Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. september 2025 20:50 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri heldur hér stoltur á viðurkenningunni en með honum eru þeir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands (t.h.) og Hafberg Þórisson, styrktaraðili verkefnisins. Tréð sést á milli þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tré ársins 2025 er magnað tré, sem vex í kletti nánast í miðri Ölfusá við Selfoss. Um er að ræða rúmlega fjörutíu ára gamalt sitkagreni, sem er orðið vel yfir níu metrar á hæð. Tréð var útnefnd af Skógræktarfélagi Íslands í gær á bökkum Ölfusár þar sem fjöldi fólks kom saman til að taka þátt í athöfninni. Bæjarstjóri Árborgar tók á móti viðurkenningunni og svo var boðið upp á tónlistarflutning, ræður, veitingar og skógakaffi að hætti Skógræktarmanna. Tréð vex í svonefndum Jórukletti þar sem tröllskessan Jóra kemur við sögu samkvæmt gömlum heimildum. „Það hefur vaxið hérna við mjög erfið skilyrði, náð að halda velli þrátt fyrir storma og jökulkrapa, sem hefur komið hérna og skollið á klettinum og jafnvel farið aðeins upp á hann,“ segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands. Spilað var á trompeta og túbur við athöfnina á bökkum Ölfusár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógfræðingar hafa mælt tréð og niðurstaðan er sú að það er 9 metrar og 40 sentimetra hátt og það er rúmlega 40 ára gamalt en hvernig það varð til í klettinum virðist engin vita. Tréð var mælt í gær og var niðurstaðan sú að það sé 9 metrar og 40 sentímetrar á hæð og aldur þess sé rúmlega 40 ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta vekur athygli, við sjáum það að ferðamenn eru mjög duglegir að taka myndir hérna og í rauninni heimamenn líka því í árstíðarlitunum er mjög skemmtilegt að sjá tréð“, segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Bragi segir að jólaljós verði tendruð á trénu fyrir jól. Hér sést tréð vel á klettinum í Ölfusá við Selfoss. Formaður Skógræktarfélags Selfoss er að sjálfsögðu alsæll með Tré ársins en hvað finnst honum merkilegast við tréð? „Ég held að það sé nú að það skuli hanga þarna yfirleitt uppi í öllum veðrum. Þetta er orðið það hátt tré að maður býst alveg eins við að það fjúki í einhverju rokinu,“ segir Örn Óskarsson en þess má geta að Skógræktarfélag Selfoss fagnar 40 ára afmæli 1. október en haldið verður upp á það laugardaginn 4. október. Örn Óskarsson, formaður Skógræktarfélags Selfoss með barnabörnum sínum við athöfnina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skógrækt og landgræðsla Tré Tengdar fréttir Tímamótatré valið tré ársins Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló máli á hæsta tré landsins í dag og reyndist það vera 30,15 metrar á hæð. 12. september 2022 22:57 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Tréð var útnefnd af Skógræktarfélagi Íslands í gær á bökkum Ölfusár þar sem fjöldi fólks kom saman til að taka þátt í athöfninni. Bæjarstjóri Árborgar tók á móti viðurkenningunni og svo var boðið upp á tónlistarflutning, ræður, veitingar og skógakaffi að hætti Skógræktarmanna. Tréð vex í svonefndum Jórukletti þar sem tröllskessan Jóra kemur við sögu samkvæmt gömlum heimildum. „Það hefur vaxið hérna við mjög erfið skilyrði, náð að halda velli þrátt fyrir storma og jökulkrapa, sem hefur komið hérna og skollið á klettinum og jafnvel farið aðeins upp á hann,“ segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands. Spilað var á trompeta og túbur við athöfnina á bökkum Ölfusár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógfræðingar hafa mælt tréð og niðurstaðan er sú að það er 9 metrar og 40 sentimetra hátt og það er rúmlega 40 ára gamalt en hvernig það varð til í klettinum virðist engin vita. Tréð var mælt í gær og var niðurstaðan sú að það sé 9 metrar og 40 sentímetrar á hæð og aldur þess sé rúmlega 40 ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta vekur athygli, við sjáum það að ferðamenn eru mjög duglegir að taka myndir hérna og í rauninni heimamenn líka því í árstíðarlitunum er mjög skemmtilegt að sjá tréð“, segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Bragi segir að jólaljós verði tendruð á trénu fyrir jól. Hér sést tréð vel á klettinum í Ölfusá við Selfoss. Formaður Skógræktarfélags Selfoss er að sjálfsögðu alsæll með Tré ársins en hvað finnst honum merkilegast við tréð? „Ég held að það sé nú að það skuli hanga þarna yfirleitt uppi í öllum veðrum. Þetta er orðið það hátt tré að maður býst alveg eins við að það fjúki í einhverju rokinu,“ segir Örn Óskarsson en þess má geta að Skógræktarfélag Selfoss fagnar 40 ára afmæli 1. október en haldið verður upp á það laugardaginn 4. október. Örn Óskarsson, formaður Skógræktarfélags Selfoss með barnabörnum sínum við athöfnina.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skógrækt og landgræðsla Tré Tengdar fréttir Tímamótatré valið tré ársins Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló máli á hæsta tré landsins í dag og reyndist það vera 30,15 metrar á hæð. 12. september 2022 22:57 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Tímamótatré valið tré ársins Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló máli á hæsta tré landsins í dag og reyndist það vera 30,15 metrar á hæð. 12. september 2022 22:57