Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Smári Jökull Jónsson skrifar 30. september 2025 23:01 Hvert aðildarríki átti þrjá fulltrúa á ráðstefnunni. Valgerður Gíslason Flugvél sem hryðjuverkamenn tóku yfir og lentu á Keflavíkurflugvelli var á meðal verkefna á ráðstefnu þar sem líkt var eftir fundi aðildarríkja NATO. „Við viljum finna lausn þannig að farþegarnir komist heilir á húfi út því okkar skoðun er sú að NATO á ekki að vera í samningaviðræður við hryðjuverkastofnanir,“ sagði Urður Falsdóttir sem sat ráðstefnuna í dag og þurfti því ásamt öðrum þátttakendum að glíma við verkefnin sem þar voru sett fram. Urður var fulltrúi Bretlands á svokallaðri Módel-NATO ráðstefnu í Smiðju í þar sem tæplega hundrað ungir Íslendingar sátu ímyndaðan fund aðildarríkja NATO. Urður var ein af fulltrúum Bretlands og er hér ásamt fulltrúum Hollands og Lettlands.Valgerður Gíslason Markmiðið var að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvernig ætti að eiga við hryðjuverkamenn sem lentu flugvél með gíslum á Keflavíkurflugvelli. Öll aðildarríkin þurftu að komast að sameiginlegri niðurstöðu, líkt og þegar ákvarðanir eru teknar hjá NATO. „Við eigum ekki mikla samleið með Bandaríkjamönnum akkúrat núna en ég held að við munum ná þeim á okkar band fljótlega,“ bætti Urður við. Mikilvægt að kynna öryggis- og varnarmál fyrir ungu fólki Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu hjá utanríkisráðuneytinu, segir að á fundinum sé verið að líkja eftir starfi fastanefndar NATO. „Þetta er mjög mikilvægt fyrst og fremst sem leið til að kynna fyrir ungu fólki öryggis- og varnarmál og líka diplómasíu sem er stærsti hlutinn af starfi Atlantshafsbandalagssins. Þau eru að fara í gegnum þetta ferli að semja um texta, þetta er mjög gott veganesti fyrir fólk sem ætlar sér framtíð í öryggis- og varnarmálum.“ Fyrrum starfsmenn NATO voru gestir á ráðstefnunni.Valgerður Gíslason Auk samningaviðræðna fulltrúa aðildarþjóða þá kynntu fyrrum fastafulltrúi Íslands hjá NATO og fyrrum starfsmenn bandalagsins starf þess fyrir þátttakendum ráðstefnunnar. „Það var held ég mjög gagnlegt innlegg í viðræðurnar í dag. Þau eru ekki bara að eiga við þennan uppsetta veruleika heldur líka raunveruleg dæmi,“ bætti Jónas við. Reynsla sem nýtist þegar taka þarf stórar ákvarðanir seinna Urður segir að hún og hennar teymi hafi undirbúið sig vel fyrir ráðstefnuna. Fyrst og fremst þurfi að huga að hagsmunum heildarinnar en jafnframt gæta hagsmuna sinnar þjóðar. „Mann langar að gera eitthvað svona í framtíðinni. Ég held þetta sé frábær reynsla án þess að það hafi bein áhrif á eitthvað sérstakt þannig að ég verð með reynslu þegar ég þarf að taka stóru ákvarðanirnar seinna.“ Eva sést hér íbyggin á svip ásamt fulltrúum annarra aðildarríkja.Valgerður Gíslason Eva Valdís Jóhönnudóttir sat ráðstefnuna sem fulltrúi Þýskalands. Hún sagði hvetjandi að sjá hve margir sameiginlegir hagsmunir þjóðanna væru. Hún talaði um mikilvægi þess að NATO þróaði sínar aðgerðir. „Það sem virkaði fyrir tíu árum síðan virkar ekki endilega í dag. Það sem skiptir svo miklu máli er þessi samheldni, því ef hún er ekki til staðar þá erum við ekki að fara að þróa neitt nýtt.“ Utanríkismál NATO Ráðstefnur á Íslandi Öryggis- og varnarmál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
„Við viljum finna lausn þannig að farþegarnir komist heilir á húfi út því okkar skoðun er sú að NATO á ekki að vera í samningaviðræður við hryðjuverkastofnanir,“ sagði Urður Falsdóttir sem sat ráðstefnuna í dag og þurfti því ásamt öðrum þátttakendum að glíma við verkefnin sem þar voru sett fram. Urður var fulltrúi Bretlands á svokallaðri Módel-NATO ráðstefnu í Smiðju í þar sem tæplega hundrað ungir Íslendingar sátu ímyndaðan fund aðildarríkja NATO. Urður var ein af fulltrúum Bretlands og er hér ásamt fulltrúum Hollands og Lettlands.Valgerður Gíslason Markmiðið var að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvernig ætti að eiga við hryðjuverkamenn sem lentu flugvél með gíslum á Keflavíkurflugvelli. Öll aðildarríkin þurftu að komast að sameiginlegri niðurstöðu, líkt og þegar ákvarðanir eru teknar hjá NATO. „Við eigum ekki mikla samleið með Bandaríkjamönnum akkúrat núna en ég held að við munum ná þeim á okkar band fljótlega,“ bætti Urður við. Mikilvægt að kynna öryggis- og varnarmál fyrir ungu fólki Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu hjá utanríkisráðuneytinu, segir að á fundinum sé verið að líkja eftir starfi fastanefndar NATO. „Þetta er mjög mikilvægt fyrst og fremst sem leið til að kynna fyrir ungu fólki öryggis- og varnarmál og líka diplómasíu sem er stærsti hlutinn af starfi Atlantshafsbandalagssins. Þau eru að fara í gegnum þetta ferli að semja um texta, þetta er mjög gott veganesti fyrir fólk sem ætlar sér framtíð í öryggis- og varnarmálum.“ Fyrrum starfsmenn NATO voru gestir á ráðstefnunni.Valgerður Gíslason Auk samningaviðræðna fulltrúa aðildarþjóða þá kynntu fyrrum fastafulltrúi Íslands hjá NATO og fyrrum starfsmenn bandalagsins starf þess fyrir þátttakendum ráðstefnunnar. „Það var held ég mjög gagnlegt innlegg í viðræðurnar í dag. Þau eru ekki bara að eiga við þennan uppsetta veruleika heldur líka raunveruleg dæmi,“ bætti Jónas við. Reynsla sem nýtist þegar taka þarf stórar ákvarðanir seinna Urður segir að hún og hennar teymi hafi undirbúið sig vel fyrir ráðstefnuna. Fyrst og fremst þurfi að huga að hagsmunum heildarinnar en jafnframt gæta hagsmuna sinnar þjóðar. „Mann langar að gera eitthvað svona í framtíðinni. Ég held þetta sé frábær reynsla án þess að það hafi bein áhrif á eitthvað sérstakt þannig að ég verð með reynslu þegar ég þarf að taka stóru ákvarðanirnar seinna.“ Eva sést hér íbyggin á svip ásamt fulltrúum annarra aðildarríkja.Valgerður Gíslason Eva Valdís Jóhönnudóttir sat ráðstefnuna sem fulltrúi Þýskalands. Hún sagði hvetjandi að sjá hve margir sameiginlegir hagsmunir þjóðanna væru. Hún talaði um mikilvægi þess að NATO þróaði sínar aðgerðir. „Það sem virkaði fyrir tíu árum síðan virkar ekki endilega í dag. Það sem skiptir svo miklu máli er þessi samheldni, því ef hún er ekki til staðar þá erum við ekki að fara að þróa neitt nýtt.“
Utanríkismál NATO Ráðstefnur á Íslandi Öryggis- og varnarmál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira