Fiorentina enn án sigurs eftir jafn­tefli í Toskana-slagnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert Guðmundsson var í strangri gæslu varnarmanna Pisa.
Albert Guðmundsson var í strangri gæslu varnarmanna Pisa. getty/Image Photo Agency

Lið Alberts Guðmundssonar, Fiorentina, hefur farið illa af stað í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Í dag gerði liðið markalaust jafntefli við nýliða Pisa í Toskana-slagnum.

Albert hóf leikinn í fremstu víglínu Fiorentina ásamt ítalska landsliðsmanninum Moise Kean. Þeim tókst ekki að sigrast á vörn Pisa í frekar lokuðum leik. Liðin áttu aðeins samtals þrjú skot á markið í leiknum.

Albert var tekinn af velli á 74. mínútu. Hann hefur leikið þrjá leiki í ítölsku úrvalsdeildinni og lagt upp eitt mark.

Fiorentina er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu fimm leiki sína í ítölsku úrvalsdeildinni en þetta er aðeins í fjórða sinn í sögu félagsins sem það gerist.

Pisa er með tvö stig í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar. Liðið vann sér sæti í efstu deild síðasta vor, eftir 34 ára fjarveru.

Næsti leikur Fiorentina er gegn Sigma Olomouc í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn. Næsti deildarleikur er svo gegn Roma á heimavelli á sunnudaginn kemur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira