Enski boltinn

Fékk ó­vart rautt spjald

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Wilder er knattspyrnustjóri Sheffield United en liðið hefur byrjað tímabilið skelfilega.
Chris Wilder er knattspyrnustjóri Sheffield United en liðið hefur byrjað tímabilið skelfilega. EPA/PETER POWELL

Knattspyrnustjóri Sheffield United fékk ekki að stýra liði sínu í seinni hálfleik á móti Southampton eftir atvik í hálfleik.

Chris Wilder fékk þá rauða spjaldið frá Adam Herczeg dómara.

Wilder var mjög pirraður á stöðunni en Sheffield United hafði fengið dæmda á sig vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks.  Southampton nýtti ekki vítið og United var enn yfir í hálfleik en Wilder var engu að síður mjög ósáttur.

Á leið sinni til búningsklefans þá sparkaði Wilder bolta upp í stúku og hitti því miður einn áhorfandann.

Wilder ætlaði sér ekki að hitta neinn og sá um leið mikið eftir þessu. Hann fór strax upp í stúku og bað áhorfandann óheppna afsökunar á þessu.

Þegar knattspyrnustjórinn kom aftur til baka niður á völlinn þá beið hins vegar dómarinn eftir honum með rauða spjaldið.

Sheffield United tapaði leiknum 2-1 og hefur þar með tapað öllum fjórum heimaleikjum tímabilsins og alls sjö sinnum í fyrstu átta leikjunum á leiktíðinni.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af atvikunu á Bramall Lane í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×