Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2025 09:02 Stjörnukonur fagna sigurmarkinu gegn Breiðabliki í gærkvöld. vísir/Diego Það voru skoruð mögnuð mörk í Bestu deild kvenna í fótbolta í gærkvöld og nóg um að vera. Stjarnan frestaði Íslandsmeistarafögnuði Breiðabliks, Þróttur var 2-1 undir gegn Víkingi í uppbótartíma en vann, FH og Valur skildu jöfn og Þór/KA tryggði sæti sitt. Breiðablik hefði með sigri í gær getað orðið Íslandsmeistari annað árið í röð en Stjörnunni tókst að verða annað liðið í ár, á eftir FH, til að vinna Blika. Slæm meiðsli Elínar Helenu Karlsdóttur settu svartan blett á leikinn en breyta því ekki að Garðbæingar unnu 2-1, þrátt fyrir að hafa lent undir eftir mark Samönthu Smith. Stjarnan hefur verið að bjóða upp á leiftrandi skyndisóknir og þær Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir og Birna Jóhannsdóttir skoruðu mörk liðsins í seinni hálfleik. Í Laugardalnum var heldur betur dramatík og má hin 19 ára unglingalandsliðskona Bergdís Sveinsdóttir vera svekkt að tvö glæsimörk hennar skyldu ekki skila Víkingi neinum stigum. Katie Cousins hafði komið Þrótti yfir í leiknumen Bergdís kom Víkingi í 2-1 á 85. mínútu, rétt eftir að Jelena Tinna Kujundzic, miðvörður Þróttar, fékk rautt spjald. Manni færri skoraði Þróttur, eða réttara sagt Kayla Rollins, tvö mörk í uppbótartímanum og ótrúlegur sigur Þróttara staðreynd. Sigur Þróttar og 1-1 jafntefli FH við Val þýðir að FH og Þróttur eru nú jöfn að stigum í 2.-3. sæti en FH með betri markatölu, í harðri baráttu liðanna um Evrópusæti. Fanndís Friðriksdóttir skoraði sitt fjórða mark í mánuðinum með fallegu skoti en Thelma Karen Pálmadóttir jafnaði metin fyrir FH eftir að hafa stolið boltanum af Málfríði Önnu Eiríksdóttur. Tindastóll er svo kominn í afar erfiða stöðu í fallsæti, eftir 3-0 tap gegn Þór/KA í Boganum sem jafnframt þýðir að Þór/KA er öruggt um áframhaldandi veru í deildinni. Ellie Moreno, Sonja Björg Sigurðardóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir skoruðu mörk Akureyringa í þessum kærkomna sigri. Besta deild kvenna Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Sjá meira
Breiðablik hefði með sigri í gær getað orðið Íslandsmeistari annað árið í röð en Stjörnunni tókst að verða annað liðið í ár, á eftir FH, til að vinna Blika. Slæm meiðsli Elínar Helenu Karlsdóttur settu svartan blett á leikinn en breyta því ekki að Garðbæingar unnu 2-1, þrátt fyrir að hafa lent undir eftir mark Samönthu Smith. Stjarnan hefur verið að bjóða upp á leiftrandi skyndisóknir og þær Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir og Birna Jóhannsdóttir skoruðu mörk liðsins í seinni hálfleik. Í Laugardalnum var heldur betur dramatík og má hin 19 ára unglingalandsliðskona Bergdís Sveinsdóttir vera svekkt að tvö glæsimörk hennar skyldu ekki skila Víkingi neinum stigum. Katie Cousins hafði komið Þrótti yfir í leiknumen Bergdís kom Víkingi í 2-1 á 85. mínútu, rétt eftir að Jelena Tinna Kujundzic, miðvörður Þróttar, fékk rautt spjald. Manni færri skoraði Þróttur, eða réttara sagt Kayla Rollins, tvö mörk í uppbótartímanum og ótrúlegur sigur Þróttara staðreynd. Sigur Þróttar og 1-1 jafntefli FH við Val þýðir að FH og Þróttur eru nú jöfn að stigum í 2.-3. sæti en FH með betri markatölu, í harðri baráttu liðanna um Evrópusæti. Fanndís Friðriksdóttir skoraði sitt fjórða mark í mánuðinum með fallegu skoti en Thelma Karen Pálmadóttir jafnaði metin fyrir FH eftir að hafa stolið boltanum af Málfríði Önnu Eiríksdóttur. Tindastóll er svo kominn í afar erfiða stöðu í fallsæti, eftir 3-0 tap gegn Þór/KA í Boganum sem jafnframt þýðir að Þór/KA er öruggt um áframhaldandi veru í deildinni. Ellie Moreno, Sonja Björg Sigurðardóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir skoruðu mörk Akureyringa í þessum kærkomna sigri.
Besta deild kvenna Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Sjá meira