Lífið

Keeping Up Appearances-leik­kona látin

Atli Ísleifsson skrifar
Patricia Routledge árið 2014.
Patricia Routledge árið 2014. Getty

Breska söng- og leikkonan Lafði Patricia Routledge, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Keeping Up Appearances, er látin. Hún varð 96 ára.

Sky News greinir frá andlátinu og vísar í yfirlýsingu frá umboðsmanni Routledge.

Routledge fór með hlutverk Hyacinth Bucket í þáttunum Keeping Up Appearances sem framleiddir voru fyrir BBC á árunum 1990 til 1995. Hún var tilnefnd til sjónvarpsverðlauna BAFTA í tvígang fyrir túlkun sína, 1992 og aftur 1993.

Þættirnir fjölluðu um hina sérlunduðu og snobbuðu Hyacinth Bucket sem fullyrðir ítrekað að eftirnafnið sé borið fram „Bouquet“. Hyacinth reynir þar að sannfæra aðra um æðri félagslega stöðu sína í samfélaginu og lítur hún á sig sem jafningja fólks í yfirstétt.

Routledge hóf leiklistarferil sinn í leikhúsi í Liverpool árið 1952 og birtist síðar á sviði á Broadway í New York árið 1966. Vann hún til Tony-verðlauna fyrir hlutverk sitt í söngleiknum Darling of the Day árið 1968.

Þá birtist hún meðal annars í kvikmyndum á borð við To Sir, with Love árið 1967 og Don't Raise the Bridge, Lower the River árið 1968.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.