Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar 2. október 2025 08:01 Í framhaldsskólagreininni „Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati?“ var bent á að of mikil miðstýring gæti gert námið einsleitt, á meðan samræmdur kjarni með svigrúmi fyrir bundið og frjálst val gæti tryggt bæði jafnræði og fjölbreytni. En hvernig má útfæra slíkt í reynd? Stafbókarverkefnið – brú milli skólastiga Stafbókarverkefnið hefur verið í þróun í meira en áratug og felur í sér 13 ritrýndar bækur í félagsvísindum ásamt verkefnabanka með fjölda verkefna fyrir hverja bók. Verkefnið hefur verið tekið upp í 11 framhaldsskólum víða um land, meðal annars á starfsbrautum. Þrjár bækurnar eru sérstaklega hannaðar fyrir nemendur sem eru að ná tökum á íslensku eða eiga við annars konar áskoranir í námi. Markmiðið er að tryggja sambærilegt nám og undirbúning fyrir háskólastig með efni sem er aðgengilegt, sveigjanlegt og tengt beint við námskeið í háskólum. Verkefnið byggir þannig brú milli skólastiga og nýtir reynslu kennara sem hafa kennt í framhaldsskólum í áratugi. Spurningar sem skipta máli Í ljósi hugmynda um skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi vakna áleitnar spurningar: Á að búa til miðstýrt skólakerfi þar sem allt námsefni er samræmt? Hvaða áfangar munu halda sér – og hvaða áfangar falla út? Verða áfangarnir sjálfir líka miðstýrðir? Hvernig eiga áfangar að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til góðs undirbúnings fyrir háskólanám? Hverjir eiga að stýra og móta ferlið – ráðuneyti, svæðisskrifstofur eða kennarar sjálfir? Nýsköpun eða einsleitni? Stafbókarverkefnið er dæmi um hvernig hægt er að þróa námsefni sem mætir þessum kröfum. Það hefur ritrýnt gildi, er þegar í notkun í fjölda skóla og hefur sýnt að nýsköpun frá kennurum getur skapað námsefni og verkefnagerð sem nýtist fjölbreyttum hópi nemenda. En hverjir eiga að koma að því að samræma áherslur, kennsluefni og áfanga? Eiga kennarar að fá að leiða ferlið með eigin þekkingu og reynslu? Hvernig verður tekið mið af nemendum með ólíkan bakgrunn – innflytjendum, fötluðum nemendum eða þeim sem eru á starfsbrautum? Verður tryggt að fjölbreytt sjónarmið og efni fái að njóta sín, eða er hætta á að námsefnið verði einsleitt? Ef aðeins stórar útgáfur sem tengdar eru ríkinu fá vægi í ferlinu, er þá ekki verið að ýta nýsköpun og grasrótarkennurum út af borðinu? Er markmiðið að taka upp samræmt námsmat á milli skóla? Hver ber ábyrgð á að samræmt nám verði í raun hágæða og viðeigandi undirbúningur fyrir háskóla? Að lokum Ef markmiðið er að tryggja jöfn tækifæri og sambærilegt gæðanám, verður að tryggja að rödd nýsköpunar og reynslu kennara fái að heyrast – ekki aðeins þeirra sem standa útgáfum og kerfum næst. Höfundur er kennari og stofnandi bókaútgáfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bogi Ragnarsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í framhaldsskólagreininni „Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati?“ var bent á að of mikil miðstýring gæti gert námið einsleitt, á meðan samræmdur kjarni með svigrúmi fyrir bundið og frjálst val gæti tryggt bæði jafnræði og fjölbreytni. En hvernig má útfæra slíkt í reynd? Stafbókarverkefnið – brú milli skólastiga Stafbókarverkefnið hefur verið í þróun í meira en áratug og felur í sér 13 ritrýndar bækur í félagsvísindum ásamt verkefnabanka með fjölda verkefna fyrir hverja bók. Verkefnið hefur verið tekið upp í 11 framhaldsskólum víða um land, meðal annars á starfsbrautum. Þrjár bækurnar eru sérstaklega hannaðar fyrir nemendur sem eru að ná tökum á íslensku eða eiga við annars konar áskoranir í námi. Markmiðið er að tryggja sambærilegt nám og undirbúning fyrir háskólastig með efni sem er aðgengilegt, sveigjanlegt og tengt beint við námskeið í háskólum. Verkefnið byggir þannig brú milli skólastiga og nýtir reynslu kennara sem hafa kennt í framhaldsskólum í áratugi. Spurningar sem skipta máli Í ljósi hugmynda um skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi vakna áleitnar spurningar: Á að búa til miðstýrt skólakerfi þar sem allt námsefni er samræmt? Hvaða áfangar munu halda sér – og hvaða áfangar falla út? Verða áfangarnir sjálfir líka miðstýrðir? Hvernig eiga áfangar að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til góðs undirbúnings fyrir háskólanám? Hverjir eiga að stýra og móta ferlið – ráðuneyti, svæðisskrifstofur eða kennarar sjálfir? Nýsköpun eða einsleitni? Stafbókarverkefnið er dæmi um hvernig hægt er að þróa námsefni sem mætir þessum kröfum. Það hefur ritrýnt gildi, er þegar í notkun í fjölda skóla og hefur sýnt að nýsköpun frá kennurum getur skapað námsefni og verkefnagerð sem nýtist fjölbreyttum hópi nemenda. En hverjir eiga að koma að því að samræma áherslur, kennsluefni og áfanga? Eiga kennarar að fá að leiða ferlið með eigin þekkingu og reynslu? Hvernig verður tekið mið af nemendum með ólíkan bakgrunn – innflytjendum, fötluðum nemendum eða þeim sem eru á starfsbrautum? Verður tryggt að fjölbreytt sjónarmið og efni fái að njóta sín, eða er hætta á að námsefnið verði einsleitt? Ef aðeins stórar útgáfur sem tengdar eru ríkinu fá vægi í ferlinu, er þá ekki verið að ýta nýsköpun og grasrótarkennurum út af borðinu? Er markmiðið að taka upp samræmt námsmat á milli skóla? Hver ber ábyrgð á að samræmt nám verði í raun hágæða og viðeigandi undirbúningur fyrir háskóla? Að lokum Ef markmiðið er að tryggja jöfn tækifæri og sambærilegt gæðanám, verður að tryggja að rödd nýsköpunar og reynslu kennara fái að heyrast – ekki aðeins þeirra sem standa útgáfum og kerfum næst. Höfundur er kennari og stofnandi bókaútgáfu.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar