„Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. september 2025 10:32 Þórdís hljóp sitt fyrsta bakgarðshlaup í fyrra en er í fremstu röð bakgarðshlaupara hér á landi. vísir / ívar Þórdís Ólöf Jónsdóttir hljóp tæpa þrjú hundruð kílómetra í bakgarðshlaupinu í Heiðmörk um helgina en ákvað þá að segja þetta gott, til að eyðileggja sig ekki alveg. Nú tekur við góð hvíld, enda allt kerfið í rugli. Þórdís hljóp 6,7 kílómetra langan hring í Heiðmörk 42 sinnum um helgina eða í heildina 281,4 kílómetra á 42 klukkutímum, sem er bæting um einn hring á hennar persónulega meti. „Þetta var frábær helgi. Markmiðið var að njóta og það tókst. Hljóp með frábæru fólki í geggjuðum aðstæðum og já, bara að njóta. En svo fór ég að meiðast og það ágerðist á svona fimm hringjum. Þegar það gerðist hugsaði ég að það væri bara betra að hætta núna heldur en að eyðileggja sig alveg.“ Þórdís var í góðum gír alla helgina. sportmyndir.is/guðmundur Hún endaði því í öðru sæti hlaupsins á eftir Guðjóni Inga Sigurðssyni, sem hljóp einum hring meira. „Heiður að hlaupa með honum og við gerðum þetta mikið í sameiningu. Það var milestone eftir milestone þarna á nokkrum hringjum. Við gerðum þetta í sameiningu, náðum brautarmeti og persónulegu meti hjá okkur báðum. Vorum bara að njóta… ...Við þekktumst vel fyrir en kynnumst auðvitað betur í svona hlaupi, þegar maður þarf að eyða mörgum klukkutímum með fólki. Maður getur talað um alls konar og talar eiginlega bara meira eftir því sem líður á. Til að dreifa huganum og hugsa um eitthvað annað.“ Eftir 42 klukkutíma af hlaupum er ekki nema von að líkaminn sé í sjokki en stirðir vöðvar eru ekki eina vandamálið sem fylgir svona álagi. „Ég get lítið borðað og ég sef lítið, allt kerfið hrynur, það er auðvitað ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma.“ Rætt var við Þórdísi í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Bakgarðshlaup Hlaup Heiðmörk Tengdar fréttir „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ „Ég var gjörsamlega að grillast í þessum hring,“ sagði Guðjón Ingi Sigurðsson eftir eina hringinn sem hann þurfti að hlaupa einn til að fagna sigri í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í nótt. Guðjón íhugaði að hætta strax í þriðja hring en endaði á að hlaupa 43 hringi og setja magnað brautarmet, á afmælisdegi bróður síns heitins. 22. september 2025 07:03 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sjá meira
Þórdís hljóp 6,7 kílómetra langan hring í Heiðmörk 42 sinnum um helgina eða í heildina 281,4 kílómetra á 42 klukkutímum, sem er bæting um einn hring á hennar persónulega meti. „Þetta var frábær helgi. Markmiðið var að njóta og það tókst. Hljóp með frábæru fólki í geggjuðum aðstæðum og já, bara að njóta. En svo fór ég að meiðast og það ágerðist á svona fimm hringjum. Þegar það gerðist hugsaði ég að það væri bara betra að hætta núna heldur en að eyðileggja sig alveg.“ Þórdís var í góðum gír alla helgina. sportmyndir.is/guðmundur Hún endaði því í öðru sæti hlaupsins á eftir Guðjóni Inga Sigurðssyni, sem hljóp einum hring meira. „Heiður að hlaupa með honum og við gerðum þetta mikið í sameiningu. Það var milestone eftir milestone þarna á nokkrum hringjum. Við gerðum þetta í sameiningu, náðum brautarmeti og persónulegu meti hjá okkur báðum. Vorum bara að njóta… ...Við þekktumst vel fyrir en kynnumst auðvitað betur í svona hlaupi, þegar maður þarf að eyða mörgum klukkutímum með fólki. Maður getur talað um alls konar og talar eiginlega bara meira eftir því sem líður á. Til að dreifa huganum og hugsa um eitthvað annað.“ Eftir 42 klukkutíma af hlaupum er ekki nema von að líkaminn sé í sjokki en stirðir vöðvar eru ekki eina vandamálið sem fylgir svona álagi. „Ég get lítið borðað og ég sef lítið, allt kerfið hrynur, það er auðvitað ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma.“ Rætt var við Þórdísi í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Bakgarðshlaup Hlaup Heiðmörk Tengdar fréttir „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ „Ég var gjörsamlega að grillast í þessum hring,“ sagði Guðjón Ingi Sigurðsson eftir eina hringinn sem hann þurfti að hlaupa einn til að fagna sigri í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í nótt. Guðjón íhugaði að hætta strax í þriðja hring en endaði á að hlaupa 43 hringi og setja magnað brautarmet, á afmælisdegi bróður síns heitins. 22. september 2025 07:03 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sjá meira
„Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ „Ég var gjörsamlega að grillast í þessum hring,“ sagði Guðjón Ingi Sigurðsson eftir eina hringinn sem hann þurfti að hlaupa einn til að fagna sigri í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í nótt. Guðjón íhugaði að hætta strax í þriðja hring en endaði á að hlaupa 43 hringi og setja magnað brautarmet, á afmælisdegi bróður síns heitins. 22. september 2025 07:03