„Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. september 2025 19:20 Helgi Magnús segist efast það mjög að Kourani komi ekki aftur til landsins eftir að honum verður vísað í burt. Vísir/Lýður Valberg Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari segir það hafa reynt á taugakerfið að sitja undir áreiti og hótunum Mohamad Khourani. Hann hafi óttast um líf fjölskyldu sinnar en segist hafa mætt fálæti yfirmanna. Hann óttast að Kourani muni eiga auðvelt með að snúa aftur til landsins. Mohamad Kourani sem hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir rúmu ári hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og verður vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar og hann settur í endurkomubann til landsins í þrjátíu ár. Kourani hefur ítrekað komist í kast við lögin fyrir margvísleg brot. Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari sat undir líflátshótunum Kourani í þrjú ár eftir að hafa staðfest niðurfellingu á kæru Kourani á hendur annars manns. Hótanirnar beindust ekki bara að Helga heldur fjölskyldu hans. „Ég ætla nú ekki að segja að ég hafi sofið með haglabyssuna undir rúmi en maður gerði ráðstafanir til þess að geta mætt því ef einhver bankaði upp á og maður varaði börnin sín við að fara til dyra án þess að vita hver væri við dyrnar, ég setti upp myndavélakerfi.“ Kerfið verji ekki sitt fólk Hann segir dómskerfið ekki verja sitt starfsfólk, fá úrræði standi því til boða þegar því berist ítrekaðar hótanir. „Ég fann frekar fyrir því hjá mínum yfirmanni að gera lítið úr þessu bara.“ Er það? „Já já, frekar en að taka þetta alvarlega og hafa einhvern viðbúnað.“ Lögmaður Kourani hefur sagt við fréttastofu að hann telji að Kourani hafi ekki áhuga á að koma aftur hingað til lands. Helgi segist efins. Mörg dæmi séu um að erlendir brotamenn hafi ekki fylgt slíku banni. „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka? Breyti bara einum staf í nafninu sínu þannig það komi ekki fram í einhverju tékki á farþegalistum? Þú þarft ekkert að sýna vegabréf til að bóka far með flugi til Íslands.“ Stjórnvöld verði að taka á málum Formaður Afstöðu hefur lagt til að Kourani verði strax náðaður og sendur úr landi svo spara megi fjármuni. Helgi segir það eina sem dugi sé harðari afstaða stjórnvalda í útlendingamálum. „Þá er það þannig að ef menn eru dæmdir og þeir klína saur og þvagi út um allan klefa hjá sér og ráðast á alla fangaverði sem þeir hitta, þá fái þeir að fara fyrr því það spari svo mikinn pening, af því það sé svo mikið vesen að hafa þig í fangelsi. Nei nei við eigum bara að búa til einhvern þægilegan gám fyrir þennan mann og hafa hann þar og rétta honum svo eitthvað inn um lúgu ef það er það sem hann vill og vill ekkert meira.“ Lögreglumál Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Mohamad Kourani sem hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir rúmu ári hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og verður vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar og hann settur í endurkomubann til landsins í þrjátíu ár. Kourani hefur ítrekað komist í kast við lögin fyrir margvísleg brot. Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari sat undir líflátshótunum Kourani í þrjú ár eftir að hafa staðfest niðurfellingu á kæru Kourani á hendur annars manns. Hótanirnar beindust ekki bara að Helga heldur fjölskyldu hans. „Ég ætla nú ekki að segja að ég hafi sofið með haglabyssuna undir rúmi en maður gerði ráðstafanir til þess að geta mætt því ef einhver bankaði upp á og maður varaði börnin sín við að fara til dyra án þess að vita hver væri við dyrnar, ég setti upp myndavélakerfi.“ Kerfið verji ekki sitt fólk Hann segir dómskerfið ekki verja sitt starfsfólk, fá úrræði standi því til boða þegar því berist ítrekaðar hótanir. „Ég fann frekar fyrir því hjá mínum yfirmanni að gera lítið úr þessu bara.“ Er það? „Já já, frekar en að taka þetta alvarlega og hafa einhvern viðbúnað.“ Lögmaður Kourani hefur sagt við fréttastofu að hann telji að Kourani hafi ekki áhuga á að koma aftur hingað til lands. Helgi segist efins. Mörg dæmi séu um að erlendir brotamenn hafi ekki fylgt slíku banni. „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka? Breyti bara einum staf í nafninu sínu þannig það komi ekki fram í einhverju tékki á farþegalistum? Þú þarft ekkert að sýna vegabréf til að bóka far með flugi til Íslands.“ Stjórnvöld verði að taka á málum Formaður Afstöðu hefur lagt til að Kourani verði strax náðaður og sendur úr landi svo spara megi fjármuni. Helgi segir það eina sem dugi sé harðari afstaða stjórnvalda í útlendingamálum. „Þá er það þannig að ef menn eru dæmdir og þeir klína saur og þvagi út um allan klefa hjá sér og ráðast á alla fangaverði sem þeir hitta, þá fái þeir að fara fyrr því það spari svo mikinn pening, af því það sé svo mikið vesen að hafa þig í fangelsi. Nei nei við eigum bara að búa til einhvern þægilegan gám fyrir þennan mann og hafa hann þar og rétta honum svo eitthvað inn um lúgu ef það er það sem hann vill og vill ekkert meira.“
Lögreglumál Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira