Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2025 07:23 Miklir vatnavextir eru á suðaustanverðu landinu eins og sjá má á myndinni. Myndin var tekin í morgun. Gauti Árnason Hringvegurinn við Jökulsá í Lóni rétt austan við Höfn er farinn í sundur vegna vatnavaxta. Um fimmtíu mmetra rof er á veginum og er óljóst er hvenær hægt verður að ljúka viðgerð á skemmdinni. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Höfn, segir í samtali við fréttastofu að varnargarður hafi gefið sig og vegurinn rofnað í kjölfarið. „Þetta er um fimmtíu metra kafli. Við erum að smala saman verktökum til að vinna að málum þegar minnkar í ánni en við vitum auðvitað ekki alveg hvenær það verður,“ segir Gunnlaugur Rúnar. Yfirgefinn bíll á kafi Á vef Vegagerðarinnar segir að fyrir nokkrum árum hafi verið bætt við varnargarði til að stýra vatni betur undir brúna og eldri garður hækkaður. „Það hefur ekki dugað til og er eldri garðurinn í sundur á um 100 metra kafla og því mikið álag á veginn sem hefur rofnað á þessum 50 metra kafla. Frá vettvangi.Gauti Árnason Vegagerðarmenn eru á staðnum og búið að leita til verktaka um að fara í verkið. Óljóst er þó á þessari stundu hvað langan tíma tekur að gera við. Aðstæður eru erfiðar þar sem mikill vatnsagi er á svæðinu auk þess erfitt getur reynst að ná í efni til viðgerðar af sömu ástæðu, það er gríðarlega mikð vatn í öllum ám á Suðausturlandi. Bíllinn sem sést á myndinni er yfirgefinn en vitað er að ökumaðurinn fékk far af staðnum og lögreglu hefur verið gert viðvart, ekki er ljóst hvað ökumaðurinn hugðist fyrir eða hversvegna hann lagði í vatnið í stað þess að snúa við,“ segir í tilkynningunni. Á vef Vegagerðarinnar má sjá að búið sé að setja upp lokunarpóst rétt austan Hafnar og þá sé vinnuflokkur að störfum á vettvangi. Veðurstofan spáir talsverðri eða mikilli rigningu á Vestur-, Suður- og Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum næstu daga, eða fram á mánudag. Varað hafði verið við að búast megi við vatnavöxtum í ám og lækjum á þessum svæðum. Sömuleiðis er aukin hætta á skriðuföllum, eins og aurskriðum og grjóthruni á þessum svæðum. Gauti Árnason starfsmaður Vegagerðarinnar og forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar var einn þeirra sem fór á vettvang og tók þessar myndir í morgun.Gauti Árnason Sveitarfélagið Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Von á mesta vindinum í marga mánuði Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og suðaustan þrettán til tuttugu metra á sekúndu og rigningu. Spáð er talsverðri eða mikilli úrkomu á suðaustanverðu landinu, en að létti til á Norðausturlandi. 26. september 2025 07:11 Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Gul viðvörun er í gildi fimmtudag og föstudag vegna mikillar rigningar sem spáð er á Vestur-, Suður- og Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum frá fimmtudegi fram á mánudag. 24. september 2025 13:18 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Höfn, segir í samtali við fréttastofu að varnargarður hafi gefið sig og vegurinn rofnað í kjölfarið. „Þetta er um fimmtíu metra kafli. Við erum að smala saman verktökum til að vinna að málum þegar minnkar í ánni en við vitum auðvitað ekki alveg hvenær það verður,“ segir Gunnlaugur Rúnar. Yfirgefinn bíll á kafi Á vef Vegagerðarinnar segir að fyrir nokkrum árum hafi verið bætt við varnargarði til að stýra vatni betur undir brúna og eldri garður hækkaður. „Það hefur ekki dugað til og er eldri garðurinn í sundur á um 100 metra kafla og því mikið álag á veginn sem hefur rofnað á þessum 50 metra kafla. Frá vettvangi.Gauti Árnason Vegagerðarmenn eru á staðnum og búið að leita til verktaka um að fara í verkið. Óljóst er þó á þessari stundu hvað langan tíma tekur að gera við. Aðstæður eru erfiðar þar sem mikill vatnsagi er á svæðinu auk þess erfitt getur reynst að ná í efni til viðgerðar af sömu ástæðu, það er gríðarlega mikð vatn í öllum ám á Suðausturlandi. Bíllinn sem sést á myndinni er yfirgefinn en vitað er að ökumaðurinn fékk far af staðnum og lögreglu hefur verið gert viðvart, ekki er ljóst hvað ökumaðurinn hugðist fyrir eða hversvegna hann lagði í vatnið í stað þess að snúa við,“ segir í tilkynningunni. Á vef Vegagerðarinnar má sjá að búið sé að setja upp lokunarpóst rétt austan Hafnar og þá sé vinnuflokkur að störfum á vettvangi. Veðurstofan spáir talsverðri eða mikilli rigningu á Vestur-, Suður- og Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum næstu daga, eða fram á mánudag. Varað hafði verið við að búast megi við vatnavöxtum í ám og lækjum á þessum svæðum. Sömuleiðis er aukin hætta á skriðuföllum, eins og aurskriðum og grjóthruni á þessum svæðum. Gauti Árnason starfsmaður Vegagerðarinnar og forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar var einn þeirra sem fór á vettvang og tók þessar myndir í morgun.Gauti Árnason
Sveitarfélagið Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Von á mesta vindinum í marga mánuði Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og suðaustan þrettán til tuttugu metra á sekúndu og rigningu. Spáð er talsverðri eða mikilli úrkomu á suðaustanverðu landinu, en að létti til á Norðausturlandi. 26. september 2025 07:11 Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Gul viðvörun er í gildi fimmtudag og föstudag vegna mikillar rigningar sem spáð er á Vestur-, Suður- og Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum frá fimmtudegi fram á mánudag. 24. september 2025 13:18 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Von á mesta vindinum í marga mánuði Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og suðaustan þrettán til tuttugu metra á sekúndu og rigningu. Spáð er talsverðri eða mikilli úrkomu á suðaustanverðu landinu, en að létti til á Norðausturlandi. 26. september 2025 07:11
Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Gul viðvörun er í gildi fimmtudag og föstudag vegna mikillar rigningar sem spáð er á Vestur-, Suður- og Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum frá fimmtudegi fram á mánudag. 24. september 2025 13:18