Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2025 12:30 Það reyndist lítið gagn í liggjandi Brenden Aaronson þegar Antoine Semenyo mundaði skotfótinn um helgina. Getty/Alex Dodd Antoine Semenyo skoraði hálfótrúlegt mark fyrir Bournemouth um síðustu helgi. „Varnarleikur“ Leedsarans Brenden Aaronson pirraði að sjálfsögðu þá sem ekki eru með Semenyo í sínu Fantasy-liði í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Mörkin úr 2-2 jafntefli Leeds og Bournemouth má sjá hér að neðan en það var Semenyo sem kom Bournemouth í 1-0 með skoti beint úr aukaspyrnu, undir varnarvegg Leeds. Fimm stig í sarpinn fyrir þá sem stilla Semenyo upp í sínu Fantasy-liði en ekki fyrir Albert Guðmundsson, annan stjórnenda Fantasýn hlaðvarpsins, sem leyndi ekki pirringi sínum í þætti vikunnar. „Þetta er örugglega fyrsta aukaspyrnumarkið sem er skorað undir vegginn, síðan menn byrjuðu að leggjast á bakvið vegginn,“ sagði Albert pirraður en hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn. Umræðan um Semenyo-markið hefst eftir hálftíma. Vonbrigði Alberts beindust að sjálfsögðu að Aaronson: „Hann er fenginn í það hlutverk hjá Leeds að leggjast á bakvið vegginn en hann leggst bara ekkert á bakvið hann. Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu úti á kanti. Semenyo er náttúrulega bara klókur að sjá þetta og neglir undir vegginn. Jú, jú, í einhver skipti ver Darlow þetta en þetta var bara helvíti fast,“ sagði Albert. Félagi hans, Sindri Kamban, benti á að í Doczone á laugardaginn hefði kenning manna verið sú að Bandaríkjamenn, eins og Aaronson er, skildu einfaldlega ekki leikinn. „En þegar þú ert gæinn sem er fenginn til þess að leggjast, er það ekki smá niðurlægjandi?“ velti Albert fyrir sér. „Jú, þetta er einhver svona busavígsla,“ sagði Sindri. „Hann var alla vega ekki að nenna þessu og þetta varð niðurstaðan,“ sagði Albert. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan og finna alla þættina með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Hvernig hafa topparnir í íslenska flugbransanum staðið sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar til þessa? Strákarnir í Fantasýn veltu þessu fyrir sér í nýjasta hlaðvarpsþætti sínum. 1. október 2025 22:30 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Sjá meira
Mörkin úr 2-2 jafntefli Leeds og Bournemouth má sjá hér að neðan en það var Semenyo sem kom Bournemouth í 1-0 með skoti beint úr aukaspyrnu, undir varnarvegg Leeds. Fimm stig í sarpinn fyrir þá sem stilla Semenyo upp í sínu Fantasy-liði en ekki fyrir Albert Guðmundsson, annan stjórnenda Fantasýn hlaðvarpsins, sem leyndi ekki pirringi sínum í þætti vikunnar. „Þetta er örugglega fyrsta aukaspyrnumarkið sem er skorað undir vegginn, síðan menn byrjuðu að leggjast á bakvið vegginn,“ sagði Albert pirraður en hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn. Umræðan um Semenyo-markið hefst eftir hálftíma. Vonbrigði Alberts beindust að sjálfsögðu að Aaronson: „Hann er fenginn í það hlutverk hjá Leeds að leggjast á bakvið vegginn en hann leggst bara ekkert á bakvið hann. Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu úti á kanti. Semenyo er náttúrulega bara klókur að sjá þetta og neglir undir vegginn. Jú, jú, í einhver skipti ver Darlow þetta en þetta var bara helvíti fast,“ sagði Albert. Félagi hans, Sindri Kamban, benti á að í Doczone á laugardaginn hefði kenning manna verið sú að Bandaríkjamenn, eins og Aaronson er, skildu einfaldlega ekki leikinn. „En þegar þú ert gæinn sem er fenginn til þess að leggjast, er það ekki smá niðurlægjandi?“ velti Albert fyrir sér. „Jú, þetta er einhver svona busavígsla,“ sagði Sindri. „Hann var alla vega ekki að nenna þessu og þetta varð niðurstaðan,“ sagði Albert. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan og finna alla þættina með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Hvernig hafa topparnir í íslenska flugbransanum staðið sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar til þessa? Strákarnir í Fantasýn veltu þessu fyrir sér í nýjasta hlaðvarpsþætti sínum. 1. október 2025 22:30 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Sjá meira
Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Hvernig hafa topparnir í íslenska flugbransanum staðið sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar til þessa? Strákarnir í Fantasýn veltu þessu fyrir sér í nýjasta hlaðvarpsþætti sínum. 1. október 2025 22:30