Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2025 12:30 Það reyndist lítið gagn í liggjandi Brenden Aaronson þegar Antoine Semenyo mundaði skotfótinn um helgina. Getty/Alex Dodd Antoine Semenyo skoraði hálfótrúlegt mark fyrir Bournemouth um síðustu helgi. „Varnarleikur“ Leedsarans Brenden Aaronson pirraði að sjálfsögðu þá sem ekki eru með Semenyo í sínu Fantasy-liði í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Mörkin úr 2-2 jafntefli Leeds og Bournemouth má sjá hér að neðan en það var Semenyo sem kom Bournemouth í 1-0 með skoti beint úr aukaspyrnu, undir varnarvegg Leeds. Fimm stig í sarpinn fyrir þá sem stilla Semenyo upp í sínu Fantasy-liði en ekki fyrir Albert Guðmundsson, annan stjórnenda Fantasýn hlaðvarpsins, sem leyndi ekki pirringi sínum í þætti vikunnar. „Þetta er örugglega fyrsta aukaspyrnumarkið sem er skorað undir vegginn, síðan menn byrjuðu að leggjast á bakvið vegginn,“ sagði Albert pirraður en hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn. Umræðan um Semenyo-markið hefst eftir hálftíma. Vonbrigði Alberts beindust að sjálfsögðu að Aaronson: „Hann er fenginn í það hlutverk hjá Leeds að leggjast á bakvið vegginn en hann leggst bara ekkert á bakvið hann. Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu úti á kanti. Semenyo er náttúrulega bara klókur að sjá þetta og neglir undir vegginn. Jú, jú, í einhver skipti ver Darlow þetta en þetta var bara helvíti fast,“ sagði Albert. Félagi hans, Sindri Kamban, benti á að í Doczone á laugardaginn hefði kenning manna verið sú að Bandaríkjamenn, eins og Aaronson er, skildu einfaldlega ekki leikinn. „En þegar þú ert gæinn sem er fenginn til þess að leggjast, er það ekki smá niðurlægjandi?“ velti Albert fyrir sér. „Jú, þetta er einhver svona busavígsla,“ sagði Sindri. „Hann var alla vega ekki að nenna þessu og þetta varð niðurstaðan,“ sagði Albert. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan og finna alla þættina með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Hvernig hafa topparnir í íslenska flugbransanum staðið sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar til þessa? Strákarnir í Fantasýn veltu þessu fyrir sér í nýjasta hlaðvarpsþætti sínum. 1. október 2025 22:30 Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjá meira
Mörkin úr 2-2 jafntefli Leeds og Bournemouth má sjá hér að neðan en það var Semenyo sem kom Bournemouth í 1-0 með skoti beint úr aukaspyrnu, undir varnarvegg Leeds. Fimm stig í sarpinn fyrir þá sem stilla Semenyo upp í sínu Fantasy-liði en ekki fyrir Albert Guðmundsson, annan stjórnenda Fantasýn hlaðvarpsins, sem leyndi ekki pirringi sínum í þætti vikunnar. „Þetta er örugglega fyrsta aukaspyrnumarkið sem er skorað undir vegginn, síðan menn byrjuðu að leggjast á bakvið vegginn,“ sagði Albert pirraður en hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn. Umræðan um Semenyo-markið hefst eftir hálftíma. Vonbrigði Alberts beindust að sjálfsögðu að Aaronson: „Hann er fenginn í það hlutverk hjá Leeds að leggjast á bakvið vegginn en hann leggst bara ekkert á bakvið hann. Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu úti á kanti. Semenyo er náttúrulega bara klókur að sjá þetta og neglir undir vegginn. Jú, jú, í einhver skipti ver Darlow þetta en þetta var bara helvíti fast,“ sagði Albert. Félagi hans, Sindri Kamban, benti á að í Doczone á laugardaginn hefði kenning manna verið sú að Bandaríkjamenn, eins og Aaronson er, skildu einfaldlega ekki leikinn. „En þegar þú ert gæinn sem er fenginn til þess að leggjast, er það ekki smá niðurlægjandi?“ velti Albert fyrir sér. „Jú, þetta er einhver svona busavígsla,“ sagði Sindri. „Hann var alla vega ekki að nenna þessu og þetta varð niðurstaðan,“ sagði Albert. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan og finna alla þættina með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Hvernig hafa topparnir í íslenska flugbransanum staðið sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar til þessa? Strákarnir í Fantasýn veltu þessu fyrir sér í nýjasta hlaðvarpsþætti sínum. 1. október 2025 22:30 Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjá meira
Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Hvernig hafa topparnir í íslenska flugbransanum staðið sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar til þessa? Strákarnir í Fantasýn veltu þessu fyrir sér í nýjasta hlaðvarpsþætti sínum. 1. október 2025 22:30