Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. október 2025 07:33 Fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, í umræðum um frumvarp hennar um bókun 35 við EES-samninginn á Alþingi á dögunum að hún teldi meiri brag á því að hlýta tilmælum Hæstaréttar Íslands, sem hefði veitt skýra leiðsögn um það að bókunin hefði ekki verið innleidd með réttum hætti, „heldur en að fara með málið fyrir erlendan dómstól.“ Þetta er sama Þorgerður Katrín sem vill að Ísland gangi í Evrópusambandið þar sem æðsta dómsvaldið hér á landi yrði ekki lengur Hæstiréttur heldur dómstóll sambandsins. Hæstiréttur hefur fyrir það fyrsta ekki gefið nein tilmæli í þessum efnum heldur einfaldlega sagt að í tilteknu máli hafi einstaklingur ekki fengið fæðingarorlofsgreiðslur hér á landi eftir búsetu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins. Einfalt væri að breyta einfaldlega hérlendum lögum þannig að þau tryggðu þau réttindi stæði vilji til þess. Ekki þarf af þeim sökum að ganga svo langt að veita þar með öllu því regluverki frá Evrópusambandinu sem hefur verið og verður tekið upp í gegnum EES-samninginn í framtíðinni forgang á lagasetningu sem á sér innlendan uppruna. Virtir lögspekingar, eins og Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hafa annars sagt að sú leið sem til stendur að fara með frumvarpi Þorgerðar standist ekki fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Þess vegna hafi verið staðið að málum með þeim hætti sem raunin var varðandi bókun 35 í upphafi. Sjálfur er Markús ljóslega hlynntur því að innleiða bókunina með þeim hætti sem frumvarpið gerir ráð fyrir en telur einfaldlega að standa þurfi þá lögformlega rétt að þeim málum og breyta fyrst stjórnarskránni. Hvað EFTA-dómstólsinn varðar er hlutverk hans einfaldlega að skera úr um það hvort brotið hafi verið gegn EES-samingnum samkvæmt honum. Miklu nær er að fá úrskurð hans en að ætla að láta undan kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), sem er í raun ákæruvaldið í þessum efnum, eins og til stendur með frumvarpi Þorgerðar áður en látið er að minnsta kosti fyrst reyna á málið fyrir þeim dómstóli sem hefur það hlutverk að úrskurða um slíkt. Frumvarpið felur í sér algera uppgjöf í málinu. Fyrir EFTA-dómstólnum væri allavega möguleiki að niðurstaðan yrði okkur hagstæð. Formaður Viðreisnar sagði frumvarpið þýða að stjórnvöld hefðu forræði á málinu sem stenzt enga skoðun. Deginum ljósara er að efni þess felur í sér að látið yrði algerlega undan kröfum ESA. Væri sú ekki raunin myndi stofnunin eðli málsins samkvæmt halda samningsbrotamáli sínu gegn Íslandi til streitu þar til kröfurnar yrðu uppfylltar. Ekki sízt þegar skilaboðin frá íslenzkum stjórnvöldum eru þau að þau þori ekki að leita réttar síns fyrir EFTA-dómstólnum. Fremur en að gefast upp eins og til stendur af hálfu stjórnvalda er ekki spurning að láta reyna á málið fyrir dómstólnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókun 35 Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, í umræðum um frumvarp hennar um bókun 35 við EES-samninginn á Alþingi á dögunum að hún teldi meiri brag á því að hlýta tilmælum Hæstaréttar Íslands, sem hefði veitt skýra leiðsögn um það að bókunin hefði ekki verið innleidd með réttum hætti, „heldur en að fara með málið fyrir erlendan dómstól.“ Þetta er sama Þorgerður Katrín sem vill að Ísland gangi í Evrópusambandið þar sem æðsta dómsvaldið hér á landi yrði ekki lengur Hæstiréttur heldur dómstóll sambandsins. Hæstiréttur hefur fyrir það fyrsta ekki gefið nein tilmæli í þessum efnum heldur einfaldlega sagt að í tilteknu máli hafi einstaklingur ekki fengið fæðingarorlofsgreiðslur hér á landi eftir búsetu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins. Einfalt væri að breyta einfaldlega hérlendum lögum þannig að þau tryggðu þau réttindi stæði vilji til þess. Ekki þarf af þeim sökum að ganga svo langt að veita þar með öllu því regluverki frá Evrópusambandinu sem hefur verið og verður tekið upp í gegnum EES-samninginn í framtíðinni forgang á lagasetningu sem á sér innlendan uppruna. Virtir lögspekingar, eins og Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hafa annars sagt að sú leið sem til stendur að fara með frumvarpi Þorgerðar standist ekki fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Þess vegna hafi verið staðið að málum með þeim hætti sem raunin var varðandi bókun 35 í upphafi. Sjálfur er Markús ljóslega hlynntur því að innleiða bókunina með þeim hætti sem frumvarpið gerir ráð fyrir en telur einfaldlega að standa þurfi þá lögformlega rétt að þeim málum og breyta fyrst stjórnarskránni. Hvað EFTA-dómstólsinn varðar er hlutverk hans einfaldlega að skera úr um það hvort brotið hafi verið gegn EES-samingnum samkvæmt honum. Miklu nær er að fá úrskurð hans en að ætla að láta undan kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), sem er í raun ákæruvaldið í þessum efnum, eins og til stendur með frumvarpi Þorgerðar áður en látið er að minnsta kosti fyrst reyna á málið fyrir þeim dómstóli sem hefur það hlutverk að úrskurða um slíkt. Frumvarpið felur í sér algera uppgjöf í málinu. Fyrir EFTA-dómstólnum væri allavega möguleiki að niðurstaðan yrði okkur hagstæð. Formaður Viðreisnar sagði frumvarpið þýða að stjórnvöld hefðu forræði á málinu sem stenzt enga skoðun. Deginum ljósara er að efni þess felur í sér að látið yrði algerlega undan kröfum ESA. Væri sú ekki raunin myndi stofnunin eðli málsins samkvæmt halda samningsbrotamáli sínu gegn Íslandi til streitu þar til kröfurnar yrðu uppfylltar. Ekki sízt þegar skilaboðin frá íslenzkum stjórnvöldum eru þau að þau þori ekki að leita réttar síns fyrir EFTA-dómstólnum. Fremur en að gefast upp eins og til stendur af hálfu stjórnvalda er ekki spurning að láta reyna á málið fyrir dómstólnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun