Píratar taka upp formannsembætti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. september 2025 19:55 Alexandra Briem er borgarfulltrúi Pírata og situr í framkvæmdastjórn flokksins. Hún hefur ekki ákveðið hvort hún bjóði fram krafta sína sem formaður eða varaformaður flokksins á næsta aðalfundi. Vísir/Ívar Fannar Píratar samþykktu á aðalfundi flokksins í dag að taka upp bæði formanns- og varaformannsembætti. Meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins segir að tillagan felist í að skilgreina ákveðið vald og ákveðna ábyrgð, sem annars eigi til með að lenda óformlega annars staðar. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og meðlimur í framkvæmdastjórn, segir að um sé að ræða stærstu breytingu á skipulagi Pírata frá stofnun flokksins 2012, sem hefur verið formannslaus frá upphafi. „Ég held það sé mikilvægt að hafa ákveðið umboð með skýrum ákvæðum. Annars getur fólk sem er kannski sterkir persónuleikar sankað að sér áhrifum án þess að þau séu sérstaklega skilgreind,“ segir hún. „Við erum ennþá grasrótarflokkur, en grasrótin getur haft tækifæri til að fela ákveðið traust í einhverjum til að hafa frumkvæði, og til að bera ábyrgð.“ Formannsleysið hafi skapað önnur vandamál Alexandra segir að Píratar hafi ekki viljað hafa formann öll þessi ár til að aðgreina sig frá hinum hefðbundna flokkastrúktúr, til að leggja áherslu á að Píratar snerust um stefnu en ekki einstaklinga. „En reynslan hefur sýnt að með því að vera of tortryggin á þetta uppgötvuðum við önnur vandamál í staðinn.“ „Þetta verður kannski ekki eins og formaður í öðrum flokkum, það verður ekki æðsti prestur sem getur rekið fólk eftir geðþótta. En það verður einhver sem mun hafa þetta hlutverk, mun leiða flokkinn ef við skyldum taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum til dæmis.“ „Þetta þýðir bara að við vitum hver hefur umboðið, og það er hægt að fjarlægja það ef einhver stendur ekki undir því. Það er hægt að lýsa yfir vantrausti ef svo ber undir.“ Annar aðalfundur á næstu mánuðum Alexandra segir að lagabreytingin hafi verið sú umdeildasta af þeim sem samþykktar voru á fundinum, en hún hafi þó verið samþykkt með ríflega sjötíu prósent atkvæða. Aukaaðalfundur muni fara fram eftir einn eða tvo mánuði, þar sem kosið verður í embættin og aðrar stjórnir flokksins. Íhugar þú framboð í formann eða varaformann? „Ég er núna í framkvæmdastjórn, og það er ekkert ósennilegt að ég vilji áfram vera í stjórn. En ég þarf aðeins að hugsa hvort ég vilji gefa kost á mér sem formaður eða varaformaður.“ „Eins og ég segi, ég hef alveg áhuga á þessu, en það er alls konar sem gæti haft áhrif.“ Píratar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og meðlimur í framkvæmdastjórn, segir að um sé að ræða stærstu breytingu á skipulagi Pírata frá stofnun flokksins 2012, sem hefur verið formannslaus frá upphafi. „Ég held það sé mikilvægt að hafa ákveðið umboð með skýrum ákvæðum. Annars getur fólk sem er kannski sterkir persónuleikar sankað að sér áhrifum án þess að þau séu sérstaklega skilgreind,“ segir hún. „Við erum ennþá grasrótarflokkur, en grasrótin getur haft tækifæri til að fela ákveðið traust í einhverjum til að hafa frumkvæði, og til að bera ábyrgð.“ Formannsleysið hafi skapað önnur vandamál Alexandra segir að Píratar hafi ekki viljað hafa formann öll þessi ár til að aðgreina sig frá hinum hefðbundna flokkastrúktúr, til að leggja áherslu á að Píratar snerust um stefnu en ekki einstaklinga. „En reynslan hefur sýnt að með því að vera of tortryggin á þetta uppgötvuðum við önnur vandamál í staðinn.“ „Þetta verður kannski ekki eins og formaður í öðrum flokkum, það verður ekki æðsti prestur sem getur rekið fólk eftir geðþótta. En það verður einhver sem mun hafa þetta hlutverk, mun leiða flokkinn ef við skyldum taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum til dæmis.“ „Þetta þýðir bara að við vitum hver hefur umboðið, og það er hægt að fjarlægja það ef einhver stendur ekki undir því. Það er hægt að lýsa yfir vantrausti ef svo ber undir.“ Annar aðalfundur á næstu mánuðum Alexandra segir að lagabreytingin hafi verið sú umdeildasta af þeim sem samþykktar voru á fundinum, en hún hafi þó verið samþykkt með ríflega sjötíu prósent atkvæða. Aukaaðalfundur muni fara fram eftir einn eða tvo mánuði, þar sem kosið verður í embættin og aðrar stjórnir flokksins. Íhugar þú framboð í formann eða varaformann? „Ég er núna í framkvæmdastjórn, og það er ekkert ósennilegt að ég vilji áfram vera í stjórn. En ég þarf aðeins að hugsa hvort ég vilji gefa kost á mér sem formaður eða varaformaður.“ „Eins og ég segi, ég hef alveg áhuga á þessu, en það er alls konar sem gæti haft áhrif.“
Píratar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira