Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2025 07:40 Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra og Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra voru til svara á blaðamannafundi vegna dularfulls drónaflugs við flugvelli í Danmörku. AP/Emil Helms Þótt enn liggi ekki fyrir hver ber ábyrgð á drónaflugi við nokkra flugvelli í Danmörku á mánudaginn og í gærkvöldi er málið skoðað í samhengi við önnur tilfelli víðar í Evrópu að undanförnu þar sem rússnesk loftför hafa rofið lofthelgi NATO ríkja og netárásir sem hafa verið gerðar á stóra flugvelli. Fjölþáttaógnin sé ekki lengur bara ógn heldur árás. Dönsk stjórnvöld heita því að efla viðbragðsgetu og tækjabúnað viðbragðsaðila og hyggjast skýra löggjöf vegna drónavarna og íhuga hvort virkja eigi 4. grein NATO-sáttmálans. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra Danmerkur og varnarmálaráðherrans Troels Lund Poulsen á blaðamannafundi í morgun en þar voru yfirmaður danska hersins og ríkislögreglustjóri landsins einnig meðal þátttakenda. Fram kom á fundinum að um væri að ræða „fjölþáttaárás“ sem framkvæmd væri af „geranda með getu“ og um hafi verið að ræða „raunverulega aðgerð“. Hins vegar kom fram einnig að ekki væri talið að bein hernaðarleg ógn steðji að landinu. Drónaumferð varð til þess að umferð um flugvöllinn í Álaborg var lokað í gærkvöldi og þá sást til dróna einnig við þrjá aðra flugvelli á Jótlandi í gærkvöldi, þar á meðal sem eru á umráðasvæði hersins. Staðfest tilfelli drónaflugs áttu sér stað við flugvellina í Álaborg, Esbjerg, Sønderborg og Skrydstrup í gærkvöldi og þá olli drónaflug einnig mikilli röskun á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn á mánudagskvöldið. Þótt ekkert hafi verið staðfest ennþá er talið mögulegt að málin tengist með einhverjum hætti, ekki sé um að ræða einhver prakkarastrik eða áhugamannadróna sem almenningur geti keypt í verslun. Allt bendi til þess að um sé að ræða „geranda með getu“ sem hafi það að markmiði að skapa ringulreið, óróa og ótta í samfélaginu, stuðla að óöryggi og jafnvel sundrung í samfélaginu. Þetta kom fram í máli beggja ráðherra og ríkislögreglustjórans á fundinum í morgun. Sjá einnig: Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Ýtrekað var spurt á blaðamannafundinum hvers vegna drónarnir hafi ekki verið skotnir niður og voru svörin á sambærilega leið og í tilfelli drónaflugs í Kaupmannahöfn, það hafi ekki verið talið örugg aðgerð með tilliti til þess viðkvæma svæðis sem drónarnir gætu síðan lent á jörðinni. Þar að auki þurfi alltaf að meta hvaða aðferðum sé hægt að beita til að ná drónum niður úr loftinu. Því hafi sú ákvörðun verið tekin í ljósi aðstæðna að taka drónana ekki niður. Vísir fylgist áfram með framvindu málsins í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki strax hér að neðan er ráð að endurhlaða síðuna.
Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra Danmerkur og varnarmálaráðherrans Troels Lund Poulsen á blaðamannafundi í morgun en þar voru yfirmaður danska hersins og ríkislögreglustjóri landsins einnig meðal þátttakenda. Fram kom á fundinum að um væri að ræða „fjölþáttaárás“ sem framkvæmd væri af „geranda með getu“ og um hafi verið að ræða „raunverulega aðgerð“. Hins vegar kom fram einnig að ekki væri talið að bein hernaðarleg ógn steðji að landinu. Drónaumferð varð til þess að umferð um flugvöllinn í Álaborg var lokað í gærkvöldi og þá sást til dróna einnig við þrjá aðra flugvelli á Jótlandi í gærkvöldi, þar á meðal sem eru á umráðasvæði hersins. Staðfest tilfelli drónaflugs áttu sér stað við flugvellina í Álaborg, Esbjerg, Sønderborg og Skrydstrup í gærkvöldi og þá olli drónaflug einnig mikilli röskun á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn á mánudagskvöldið. Þótt ekkert hafi verið staðfest ennþá er talið mögulegt að málin tengist með einhverjum hætti, ekki sé um að ræða einhver prakkarastrik eða áhugamannadróna sem almenningur geti keypt í verslun. Allt bendi til þess að um sé að ræða „geranda með getu“ sem hafi það að markmiði að skapa ringulreið, óróa og ótta í samfélaginu, stuðla að óöryggi og jafnvel sundrung í samfélaginu. Þetta kom fram í máli beggja ráðherra og ríkislögreglustjórans á fundinum í morgun. Sjá einnig: Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Ýtrekað var spurt á blaðamannafundinum hvers vegna drónarnir hafi ekki verið skotnir niður og voru svörin á sambærilega leið og í tilfelli drónaflugs í Kaupmannahöfn, það hafi ekki verið talið örugg aðgerð með tilliti til þess viðkvæma svæðis sem drónarnir gætu síðan lent á jörðinni. Þar að auki þurfi alltaf að meta hvaða aðferðum sé hægt að beita til að ná drónum niður úr loftinu. Því hafi sú ákvörðun verið tekin í ljósi aðstæðna að taka drónana ekki niður. Vísir fylgist áfram með framvindu málsins í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki strax hér að neðan er ráð að endurhlaða síðuna.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Hernaður Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira