Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. september 2025 20:02 Herra Hnetusmjör gaf út lag sem heitir eftir myndlistarmanninum Ella Egilssyni. Samsett Myndlistamaðurinn Elli Egilsson Fox hélt fyrst að um grín væri að ræða þegar tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör gaf út lag sem heitir eftir honum. Hann er búsettur í Bandaríkjunum og málar íslenskt landslag eftir minni. „Ég vaknaði einn morguninn og Árni var búinn að senda mér eitthvað myndband. Þá var það hann á hlýrabol í hljóðveri að taka upp þetta viðlag. Hann var bara með þetta viðlag, þetta var bara einhver lína sem kom í höfuðið á honum þegar hann var að koma heim eitt kvöldið,“ segir Elli í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fyrr á árinu gaf Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, út lagið Elli Egils. Þar vísar hann í málverk málað af Ella sem prýddi veginn á heimili hans. „Ég set búnt á skenkinn, Elli Egils á vegginn“ „Það er mjög sérstök tilfinning því ég hef aldrei verið mikið fyrir sviðsljósið. Ég er voða mikið á vinnustofunni að mála og læt verkin tala fyrir sínu. En Árni og Þormóður sem gerðu lagið eru algjörir snillingar og ég heyrði strax að þetta yrði „hittari“ en ég hélt fyrst að þetta væri grín fyrst þegar hann sendi mér þetta,“ segir Elli. Málar íslenskt landslag eftir minni Elli er núna búsettur í Las Vegas og er þar með vinnustofu þar sem hann málar landslag. Hann segir myndlistarhæfileika sína alfarið koma frá föður hans, Agli Eðvarðssyni. Málverk Ella eru aðallega byggð á íslenskri náttúru en þrátt fyrir að hafa ákveðinn stað á Íslandi í huga málar hann eftir eigin minni. „Ég byrjaði að mála Herðubreið, það er eitt af fjöllunum sem ég hef ekki séð með mínum eigin augum,“ segir Elli. „Ég held það sé viðfangsefnið, þetta fallega landslag okkar Íslendinga. Ég reyni að fanga það eftir minni.“ Fyrst málaði Elli aðra hluti sem hann lýsir sem fígúrum og graff. Hann tók síðan algjöra beygju og fór að mála landslagsmyndir. „Ég held að það sé það sem ég náði að fanga, að verkin mín ná til flestra. Ég málaði ekki landslag áður fyrr, þá voru alls konar fígúrur og graff en það var ekki fyrr en fyrir tíu árum síðan að ég fattaði að mér fannst vanta klassískan landslagsmálara í mína kynslóð. Við erum með Tolla og Guðrúnu Kristjáns og pabba auðvitað, þau eru foreldrar okkar en mér fannst vanta einhvern á mínum aldri.“ Tónlist Myndlist Bandaríkin Bítið Bylgjan Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
„Ég vaknaði einn morguninn og Árni var búinn að senda mér eitthvað myndband. Þá var það hann á hlýrabol í hljóðveri að taka upp þetta viðlag. Hann var bara með þetta viðlag, þetta var bara einhver lína sem kom í höfuðið á honum þegar hann var að koma heim eitt kvöldið,“ segir Elli í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fyrr á árinu gaf Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, út lagið Elli Egils. Þar vísar hann í málverk málað af Ella sem prýddi veginn á heimili hans. „Ég set búnt á skenkinn, Elli Egils á vegginn“ „Það er mjög sérstök tilfinning því ég hef aldrei verið mikið fyrir sviðsljósið. Ég er voða mikið á vinnustofunni að mála og læt verkin tala fyrir sínu. En Árni og Þormóður sem gerðu lagið eru algjörir snillingar og ég heyrði strax að þetta yrði „hittari“ en ég hélt fyrst að þetta væri grín fyrst þegar hann sendi mér þetta,“ segir Elli. Málar íslenskt landslag eftir minni Elli er núna búsettur í Las Vegas og er þar með vinnustofu þar sem hann málar landslag. Hann segir myndlistarhæfileika sína alfarið koma frá föður hans, Agli Eðvarðssyni. Málverk Ella eru aðallega byggð á íslenskri náttúru en þrátt fyrir að hafa ákveðinn stað á Íslandi í huga málar hann eftir eigin minni. „Ég byrjaði að mála Herðubreið, það er eitt af fjöllunum sem ég hef ekki séð með mínum eigin augum,“ segir Elli. „Ég held það sé viðfangsefnið, þetta fallega landslag okkar Íslendinga. Ég reyni að fanga það eftir minni.“ Fyrst málaði Elli aðra hluti sem hann lýsir sem fígúrum og graff. Hann tók síðan algjöra beygju og fór að mála landslagsmyndir. „Ég held að það sé það sem ég náði að fanga, að verkin mín ná til flestra. Ég málaði ekki landslag áður fyrr, þá voru alls konar fígúrur og graff en það var ekki fyrr en fyrir tíu árum síðan að ég fattaði að mér fannst vanta klassískan landslagsmálara í mína kynslóð. Við erum með Tolla og Guðrúnu Kristjáns og pabba auðvitað, þau eru foreldrar okkar en mér fannst vanta einhvern á mínum aldri.“
Tónlist Myndlist Bandaríkin Bítið Bylgjan Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira