Sport

Dag­skráin í dag: Fallslagur í Vestur­bænum og enski í al­gleymingi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Botnlið Bestu deildar karla, KR, tekur á móti Aftureldingu í gríðarlega mikilvægum fallslag í dag.
Botnlið Bestu deildar karla, KR, tekur á móti Aftureldingu í gríðarlega mikilvægum fallslag í dag. vísir/anton

Gríðarlega mikið er um að vera á sportrásum Sýnar. Meðal annars verður sýnt beint frá ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og Bestu deildum karla og kvenna í fótbolta.

Sýn Sport

Klukkan 11:10 hefst bein útsending frá leik Leeds United og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Klukkan 13:40 er komið að beinni útsendingu frá Doc Zone.

Klukkan 16:20 verður sýnt beint frá leik Chelsea og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Klukkan 18:35 hefjast Laugardagsmörkin þar sem öll mörkin úr leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni verða sýnd.

 Sýn Sport 2

Klukkan 13:40 hefst bein útsending frá leik Arsenal og West Ham United í ensku úrvalsdeildinni.

Klukkan 16:20 verður hægt að fylgjast með Data Zone frá leik Chelsea og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Sýn Sport 3

Klukkan 13:40 verður sýnt beint frá viðureign Manchester United og Sunderland í ensku úrvalsdeildinni.

Sýn Sport 4

Klukkan 11:00 hefst bein útsending frá Alfred Dunhill Links Championship á DP heimsmótaröðinni í golfi.

Klukkan 23:00 verður sýnt beint frá Lotte Championship á LPGA-mótaröðinni í golfi.

Sýn Sport Ísland

Klukkan 13:50 hefst bein útsending frá leik KR og Aftureldingar í Bestu deild karla.

Klukkan 19:45 verður sýnt beint frá viðureign Vals og Stjörnunnar í Bestu deild karla.

Klukkan 22:00 hefjast Subway tilþrifin þar sem sýnt verður frá öllu því helsta sem gerðist í leikjum dagsins í Bestu deild karla.

Sýn Sport Ísland 2

Klukkan 13:50 verður sýnt beint frá leik ÍBV og ÍA í Bestu deild karla.

Sýn Sport Ísland 3

Klukkan 13:50 er komið að beinni útsendingu frá leik FHL og Þórs/KA í Bestu deild kvenna.

Sýn Sport Ísland 4

Klukkan 16:05 hefst bein útsending frá leik Fram og Tindastóls í Bestu deild kvenna.

Sýn Sport Viaplay

Klukkan 09:25 verður sýnt beint frá þriðju æfingu fyrir Singapúr kappaksturinn í Formúlu 1.

Klukkan 12:55 hefst bein útsending frá tímatökunni fyrir Singapúr kappaksturinn.

Klukkan 14:05 er komið að beinni útsendingu frá leik Watford og Oxford United í ensku B-deildinni í fótbolta.

Klukkan 15:55 hefst bein útsending frá viðureign Leipzig og Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Klukkan 18:25 verður sýnt beint frá leik Dresden og Karlsruher í þýsku B-deildinni í fótbolta.

Klukkan 20:25 hefst bein útsending frá Drive for Cure 200 í Nascar Xfinity.

Klukkan 23:05 er svo komið að beinni útsendingu frá viðureign Tampa Bay Lightning og Florida Panthers í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×