Sport

Ís­land aldrei sent jafn fjöl­mennt lið á HM í utanvegahlaupum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andrea Kolbeinsdóttir er einn fremsti langhlaupari landsins.
Andrea Kolbeinsdóttir er einn fremsti langhlaupari landsins. Vísir/Bjarni

Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum fer fram á Canfranc-Pirineos á Spáni 25.-28. september. Tólf keppa fyrir Íslands hönd á HM og hafa aldrei verið fleiri.

Ísland sendir sex karla og sex konur til leiks á HM og taka þau þátt í tveimur vegalengdum; 45 kílómetra og 82 kílómetra. 

Keppni í 45 kílómetra hlaupi fer fram 26. september og keppni í 82 kílómetra hlaupi daginn eftir.

Þorbergur Ingi Jónsson, Sigurjón Ernir Sturluson, Andrea Kolbeinsdóttir, Guðfinna Björnsdóttir og Elísa Kristinsdóttir keppa í 82 kílómetra hlaupinu á HM.

Í 45 kílómetra hlaupinu keppa Þorsteinn Roy Jóhannsson, Grétar Örn Guðmundsson, Halldór Hermann Jónsson, Stefán Pálsson, Anna Berglind Pálmadóttir, Elín Edda Sigurðardóttir og Íris Anna Skúladóttir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×