Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. september 2025 13:19 Carney, Starmer og Albanese. samsett Forsætisráðherrar Kanada, Bretlands og Ástralíu hafa formlega viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Ekki er um að ræða óvæntar fregnir en höfðu þeir allir sagst ætla viðurkenna sjálfstæðið í september. Þeir tala allir gegn Hamas og krefjast þess að gíslar þeirra verði látnir lausir. „Kanada hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki og býður fram samstarf til að vinna að friðsamlegri framtíð fyrir Palestínu og Ísrael,“ stendur í færslu Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, á X en af löndunum þremur riðu þeir á vaðið. Með færslunni fylgir mynd af forsætisráðherranum þar sem hann skrifar undir yfirlýsinguna. Aujourd’hui, le Canada reconnaît l’État de Palestine. pic.twitter.com/luVUJXZqVB— Mark Carney (@MarkJCarney) September 21, 2025 „Síðan árið 1947 hefur það verið stefna allra kanadískra ríkisstjórna að styðja við tveggja ríkja lausn fyrir varanlegan frið í Miðausturlöndunum. Þetta felur í sér stofnun fullvalda, lýðræðislegs og lífvænlegs ríkis Palestínu sem byggir framtíð sína á friði og öryggi við hlið Ísraelsríkis,“ segir í yfirlýsingu Carney. Þar segir einnig að Hamas-samtökin, sem eru við stjórnvölinn á Gasa, hafi ógnað íbúum Ísrael og kúgað íbúa Gasa. Kanada kallar eftir því að Hamas láti alla gísla í þeirra haldi lausa og segi skilið við að stjórna Gasa. „Hamas hefur stolið frá palestínsku þjóðinni, svikið af henni líf og frelsi, og getur á engan hátt ráðið framtíð hennar.“ Carney kemur einnig inn á að ísraelsk yfirvöld berjist hart gegn því að Palestína verði viðurkennd sem sjálfstæð og komi upp ólöglegum nýlendubyggðum á þeirra landi. Ísrael hafi myrt þúsundir saklausra borgara og valdið hungursneyð. „Það er í þessu samhengi sem Kanada viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki.“ Löndin sem viðurkenna nú Palestínu sem sjálfstætt ríki.vísir/grafík Vilja einnig tveggja ríkja lausnina Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, birti þar á eftir yfirlýsingu um formlega viðurkenningu þeirra. „Með þessu viðurkennir Ástralía lögmætar og langþráðar vonir palestínsku þjóðarinnar um eigið ríki,“ stendur í yfirlýsingunni. Albanese tekur undir með tveggja ríkja lausninni líkt og Carney auk þess sem að Hamas eigi að láta af völdum þar. Ástralar hyggjast starfa með alþjóðasamfélaginu til að vinna að friði í Miðausturlöndunum. „Forseti palestínsku stjórnarinnar hefur ítrekað viðurkenningu þess á tilverurétti Ísraels og veitt Ástralíu beinar skuldbindingar, þar á meðal um að halda lýðræðislegar kosningar og koma á verulegum umbótum í fjármálum, stjórnarháttum og menntun.“ Starmer að lokum Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, var síðastur af ríkjunum þremur til að tilkynna viðurkenninguna. „Í dag, til að endurvekja vonina um frið og tveggja ríkja lausnina, lýsi ég yfir sem forsætisráðherra þessa lands, að Bretland viðurkennir formlega Palestínu sem sjálfstætt ríki,“ sagði hann í myndskeiði sem BBC greinir frá. Starmer segist hafa hitt breskar fjölskyldur gísla sem eru í haldi Hamas á Gasa og segist hafa séð pyndingarnar sem þau upplifa hvern dag. Hann kallar eftir því að allir gíslarnir verði látnir lausir úr haldi og munu Bretar halda áfram að berjast fyrir því að koma þeim heim. „Okkar krafa um tveggja ríkja lausn er andstæðan við ofbeldisfulla sýn Hamas,“ segir Starmer og leggur áherslu á að þessi lausn sé ekki verðlaun fyrir Hamas sem eigi að hörfa frá landinu. Ekki óvæntar fregnir Tilkynningarnar koma ekki upp úr þurru heldur höfðu öll ríkin tilkynnt í sumar að þau hygðust ætla að viðurkenna landið á þingi Sameinuðu þjóðanna sem er nú í september. Sjá nánar: Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Með þeim yfirlýsingum voru einnig ákveðin skilyrði. Til að mynda sagði Carney að til þess að viðurkenna landið þyrftu Palestínubúar að gera grundvallarbreytingar á stjórnarháttum sínum og halda almennar kosningar. Portúgal er einnig á meðal þeirra landa sem sögðust ætla að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Fréttin hefur verið uppfærð. Kanada Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Ástralía Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Sjá meira
„Kanada hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki og býður fram samstarf til að vinna að friðsamlegri framtíð fyrir Palestínu og Ísrael,“ stendur í færslu Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, á X en af löndunum þremur riðu þeir á vaðið. Með færslunni fylgir mynd af forsætisráðherranum þar sem hann skrifar undir yfirlýsinguna. Aujourd’hui, le Canada reconnaît l’État de Palestine. pic.twitter.com/luVUJXZqVB— Mark Carney (@MarkJCarney) September 21, 2025 „Síðan árið 1947 hefur það verið stefna allra kanadískra ríkisstjórna að styðja við tveggja ríkja lausn fyrir varanlegan frið í Miðausturlöndunum. Þetta felur í sér stofnun fullvalda, lýðræðislegs og lífvænlegs ríkis Palestínu sem byggir framtíð sína á friði og öryggi við hlið Ísraelsríkis,“ segir í yfirlýsingu Carney. Þar segir einnig að Hamas-samtökin, sem eru við stjórnvölinn á Gasa, hafi ógnað íbúum Ísrael og kúgað íbúa Gasa. Kanada kallar eftir því að Hamas láti alla gísla í þeirra haldi lausa og segi skilið við að stjórna Gasa. „Hamas hefur stolið frá palestínsku þjóðinni, svikið af henni líf og frelsi, og getur á engan hátt ráðið framtíð hennar.“ Carney kemur einnig inn á að ísraelsk yfirvöld berjist hart gegn því að Palestína verði viðurkennd sem sjálfstæð og komi upp ólöglegum nýlendubyggðum á þeirra landi. Ísrael hafi myrt þúsundir saklausra borgara og valdið hungursneyð. „Það er í þessu samhengi sem Kanada viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki.“ Löndin sem viðurkenna nú Palestínu sem sjálfstætt ríki.vísir/grafík Vilja einnig tveggja ríkja lausnina Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, birti þar á eftir yfirlýsingu um formlega viðurkenningu þeirra. „Með þessu viðurkennir Ástralía lögmætar og langþráðar vonir palestínsku þjóðarinnar um eigið ríki,“ stendur í yfirlýsingunni. Albanese tekur undir með tveggja ríkja lausninni líkt og Carney auk þess sem að Hamas eigi að láta af völdum þar. Ástralar hyggjast starfa með alþjóðasamfélaginu til að vinna að friði í Miðausturlöndunum. „Forseti palestínsku stjórnarinnar hefur ítrekað viðurkenningu þess á tilverurétti Ísraels og veitt Ástralíu beinar skuldbindingar, þar á meðal um að halda lýðræðislegar kosningar og koma á verulegum umbótum í fjármálum, stjórnarháttum og menntun.“ Starmer að lokum Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, var síðastur af ríkjunum þremur til að tilkynna viðurkenninguna. „Í dag, til að endurvekja vonina um frið og tveggja ríkja lausnina, lýsi ég yfir sem forsætisráðherra þessa lands, að Bretland viðurkennir formlega Palestínu sem sjálfstætt ríki,“ sagði hann í myndskeiði sem BBC greinir frá. Starmer segist hafa hitt breskar fjölskyldur gísla sem eru í haldi Hamas á Gasa og segist hafa séð pyndingarnar sem þau upplifa hvern dag. Hann kallar eftir því að allir gíslarnir verði látnir lausir úr haldi og munu Bretar halda áfram að berjast fyrir því að koma þeim heim. „Okkar krafa um tveggja ríkja lausn er andstæðan við ofbeldisfulla sýn Hamas,“ segir Starmer og leggur áherslu á að þessi lausn sé ekki verðlaun fyrir Hamas sem eigi að hörfa frá landinu. Ekki óvæntar fregnir Tilkynningarnar koma ekki upp úr þurru heldur höfðu öll ríkin tilkynnt í sumar að þau hygðust ætla að viðurkenna landið á þingi Sameinuðu þjóðanna sem er nú í september. Sjá nánar: Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Með þeim yfirlýsingum voru einnig ákveðin skilyrði. Til að mynda sagði Carney að til þess að viðurkenna landið þyrftu Palestínubúar að gera grundvallarbreytingar á stjórnarháttum sínum og halda almennar kosningar. Portúgal er einnig á meðal þeirra landa sem sögðust ætla að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kanada Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Ástralía Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent