Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2025 06:31 Guðjón Ingi Sigurðsson setti brautarmet í Heiðmörk þegar hann hljóp til sigurs í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa. SPORTMYNDIR/GUMMI STÓRI Guðjón Ingi Sigurðsson fagnaði sigri í nótt í fimmta bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Heiðmörk, eftir keppni við Þórdísi Ólöfu Jónsdóttur um sigurinn. Hlaupið hófst klukkan níu á laugardagsmorgun. Bakgarðshlaupin ganga út á að hlaupa 6,7 km hring á undir klukkutíma. Ræst er út á heila tímanum og sá vinnur sem stendur einn eftir. Í ár voru um 230 keppendur skráðir til leiks í Heiðmörk en einn af öðrum duttu þeir úr keppni þar til klukkan 19 í gærkvöld að aðeins þau Guðjón og Þórdís voru eftir. Þau hlupu áfram inn í nóttina og lögðu saman af stað í hring númer 43 klukkan þrjú í nótt en Þórdís sneri svo við á meðan að Guðjón kláraði hringinn og fagnaði sigri. Hann hljóp því samtals 288,1 kílómetra um helgina. Þau Guðjón og Þórdís höfðu þegar slegið brautarmetið um miðnætti, með því að klára 39 hringi, en það var Marlena Radziszewska sem bar sigur úr býtum í Heiðmörkinni í fyrra eftir að hafa hlaupið 38 hringi. Garpur I. Elísabetarson og Tinna Miljevic stóðu vaktina fyrir áhorfendur og lesendur Vísis allt hlaupið og hér að neðan má lesa textalýsingu með myndböndum frá keppninni.
Bakgarðshlaupin ganga út á að hlaupa 6,7 km hring á undir klukkutíma. Ræst er út á heila tímanum og sá vinnur sem stendur einn eftir. Í ár voru um 230 keppendur skráðir til leiks í Heiðmörk en einn af öðrum duttu þeir úr keppni þar til klukkan 19 í gærkvöld að aðeins þau Guðjón og Þórdís voru eftir. Þau hlupu áfram inn í nóttina og lögðu saman af stað í hring númer 43 klukkan þrjú í nótt en Þórdís sneri svo við á meðan að Guðjón kláraði hringinn og fagnaði sigri. Hann hljóp því samtals 288,1 kílómetra um helgina. Þau Guðjón og Þórdís höfðu þegar slegið brautarmetið um miðnætti, með því að klára 39 hringi, en það var Marlena Radziszewska sem bar sigur úr býtum í Heiðmörkinni í fyrra eftir að hafa hlaupið 38 hringi. Garpur I. Elísabetarson og Tinna Miljevic stóðu vaktina fyrir áhorfendur og lesendur Vísis allt hlaupið og hér að neðan má lesa textalýsingu með myndböndum frá keppninni.
Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Sjá meira