Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir, Steinunn Bergmann og Þóra Leósdóttir skrifa 18. september 2025 19:03 Árum saman hafa heilbrigðisstéttir hér á landi varað við því að stærsta auðlind heilbrigðiskerfisins, starfsfólkið, fari þverrandi. Í heimsfaraldrinum afhjúpaðist þessi staða og vert er að minna á að það er ekki heilbrigðiskerfinu sjálfu að þakka hversu vel Ísland kom út úr faraldrinum heldur fagfólkinu sem þar starfar. Nýlega kynnti spretthópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins tillögur til að styrkja geislameðferð á Landspítalanum en bið eftir meðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast á undanförnum vikum. Undanfarin ár hefur geislafræðingum sem starfa við deildina fækkað verulega og leggur spretthópur til að ráða geislafræðinga frá öðrum löndum til að leysa úr því eða senda sjúklinga í geislameðferð til Svíþjóðar. Formaður Félags geislafræðinga hefur á hinn bóginn bent á að miðað við fjölda starfa sé nóg af geislafræðingum hér á landi eins og staðan er í dag. Það útskrifist 15-20 geislafræðingar árlega og það þurfi að bæta kjör geislafræðinga svo þeir velji að starfa á deildinni. Félag geislafræðinga hafði ekki aðkomu að vinnu spretthópsins og ekki var leitað ráðgjafar hjá félaginu varðandi fram komnar tillögur. Mönnunarvandi er og hefur verið gríðarlegt vandamál. Það er almennt viðurkennt að bæta þurfi laun og starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks til að fá fleiri til starfa nú og til framtíðar. Það leysir ekki vandann að sækja heilbrigðisstarfsfólk erlendis frá og skapa um leið skort í öðrum löndum. Við erum stödd í velferðarkreppu sem við sjáum ekki fyrir endann á því aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast auk þess sem fólksfjölgun er meiri en nokkru sinni fyrr. Skortur á heilbrigðisstarfsfólki mun aukast á næstu árum. Við verðum að tryggja haldbært heilbrigðiskerfi annars stefnir í algjört óefni. Kvennastéttir og virðismat Skakkt virðismat á störfum kvenna og kynbundinn launamunur skýrist af kynskiptum vinnumarkaði og námsvali. Innan BHM eru átta fag- og stéttarfélög háskólamenntaðra sérfræðinga á heilbrigðissviði þar sem konur eru í meirihluta. Þessar fagstéttir eru alla jafna með fjögurra til sex ára háskólanám að baki og þurfa starfsleyfi frá Embætti landlæknis til að mega starfa hér á landi. Flestar sinna þær störfum á opinberum vinnumarkaði og eru svokallaðar einkeypisstéttir sem þýðir að launasetning þeirra lýtur sjaldnast lögmálum markaðarins. Launasetning háskólamenntaðra á opinberum vinnumarkaði er hvað lægst hjá heilbrigðisstéttum, þeim sem sinna menntun komandi kynslóða og fagstéttum í menningarstarfsemi. Þegar meðallaun ólíkra fagstétta innan BHM eru skoðuð sést að þau eru lægst þar sem konur eru í miklum meirihluta eða á bilinu 650 – 770 þúsund krónur. Þegar meðallaun annarra hópa háskólamenntaðra sérfræðinga eins og hjá þeim sem starfa við fjármál og rekstur, lögfræði og stjórnsýslu eru meðallaun á bilinu 837 – 846 þúsund krónur. Virðismat starfa fer nefnilega enn í dag eftir því hvers kyns meirihluti starfsfólks er og hvernig hefð er fyrir því að starfið sé launað. Fjárfestum í velferð Það þarf að fjárfesta í menntakerfinu og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Það þarf að setja lýðheilsu, forvarnir og endurhæfingu í algjöran forgang, með skýrri stefnu og aðgerðum þannig að fólk þurfi síður á kostnaðarsamri þriðja stigs þjónustu að halda. Að auki blasir við að fjölga þarf fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki til muna og það strax. Íslenskt samfélag er ekki sjálfbært hvað varðar heilbrigðisstarfsfólk með nauðsynlega fagþekkingu. Nýliðunar- og mönnunarvandi er raunveruleg ógn í mörgum faggreinum. Þörf er á markvissum aðgerðum til að leiðrétta launasetningu og bæta starfsumhverfi heilbrigðisstétta hjá stofnunum ríkisins og víðar á opinberum vinnumarkaði. Þannig er hægt að laða fleira ungt fólk til menntunar og starfa í heilbrigðisgreinum og halda þeim í starfi. Hvað hyggjast stjórnvöld gera til að beina fleira ungu fólki í nám í heilbrigðisgreinum? Vandinn leysist ekki að sjálfu sér. Breytinga er þörf! Laufey Elísabet Gissurardóttir er formaður Þroskaþjálfafélag Íslands. Steinunn Bergmann er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Þóra Leósdóttir er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Árum saman hafa heilbrigðisstéttir hér á landi varað við því að stærsta auðlind heilbrigðiskerfisins, starfsfólkið, fari þverrandi. Í heimsfaraldrinum afhjúpaðist þessi staða og vert er að minna á að það er ekki heilbrigðiskerfinu sjálfu að þakka hversu vel Ísland kom út úr faraldrinum heldur fagfólkinu sem þar starfar. Nýlega kynnti spretthópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins tillögur til að styrkja geislameðferð á Landspítalanum en bið eftir meðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast á undanförnum vikum. Undanfarin ár hefur geislafræðingum sem starfa við deildina fækkað verulega og leggur spretthópur til að ráða geislafræðinga frá öðrum löndum til að leysa úr því eða senda sjúklinga í geislameðferð til Svíþjóðar. Formaður Félags geislafræðinga hefur á hinn bóginn bent á að miðað við fjölda starfa sé nóg af geislafræðingum hér á landi eins og staðan er í dag. Það útskrifist 15-20 geislafræðingar árlega og það þurfi að bæta kjör geislafræðinga svo þeir velji að starfa á deildinni. Félag geislafræðinga hafði ekki aðkomu að vinnu spretthópsins og ekki var leitað ráðgjafar hjá félaginu varðandi fram komnar tillögur. Mönnunarvandi er og hefur verið gríðarlegt vandamál. Það er almennt viðurkennt að bæta þurfi laun og starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks til að fá fleiri til starfa nú og til framtíðar. Það leysir ekki vandann að sækja heilbrigðisstarfsfólk erlendis frá og skapa um leið skort í öðrum löndum. Við erum stödd í velferðarkreppu sem við sjáum ekki fyrir endann á því aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast auk þess sem fólksfjölgun er meiri en nokkru sinni fyrr. Skortur á heilbrigðisstarfsfólki mun aukast á næstu árum. Við verðum að tryggja haldbært heilbrigðiskerfi annars stefnir í algjört óefni. Kvennastéttir og virðismat Skakkt virðismat á störfum kvenna og kynbundinn launamunur skýrist af kynskiptum vinnumarkaði og námsvali. Innan BHM eru átta fag- og stéttarfélög háskólamenntaðra sérfræðinga á heilbrigðissviði þar sem konur eru í meirihluta. Þessar fagstéttir eru alla jafna með fjögurra til sex ára háskólanám að baki og þurfa starfsleyfi frá Embætti landlæknis til að mega starfa hér á landi. Flestar sinna þær störfum á opinberum vinnumarkaði og eru svokallaðar einkeypisstéttir sem þýðir að launasetning þeirra lýtur sjaldnast lögmálum markaðarins. Launasetning háskólamenntaðra á opinberum vinnumarkaði er hvað lægst hjá heilbrigðisstéttum, þeim sem sinna menntun komandi kynslóða og fagstéttum í menningarstarfsemi. Þegar meðallaun ólíkra fagstétta innan BHM eru skoðuð sést að þau eru lægst þar sem konur eru í miklum meirihluta eða á bilinu 650 – 770 þúsund krónur. Þegar meðallaun annarra hópa háskólamenntaðra sérfræðinga eins og hjá þeim sem starfa við fjármál og rekstur, lögfræði og stjórnsýslu eru meðallaun á bilinu 837 – 846 þúsund krónur. Virðismat starfa fer nefnilega enn í dag eftir því hvers kyns meirihluti starfsfólks er og hvernig hefð er fyrir því að starfið sé launað. Fjárfestum í velferð Það þarf að fjárfesta í menntakerfinu og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Það þarf að setja lýðheilsu, forvarnir og endurhæfingu í algjöran forgang, með skýrri stefnu og aðgerðum þannig að fólk þurfi síður á kostnaðarsamri þriðja stigs þjónustu að halda. Að auki blasir við að fjölga þarf fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki til muna og það strax. Íslenskt samfélag er ekki sjálfbært hvað varðar heilbrigðisstarfsfólk með nauðsynlega fagþekkingu. Nýliðunar- og mönnunarvandi er raunveruleg ógn í mörgum faggreinum. Þörf er á markvissum aðgerðum til að leiðrétta launasetningu og bæta starfsumhverfi heilbrigðisstétta hjá stofnunum ríkisins og víðar á opinberum vinnumarkaði. Þannig er hægt að laða fleira ungt fólk til menntunar og starfa í heilbrigðisgreinum og halda þeim í starfi. Hvað hyggjast stjórnvöld gera til að beina fleira ungu fólki í nám í heilbrigðisgreinum? Vandinn leysist ekki að sjálfu sér. Breytinga er þörf! Laufey Elísabet Gissurardóttir er formaður Þroskaþjálfafélag Íslands. Steinunn Bergmann er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Þóra Leósdóttir er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun