Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Árni Sæberg skrifar 30. september 2025 12:11 Kristrún Frostadóttir er forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að sér þætti ekki óeðlilegt ef farið verður yfir ákveðna þætti sem snúa að eftirliti með flugfélögum, í kjölfar falls Play. Kristrún var inn eftir viðbrögðum við falli Play í gær að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Á fundinum fóru forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra og atvinnuvegaráðherra yfir stöðuna sem komin er upp vegna rekstrarstöðvunar Play. Þá ræddi félags-, og húsnæðismálaráðherra áhrif og viðbrögð Vinnumálastofnunar vegna stöðvunar starfsemi Play. „Þetta er auðvitað erfið staða, sérstaklega fyrir starfsfólkið og fyrir þá farþega sem um ræðir. Við höfum auðvitað vitað af flestöllöll, fylgst með í fjölmiðlum, hvernig staða félagsins hefur verið að þróast. En auðvitað vissi enginn að hlutirnir færu eins og þeir fóru í gærmorgun,“ sagði Kristrún. Mikið eftirlit nú þegar Play er annað íslenska flugfélagið sem fer í gjaldþrot á aðeins rúmum fimm árum. Rekstur Wow air var stöðvaður árið 2019 og fall þess hafði mikil áhrif á þjóðarbúið. Í því samhengi segir Kristrún að henni þætti ekki óeðlilegt ef farið yrði yfir það hvernig eftirliti með flugfélögum er háttað hér á landi. „En ég vil samt leggja áherslu á það að það var mikið eftirlit með félaginu, eða það sem eðlilegt getur talist, sérstaklega þegar lá fyrir að rekstrarstaða fyrirtækisins var farin að veikjast. Og það var allt sem benti til þess að það væri nægt svigrúm í rekstrinum til að reka það fram til áramóta. En þetta er auðvitað ákvörðun sem er tekin af stjórn félagsins, að í rauninni loka félaginu eða ákveða að slíta því vegna þess að þau voru kannski ekki komin að endastöð.“ Viðbragðssveit í gangi Hún segir að undanfarinn sólarhring hafi viðbragðssveit verið í ganga í stjórnsýslunni til þess að meta áhrif örlaga Play á þjóðarbúið. Þá hafi verkferlar verið virkjaðir, meðal annars sem snúa að starfsfólki félagsins og ábyrgðar á launum þess. „Við þurfum auðvitað síðan að velta fyrir okkur efnahagslegu sjónarmiðunum. Þetta er auðvitað minna í umfangi en þegar Wow féll á sínum tíma. Þannig að fyrst og fremst snýst þetta að starfsfólkinu.“ Sjálfvirk kerfi fari í gang þegar 400 manns missa vinnuna, Ábyrgðarsjóður launa og Atvinnuleysistryggingasjóður. Hún hvetji starfsfólk til að leita réttar síns og segir að fylgst verði með því að það fái laun greidd samkvæmt sínum réttindum. „En ríkið auðvitað stendur sína plikt hvað þetta varðar.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Sjá meira
Kristrún var inn eftir viðbrögðum við falli Play í gær að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Á fundinum fóru forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra og atvinnuvegaráðherra yfir stöðuna sem komin er upp vegna rekstrarstöðvunar Play. Þá ræddi félags-, og húsnæðismálaráðherra áhrif og viðbrögð Vinnumálastofnunar vegna stöðvunar starfsemi Play. „Þetta er auðvitað erfið staða, sérstaklega fyrir starfsfólkið og fyrir þá farþega sem um ræðir. Við höfum auðvitað vitað af flestöllöll, fylgst með í fjölmiðlum, hvernig staða félagsins hefur verið að þróast. En auðvitað vissi enginn að hlutirnir færu eins og þeir fóru í gærmorgun,“ sagði Kristrún. Mikið eftirlit nú þegar Play er annað íslenska flugfélagið sem fer í gjaldþrot á aðeins rúmum fimm árum. Rekstur Wow air var stöðvaður árið 2019 og fall þess hafði mikil áhrif á þjóðarbúið. Í því samhengi segir Kristrún að henni þætti ekki óeðlilegt ef farið yrði yfir það hvernig eftirliti með flugfélögum er háttað hér á landi. „En ég vil samt leggja áherslu á það að það var mikið eftirlit með félaginu, eða það sem eðlilegt getur talist, sérstaklega þegar lá fyrir að rekstrarstaða fyrirtækisins var farin að veikjast. Og það var allt sem benti til þess að það væri nægt svigrúm í rekstrinum til að reka það fram til áramóta. En þetta er auðvitað ákvörðun sem er tekin af stjórn félagsins, að í rauninni loka félaginu eða ákveða að slíta því vegna þess að þau voru kannski ekki komin að endastöð.“ Viðbragðssveit í gangi Hún segir að undanfarinn sólarhring hafi viðbragðssveit verið í ganga í stjórnsýslunni til þess að meta áhrif örlaga Play á þjóðarbúið. Þá hafi verkferlar verið virkjaðir, meðal annars sem snúa að starfsfólki félagsins og ábyrgðar á launum þess. „Við þurfum auðvitað síðan að velta fyrir okkur efnahagslegu sjónarmiðunum. Þetta er auðvitað minna í umfangi en þegar Wow féll á sínum tíma. Þannig að fyrst og fremst snýst þetta að starfsfólkinu.“ Sjálfvirk kerfi fari í gang þegar 400 manns missa vinnuna, Ábyrgðarsjóður launa og Atvinnuleysistryggingasjóður. Hún hvetji starfsfólk til að leita réttar síns og segir að fylgst verði með því að það fái laun greidd samkvæmt sínum réttindum. „En ríkið auðvitað stendur sína plikt hvað þetta varðar.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Sjá meira