Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. september 2025 11:58 Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir gjaldþrot Play koma til með að hafa áhrif. Vísir/Arnar Gjaldþrot Play er verulegt högg fyrir ferðaþjónustu hér á landi að minnsta kosti næstu mánuðina. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar og jafnframt að því fylgi nokkur óvissa þegar kemur að bókunum hjá ferðaþjónustufyrirtækjum í vetur. Strax í gær þegar tilkynnt var um gjaldþrotið var tólf flugferðum Play aflýst til og frá Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia átti Play 12% af flugframboði í þessum og næsta mánuði frá Keflavíkurflugvelli. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir gærdaginn hafa verið slæman fyrir ferðaþjónustu hér á landi. Þá séu margir í erfiðri stöðu sem áttu bókaðar ferðir með flugfélaginu á næstunni. „Manni verður náttúrulega fyrst hugsað til starfsfólksins og þeirra sem eru að missa vinnuna og síðan ekki síður þeirra sem eru svona strandaglópar hér og þar. Það eru verkefni sem þarf að leysa úr vonandi bara fljótt og vel.“ Gjaldþrotið hafi áhrif sér í lagi til skamms tíma. Blikur hafi verið á lofti í ferðaþjónustunni um tíma og minna bókað hjá ferðaþjónustufyrirtækjum en vonast var til. „Það er væntanlega töluvert af fólki sem átti bókanir með Play sem þarf þó annað hvort að taka ákvarðanir um hvort að það kaupi annan miða til þess að halda sig við plönin eða hvort það þarf að fara í endurgreiðslukröfu og bíði eftir því og fresti þá ferð eða eitthvað slíkt. Þannig þetta hefur vissulega óvissuáhrif og það hríslast niður ferðaþjónustukeðjuna. Það er svona ákveðin óvissa inn í veturinn nú þegar varðandi bókunarstöðu og annað. Við heyrum það á okkar félagsmönnum að fólk er ekkert allt of ánægt með það hvernig staðan er í inni í vetrarmánuðina. Við höfum verið að heyra frá stórum birgjum í Bandaríkjunum að þar er líka óvissa varðandi efnahagsástand og ferðavilja inn í næsta sumar. Þetta er eitthvað sem við verðum að reyna að fylgjast vel með og afla eins mikilla og góðar gagna um og við getum og sjá svo hvert stefnir. Það er alveg ljóst að þetta er verulegt högg inn í næstu mánuði.“ Isavia Keflavíkurflugvöllur Gjaldþrot Play Play Ferðaþjónusta Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Strax í gær þegar tilkynnt var um gjaldþrotið var tólf flugferðum Play aflýst til og frá Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia átti Play 12% af flugframboði í þessum og næsta mánuði frá Keflavíkurflugvelli. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir gærdaginn hafa verið slæman fyrir ferðaþjónustu hér á landi. Þá séu margir í erfiðri stöðu sem áttu bókaðar ferðir með flugfélaginu á næstunni. „Manni verður náttúrulega fyrst hugsað til starfsfólksins og þeirra sem eru að missa vinnuna og síðan ekki síður þeirra sem eru svona strandaglópar hér og þar. Það eru verkefni sem þarf að leysa úr vonandi bara fljótt og vel.“ Gjaldþrotið hafi áhrif sér í lagi til skamms tíma. Blikur hafi verið á lofti í ferðaþjónustunni um tíma og minna bókað hjá ferðaþjónustufyrirtækjum en vonast var til. „Það er væntanlega töluvert af fólki sem átti bókanir með Play sem þarf þó annað hvort að taka ákvarðanir um hvort að það kaupi annan miða til þess að halda sig við plönin eða hvort það þarf að fara í endurgreiðslukröfu og bíði eftir því og fresti þá ferð eða eitthvað slíkt. Þannig þetta hefur vissulega óvissuáhrif og það hríslast niður ferðaþjónustukeðjuna. Það er svona ákveðin óvissa inn í veturinn nú þegar varðandi bókunarstöðu og annað. Við heyrum það á okkar félagsmönnum að fólk er ekkert allt of ánægt með það hvernig staðan er í inni í vetrarmánuðina. Við höfum verið að heyra frá stórum birgjum í Bandaríkjunum að þar er líka óvissa varðandi efnahagsástand og ferðavilja inn í næsta sumar. Þetta er eitthvað sem við verðum að reyna að fylgjast vel með og afla eins mikilla og góðar gagna um og við getum og sjá svo hvert stefnir. Það er alveg ljóst að þetta er verulegt högg inn í næstu mánuði.“
Isavia Keflavíkurflugvöllur Gjaldþrot Play Play Ferðaþjónusta Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira