnum erfitt umræðuefni eftir að Kristrún Frostadóttir tók við stjórnartaumum flokksins haustið 2022. Síðan þá hafa þeir sem voru hvað frjálslyndastir í innflytjendamálum sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, til dæmis Helga Vala Helgadóttir fyrrverandi þingmaður, eða hreinlega sagt sig úr flokknum, eins og Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir fyrrverandi varaþingmaður. Oddný Harðardóttir, fyrrverandi formaður flokksins, birti færslu á Facebook í vikunni þar sem hún hneykslaðist á brottflutningi fjölskyldunnar og spurði: „Hvað segið þið, góðir samfylkingarþingmenn?“ Þórunn Sveinbjarnardóttir þingforseti brást við færslunni með „leiðum kalli“ en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún lýst óánægju sinni yfir brottflutningnum Alþingi Samfylkingin Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Réttindi barna Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Gremju gætir meðal þingmanna Samfylkingarinnar vegna brottflutnings rússneskra flóttamanna, og tveggja vikna tvíburadætra þeirra, frá Íslandi til Króatíu. „Mér finnst það gefa augaleið að reglurnar okkar séu ekki nógu mannúðlegar ef þetta er útkoman,“ segir Ása Berglind í stuttu samtali við Vísi í kvöld en hún vildi ekki tjá sig frekar um málið. Ása Berglind, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton Brink Ekki er útilokað að fjölskyldan endi í Rússlandi, að sögn lögfræðings fjölskyldunnar sem Vísir ræddi við á miðvikudag, en Króatía samþykkti aðeins 0,3 prósent verndarumsókna frá Rússlandi árið 2023 samkvæmt AIDA-gagnagrunninum. Víði Reynissyni þingmanni sagðist einnig brugðið vegna brottflutningsins þegar blaðamaður náði af honum tali í gær og hann lýsti því að fleiri þingmenn hefðu svipaða sögu að segja. Segir engan ágreining við hina stjórnarflokkana Fréttastofa náði á Guðmund Ara Sigurjónsson þingflokksformann og spurði hann út í óánægjuraddirnar innan þingflokksins en hann benti á að flokkurinn væri í kjördæmaviku og því hefði hann ekki hitt alla þingmenn flokksins síðustu daga. Hann kannaðist þó við málið. „Það hefur komið fram að fólk er óánægt með hvernig þetta blasir við í fjölmiðlum en þetta er ekki á borði þingflokksins,“ tók Guðmundur Ari fram, sem vildi lítið tjá sig um málið þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans síðdegis í dag. Honum þótti samt líklegt að þingmenn vildu fá upplýsingar um málið og hann útilokaði ekki að málið yrði rætt á fundi þingflokksins í vikunni, þó að það væri ekki formlega á dagskrá. „Á þingflokksfundum eru ýmis mál rædd,“ bætti þingmaðurinn við en ítrekaði þó að slík mál væru fyrst og fremst á borði Útlendingastofnunarinnar. Aðspurður sagði hann að enginn ágreiningur hafi myndast við aðra stjórnarflokka vegna málsins. „Ekki neitt svoleiðis,“ svaraði þingflokksformaður. „Enda hefur þetta ekki verið á borði þingmanna eða ráðherra.“ Fyrrverandi formaður gagnrýnir þingmenn flokksins Málefni útlendinga hafa reynst jafnaðarmönnum erfitt umræðuefni eftir að Kristrún Frostadóttir tók við stjórnartaumum flokksins haustið 2022. Síðan þá hafa þeir sem voru hvað frjálslyndastir í innflytjendamálum sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, til dæmis Helga Vala Helgadóttir fyrrverandi þingmaður, eða hreinlega sagt sig úr flokknum, eins og Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir fyrrverandi varaþingmaður. Oddný Harðardóttir, fyrrverandi formaður flokksins, birti færslu á Facebook í vikunni þar sem hún hneykslaðist á brottflutningi fjölskyldunnar og spurði: „Hvað segið þið, góðir samfylkingarþingmenn?“ Þórunn Sveinbjarnardóttir þingforseti brást við færslunni með „leiðum kalli“ en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún lýst óánægju sinni yfir brottflutningnum
Alþingi Samfylkingin Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Réttindi barna Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira