Forsetahjónin á leið til Finnlands Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2025 13:38 Björn Skúlason og Halla Tómasdóttir forseti. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir forseti fer ásamt eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni, í ríkisheimsókn til Finnlands dagana 7. og 8. október. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að það séu forseti Finnlands, Alexander Stubb, og eiginkona hans, Suzanne Innes-Stubb, sem bjóði til þessarar heimsóknar og sé markmið hennar að styrkja hin góðu tengsl Íslands og Finnlands. „Í fylgdarliði forseta er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, ásamt opinberri sendinefnd. Samhliða ríkisheimsókninni fer viðskiptasendinefnd, leidd af Íslandsstofu, til Finnlands með fulltrúum 25 íslenskra fyrirtækja á sviði orkumála, hátækni og leikjaiðnaðar. Finnsku forsetahjónin bjóða íslensku forsetahjónin formlega velkomin til Finnlands framan við forsetahöllina í Helsinki að morgni þriðjudagsins 7. október. Í kjölfarið eiga forsetarnir fund innan dyra en að honum loknum svara þau spurningum blaðamanna. Meðal annarra dagskrárliða þennan dag er hádegisverður í boði Daniel Sazonov, borgarstjóra Helsinki, og heimsókn í þinghúsið þar sem forseti Íslands hittir þingforsetann Jussi Halla-aho. Að því loknu heldur hún til fundar við forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo, í embættisbústaðnum Kesäranta. Eftir hádegi heimsækja Björn Skúlason og Suzanne Innes-Stubb meðal annars veitingastaðinn Nolla, Ólympíuleikvanginn í Helsinki og höfuðstöðvar líftæknifyrirtækisins Solar Foods. Þessum fyrri degi heimsóknarinnar lýkur á kvöldverði sem finnsku forsetahjónin bjóða til í forsetahöllinni. Á miðvikudeginum, 8. október, halda forseti Íslands og maki til Espoo. Þau heimsækja m.a. miðstöð Nokia-fyrirtækisins í borginni og JA Yrityskylä, starfsþróunarvettvang þar sem skólabörnum úr 6. og 9. bekk gefst kostur á að setja sig í spor ólíkra fagstétta. Forsetahjónin sitja síðan hádegisverð í boði Kai Mykkänen, borgarstjóra Espoo. Þá liggur leiðin í Aalto-háskóla en þar taka forsetar landanna tveggja m.a. þátt í samræðu við nemendur um hlutverk leiðtoga á tímum hnattrænna breytinga. Síðdegis verður farið í heimsókn í Arkitekta- og hönnunarsafnið í Helsinki þar sem verið er að setja upp sýningu um Múmíndal finnsku skáldkonunnar Tove Jansson. Heimsókninni lýkur um kvöldið með gagnkvæmnismóttöku sem íslensku forsetahjónin bjóða til á veitingastaðnum Katajanokan Kasino í Helsinki. Þar skemmtir söngkonan GDRN gestum,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Finnland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að það séu forseti Finnlands, Alexander Stubb, og eiginkona hans, Suzanne Innes-Stubb, sem bjóði til þessarar heimsóknar og sé markmið hennar að styrkja hin góðu tengsl Íslands og Finnlands. „Í fylgdarliði forseta er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, ásamt opinberri sendinefnd. Samhliða ríkisheimsókninni fer viðskiptasendinefnd, leidd af Íslandsstofu, til Finnlands með fulltrúum 25 íslenskra fyrirtækja á sviði orkumála, hátækni og leikjaiðnaðar. Finnsku forsetahjónin bjóða íslensku forsetahjónin formlega velkomin til Finnlands framan við forsetahöllina í Helsinki að morgni þriðjudagsins 7. október. Í kjölfarið eiga forsetarnir fund innan dyra en að honum loknum svara þau spurningum blaðamanna. Meðal annarra dagskrárliða þennan dag er hádegisverður í boði Daniel Sazonov, borgarstjóra Helsinki, og heimsókn í þinghúsið þar sem forseti Íslands hittir þingforsetann Jussi Halla-aho. Að því loknu heldur hún til fundar við forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo, í embættisbústaðnum Kesäranta. Eftir hádegi heimsækja Björn Skúlason og Suzanne Innes-Stubb meðal annars veitingastaðinn Nolla, Ólympíuleikvanginn í Helsinki og höfuðstöðvar líftæknifyrirtækisins Solar Foods. Þessum fyrri degi heimsóknarinnar lýkur á kvöldverði sem finnsku forsetahjónin bjóða til í forsetahöllinni. Á miðvikudeginum, 8. október, halda forseti Íslands og maki til Espoo. Þau heimsækja m.a. miðstöð Nokia-fyrirtækisins í borginni og JA Yrityskylä, starfsþróunarvettvang þar sem skólabörnum úr 6. og 9. bekk gefst kostur á að setja sig í spor ólíkra fagstétta. Forsetahjónin sitja síðan hádegisverð í boði Kai Mykkänen, borgarstjóra Espoo. Þá liggur leiðin í Aalto-háskóla en þar taka forsetar landanna tveggja m.a. þátt í samræðu við nemendur um hlutverk leiðtoga á tímum hnattrænna breytinga. Síðdegis verður farið í heimsókn í Arkitekta- og hönnunarsafnið í Helsinki þar sem verið er að setja upp sýningu um Múmíndal finnsku skáldkonunnar Tove Jansson. Heimsókninni lýkur um kvöldið með gagnkvæmnismóttöku sem íslensku forsetahjónin bjóða til á veitingastaðnum Katajanokan Kasino í Helsinki. Þar skemmtir söngkonan GDRN gestum,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Finnland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira