Innlent

3,2 stiga skjálfti í Mýr­dals­jökli

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Mýrdalsjökull.
Mýrdalsjökull. Vísir/Vilhelm

Skjálfti af stærðinni 3,2 mældist í Mýrdalsjökli rétt eftir klukkan eitt í nótt. Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa engar tilkynningar borist um að skjálftinn hafi fundist í byggð.

„Nokkuð er um jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli en síðast varð skjálfti af svipaðri stærð þann 6. september sl. en þá mældust tveir skjálftar um M3,0 að stærð,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×