„Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. september 2025 19:20 Helgi Magnús segist efast það mjög að Kourani komi ekki aftur til landsins eftir að honum verður vísað í burt. Vísir/Lýður Valberg Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari segir það hafa reynt á taugakerfið að sitja undir áreiti og hótunum Mohamad Khourani. Hann hafi óttast um líf fjölskyldu sinnar en segist hafa mætt fálæti yfirmanna. Hann óttast að Kourani muni eiga auðvelt með að snúa aftur til landsins. Mohamad Kourani sem hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir rúmu ári hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og verður vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar og hann settur í endurkomubann til landsins í þrjátíu ár. Kourani hefur ítrekað komist í kast við lögin fyrir margvísleg brot. Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari sat undir líflátshótunum Kourani í þrjú ár eftir að hafa staðfest niðurfellingu á kæru Kourani á hendur annars manns. Hótanirnar beindust ekki bara að Helga heldur fjölskyldu hans. „Ég ætla nú ekki að segja að ég hafi sofið með haglabyssuna undir rúmi en maður gerði ráðstafanir til þess að geta mætt því ef einhver bankaði upp á og maður varaði börnin sín við að fara til dyra án þess að vita hver væri við dyrnar, ég setti upp myndavélakerfi.“ Kerfið verji ekki sitt fólk Hann segir dómskerfið ekki verja sitt starfsfólk, fá úrræði standi því til boða þegar því berist ítrekaðar hótanir. „Ég fann frekar fyrir því hjá mínum yfirmanni að gera lítið úr þessu bara.“ Er það? „Já já, frekar en að taka þetta alvarlega og hafa einhvern viðbúnað.“ Lögmaður Kourani hefur sagt við fréttastofu að hann telji að Kourani hafi ekki áhuga á að koma aftur hingað til lands. Helgi segist efins. Mörg dæmi séu um að erlendir brotamenn hafi ekki fylgt slíku banni. „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka? Breyti bara einum staf í nafninu sínu þannig það komi ekki fram í einhverju tékki á farþegalistum? Þú þarft ekkert að sýna vegabréf til að bóka far með flugi til Íslands.“ Stjórnvöld verði að taka á málum Formaður Afstöðu hefur lagt til að Kourani verði strax náðaður og sendur úr landi svo spara megi fjármuni. Helgi segir það eina sem dugi sé harðari afstaða stjórnvalda í útlendingamálum. „Þá er það þannig að ef menn eru dæmdir og þeir klína saur og þvagi út um allan klefa hjá sér og ráðast á alla fangaverði sem þeir hitta, þá fái þeir að fara fyrr því það spari svo mikinn pening, af því það sé svo mikið vesen að hafa þig í fangelsi. Nei nei við eigum bara að búa til einhvern þægilegan gám fyrir þennan mann og hafa hann þar og rétta honum svo eitthvað inn um lúgu ef það er það sem hann vill og vill ekkert meira.“ Lögreglumál Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira
Mohamad Kourani sem hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir rúmu ári hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og verður vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar og hann settur í endurkomubann til landsins í þrjátíu ár. Kourani hefur ítrekað komist í kast við lögin fyrir margvísleg brot. Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari sat undir líflátshótunum Kourani í þrjú ár eftir að hafa staðfest niðurfellingu á kæru Kourani á hendur annars manns. Hótanirnar beindust ekki bara að Helga heldur fjölskyldu hans. „Ég ætla nú ekki að segja að ég hafi sofið með haglabyssuna undir rúmi en maður gerði ráðstafanir til þess að geta mætt því ef einhver bankaði upp á og maður varaði börnin sín við að fara til dyra án þess að vita hver væri við dyrnar, ég setti upp myndavélakerfi.“ Kerfið verji ekki sitt fólk Hann segir dómskerfið ekki verja sitt starfsfólk, fá úrræði standi því til boða þegar því berist ítrekaðar hótanir. „Ég fann frekar fyrir því hjá mínum yfirmanni að gera lítið úr þessu bara.“ Er það? „Já já, frekar en að taka þetta alvarlega og hafa einhvern viðbúnað.“ Lögmaður Kourani hefur sagt við fréttastofu að hann telji að Kourani hafi ekki áhuga á að koma aftur hingað til lands. Helgi segist efins. Mörg dæmi séu um að erlendir brotamenn hafi ekki fylgt slíku banni. „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka? Breyti bara einum staf í nafninu sínu þannig það komi ekki fram í einhverju tékki á farþegalistum? Þú þarft ekkert að sýna vegabréf til að bóka far með flugi til Íslands.“ Stjórnvöld verði að taka á málum Formaður Afstöðu hefur lagt til að Kourani verði strax náðaður og sendur úr landi svo spara megi fjármuni. Helgi segir það eina sem dugi sé harðari afstaða stjórnvalda í útlendingamálum. „Þá er það þannig að ef menn eru dæmdir og þeir klína saur og þvagi út um allan klefa hjá sér og ráðast á alla fangaverði sem þeir hitta, þá fái þeir að fara fyrr því það spari svo mikinn pening, af því það sé svo mikið vesen að hafa þig í fangelsi. Nei nei við eigum bara að búa til einhvern þægilegan gám fyrir þennan mann og hafa hann þar og rétta honum svo eitthvað inn um lúgu ef það er það sem hann vill og vill ekkert meira.“
Lögreglumál Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira