Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. september 2025 22:43 Helgi Magnús Gunnarsson var vararíkissaksóknari í þrettán ár. Vísir/Lýður Valberg Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, segir að fyrrverandi samstarfsmenn sínir hafi flykt sér á bak við Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og sleikt hana upp eftir að deilurnar hófust þeirra á milli. Hann hefur ekkert heyrt frá þeim eftir að tilkynnt var um starfslok hans eftir þrettán ára samstarf. „Þetta er fyrst og fremst lærdómsríkt, þetta kennir manni á mannlegt eðli. Maður er hissa, heldur að maður sé að koma vel fram við fólk, maður lítur á fólk sem vinnufélaga sína og vini en svo áttar maður sig á því að það skiptir engu máli því fólk er með agenda. Það heldur að það sé gott fyrir sinn career að koma fram eins og ég veit ekki...“ Þetta segir Helgi Magnús í ítarlegu viðtali við Odd Ævar Gunnarsson um starfslokin, hótanir sem hann og fjölskylda hans sætti af hálfu Mohammad Kourani og margt fleira, sem birt var í dag á Vísi. „Jón og Gunna úti í bæ er fólkið sem sýnir þér hlýju og samstöðu, á meðan fólkið sem þú hélst að stæði þér nær, er mjög fljótt að snúa við þér bakinu.“ Sér ekki eftir neinu Helgi Magnús sér ekki eftir neinum ummælum sem hann hefur látið falla á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum. „Nei ég hef aldrei séð eftir því. Ég held ég hafi lært af því, þroskast á því, ég get alveg sagt þér að allt sem ég hef skrifað á Facebook, ég get staðið við það. Ég skammast mín ekki fyrir að hafa sagt það.“ Eftir að hafa sætt hótunum af hálfu Mohammad Kourani, segir Helgi að hann hafi frekar orðið var við það hjá sínum yfirmanni að hún gerði lítið úr því frekar en að taka hótununum alvarlega. Útlendingalögin til skammar Helgi segir að útlendingalögin sem samþykkt voru árið 2016 séu öllum sem samþykktu þau til skammar. Mál Mohammad sýni hvernig kerfið sé gallað. „Það verður að gera samning við þennan mann, um það að hann ætli að fara og ekki koma til baka. En við höfum enga tryggingu fyrir því að hann verði ekki kominn aftur daginn eftir.“ „Við erum búin að horfa upp á það í mörg ár, að það eru mörg dæmi um það að lögreglumenn eru að flytja 2-3 menn, jafnvel hættulega menn, leigja 2-3 raðir í flugvél til að geta flutt þá án þess að þeir trufli aðra farþega. Það er verið að flytja þá úr landi á grundvelli brottvísunar.“ „Svo þegar búið er að sleppa þeim út á flugvellinum þangað sem þeir eru fluttir, þá eru þeir komnir upp í vél og komnir heim á undan lögreglumönnunum. Og við látum þetta viðgangast.“ Helgi segir að hann yrði ekki hissa þó Mohammad kæmi hingað til lands daginn eftir að hann færi, og bæði aftur um hæli. „Yfirvöld myndu þá komast að því að vegna mannréttinda hans þá þyrfti að fara í gegnum eitthvað ferli að neita honum eða taka afstöðu til kröfu hans um alþjóðlega vernd, það kæmi mér ekki einu sinni á óvart.“ Helgi hefur ýmislegt fyrir stafni þessi misserin en hann segist hafa verið að smíða mikið í sumar. „Ég er með kot vestur í Arnarfirði, er búinn að vera dunda mér við það og gera við húsið hérna heima líka. Hér voru farnir að fúna gluggar og svona. Svo ákvað ég að ná í lögmannaréttindi mín.“ „Ég ætla nú ekki á kaf í lögmennsku, opna stofu og vera þar 8-17, en ég ætla að taka að mér verkefni og reyna velja eitthvað sem hentar mér og minni þekkingu.“ „Það er nóg að gera, ég kann ekkert illa við þennan breytta veruleika, en á eftir að fóta mig aðeins í honum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1. ágúst 2024 08:01 Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Helgi Magnús Gunnarsson, sem lét nýlega af embætti vararíkissaksóknara, hefur fengið lögmannsréttindin sín afhent á ný eftir að þau höfðu legið inni í 24 ár. Hann stefnir á sjálfstæðan rekstur sem lögmaður en mögulegar tekjur sem hann hefur af honum munu engin áhrif hafa á eftirlaun hans hjá ríkinu. Níu ár eru í að hann nái eftirlaunaaldri. 28. ágúst 2025 08:31 Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. 16. júní 2025 17:32 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
„Þetta er fyrst og fremst lærdómsríkt, þetta kennir manni á mannlegt eðli. Maður er hissa, heldur að maður sé að koma vel fram við fólk, maður lítur á fólk sem vinnufélaga sína og vini en svo áttar maður sig á því að það skiptir engu máli því fólk er með agenda. Það heldur að það sé gott fyrir sinn career að koma fram eins og ég veit ekki...“ Þetta segir Helgi Magnús í ítarlegu viðtali við Odd Ævar Gunnarsson um starfslokin, hótanir sem hann og fjölskylda hans sætti af hálfu Mohammad Kourani og margt fleira, sem birt var í dag á Vísi. „Jón og Gunna úti í bæ er fólkið sem sýnir þér hlýju og samstöðu, á meðan fólkið sem þú hélst að stæði þér nær, er mjög fljótt að snúa við þér bakinu.“ Sér ekki eftir neinu Helgi Magnús sér ekki eftir neinum ummælum sem hann hefur látið falla á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum. „Nei ég hef aldrei séð eftir því. Ég held ég hafi lært af því, þroskast á því, ég get alveg sagt þér að allt sem ég hef skrifað á Facebook, ég get staðið við það. Ég skammast mín ekki fyrir að hafa sagt það.“ Eftir að hafa sætt hótunum af hálfu Mohammad Kourani, segir Helgi að hann hafi frekar orðið var við það hjá sínum yfirmanni að hún gerði lítið úr því frekar en að taka hótununum alvarlega. Útlendingalögin til skammar Helgi segir að útlendingalögin sem samþykkt voru árið 2016 séu öllum sem samþykktu þau til skammar. Mál Mohammad sýni hvernig kerfið sé gallað. „Það verður að gera samning við þennan mann, um það að hann ætli að fara og ekki koma til baka. En við höfum enga tryggingu fyrir því að hann verði ekki kominn aftur daginn eftir.“ „Við erum búin að horfa upp á það í mörg ár, að það eru mörg dæmi um það að lögreglumenn eru að flytja 2-3 menn, jafnvel hættulega menn, leigja 2-3 raðir í flugvél til að geta flutt þá án þess að þeir trufli aðra farþega. Það er verið að flytja þá úr landi á grundvelli brottvísunar.“ „Svo þegar búið er að sleppa þeim út á flugvellinum þangað sem þeir eru fluttir, þá eru þeir komnir upp í vél og komnir heim á undan lögreglumönnunum. Og við látum þetta viðgangast.“ Helgi segir að hann yrði ekki hissa þó Mohammad kæmi hingað til lands daginn eftir að hann færi, og bæði aftur um hæli. „Yfirvöld myndu þá komast að því að vegna mannréttinda hans þá þyrfti að fara í gegnum eitthvað ferli að neita honum eða taka afstöðu til kröfu hans um alþjóðlega vernd, það kæmi mér ekki einu sinni á óvart.“ Helgi hefur ýmislegt fyrir stafni þessi misserin en hann segist hafa verið að smíða mikið í sumar. „Ég er með kot vestur í Arnarfirði, er búinn að vera dunda mér við það og gera við húsið hérna heima líka. Hér voru farnir að fúna gluggar og svona. Svo ákvað ég að ná í lögmannaréttindi mín.“ „Ég ætla nú ekki á kaf í lögmennsku, opna stofu og vera þar 8-17, en ég ætla að taka að mér verkefni og reyna velja eitthvað sem hentar mér og minni þekkingu.“ „Það er nóg að gera, ég kann ekkert illa við þennan breytta veruleika, en á eftir að fóta mig aðeins í honum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1. ágúst 2024 08:01 Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Helgi Magnús Gunnarsson, sem lét nýlega af embætti vararíkissaksóknara, hefur fengið lögmannsréttindin sín afhent á ný eftir að þau höfðu legið inni í 24 ár. Hann stefnir á sjálfstæðan rekstur sem lögmaður en mögulegar tekjur sem hann hefur af honum munu engin áhrif hafa á eftirlaun hans hjá ríkinu. Níu ár eru í að hann nái eftirlaunaaldri. 28. ágúst 2025 08:31 Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. 16. júní 2025 17:32 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1. ágúst 2024 08:01
Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Helgi Magnús Gunnarsson, sem lét nýlega af embætti vararíkissaksóknara, hefur fengið lögmannsréttindin sín afhent á ný eftir að þau höfðu legið inni í 24 ár. Hann stefnir á sjálfstæðan rekstur sem lögmaður en mögulegar tekjur sem hann hefur af honum munu engin áhrif hafa á eftirlaun hans hjá ríkinu. Níu ár eru í að hann nái eftirlaunaaldri. 28. ágúst 2025 08:31
Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. 16. júní 2025 17:32
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?