Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. september 2025 22:13 Benedikt Már er grunnskólanemandi frá Akureyri. Vísir/Samsett Nemandi í 10. bekk í Lundarskóla mótmælir nýju fyrirkomulagi skólans í kosningum til nemendaráðs. Hann segir kosningarnar tækifæri til að kenna grunnskólanemum mikilvægi atkvæða þeirra. „Á mánudaginn næstkomandi, 23. september, stendur Lundarskóli frammi fyrir mikilli breytingu á því hvernig fulltrúar í nemendaráði eru valdir. Í stað þess að nemendur í 7. - 10. bekk kjósi fulltrúa sína með lýðræðislegri kosningu innan bekkjar eins og hingað til hefur verið gert verður nú dregið um hverjir fá sæti,“ skrifar Benedikt Már Þorvaldsson, nemandi í 10. bekk í Lundarskóla á Akureyri, í skoðanagrein á Vísi. Benedikt segir rök skólastjórnenda vera að hætta sé á svokölluðum „vinsældarframboðum“ sem séu ekki sanngjörn gagnvart öðrum nemendum. Hann bendir hins vegar á að fulltrúi sem kjörinn er af meirihluta sé líklegri til að gæta hagsmuna nemendanna. Þá geti kosningarnar verið lærdómsríkar fyrir nemendurna, bæði fyrir þá sem sigra og tapa. „Þetta hefur verið bæði æfing í því að taka ábyrgð á framboði og tjá skoðanir opinberlega. Að tapa kosningu er jafn mikilvægur lærdómur og að vinna hana,“ segir hann. Einnig kenni kosningarnar nemendunum mikilvægi þess að greiða atkvæði. Án kosninganna geti nemendur upplifað að rödd þeirra hafi ekkert vægi þar sem þau fái ekki að segja til um hver eigi að gæta þeirra hagsmuna. Benedikt Már tekur fram að í aðalnámskrá grunnskóla segi að skólarnir eigi að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi og það sama komi fram í lögum um grunnskóla. Breytingin brjóti því gegn aðalnámskránni og lögunum. „Það að hafa svona kosningu í svo litlum hóp sýnir svo vel hvað þitt atkvæði skiptir miklu máli, en nú er sá lærdómur tekinn alveg út af borðinu.“ Grunnskólar Akureyri Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Á mánudaginn næstkomandi, 23. september, stendur Lundarskóli frammi fyrir mikilli breytingu á því hvernig fulltrúar í nemendaráði eru valdir. Í stað þess að nemendur í 7. - 10. bekk kjósi fulltrúa sína með lýðræðislegri kosningu innan bekkjar eins og hingað til hefur verið gert verður nú dregið um hverjir fá sæti,“ skrifar Benedikt Már Þorvaldsson, nemandi í 10. bekk í Lundarskóla á Akureyri, í skoðanagrein á Vísi. Benedikt segir rök skólastjórnenda vera að hætta sé á svokölluðum „vinsældarframboðum“ sem séu ekki sanngjörn gagnvart öðrum nemendum. Hann bendir hins vegar á að fulltrúi sem kjörinn er af meirihluta sé líklegri til að gæta hagsmuna nemendanna. Þá geti kosningarnar verið lærdómsríkar fyrir nemendurna, bæði fyrir þá sem sigra og tapa. „Þetta hefur verið bæði æfing í því að taka ábyrgð á framboði og tjá skoðanir opinberlega. Að tapa kosningu er jafn mikilvægur lærdómur og að vinna hana,“ segir hann. Einnig kenni kosningarnar nemendunum mikilvægi þess að greiða atkvæði. Án kosninganna geti nemendur upplifað að rödd þeirra hafi ekkert vægi þar sem þau fái ekki að segja til um hver eigi að gæta þeirra hagsmuna. Benedikt Már tekur fram að í aðalnámskrá grunnskóla segi að skólarnir eigi að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi og það sama komi fram í lögum um grunnskóla. Breytingin brjóti því gegn aðalnámskránni og lögunum. „Það að hafa svona kosningu í svo litlum hóp sýnir svo vel hvað þitt atkvæði skiptir miklu máli, en nú er sá lærdómur tekinn alveg út af borðinu.“
Grunnskólar Akureyri Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira