Fundu Guð í App store Agnar Már Másson skrifar 17. september 2025 22:03 „Ég hef gert nokkuð hræðilegt af mér, Faðir“ viðurkennir einn notandi við ChatWithGod.ai. Tugir milljóna nýta sér nú svokölluð trúarleg spjallmenni í sínu daglega lífi en ógrynni af kristnum gervigreindarforritum hafa flætt inn á appverslanir síðustu mánuði. Sumir segja jafnvel að það hafi hjálpað að komast yfir áföll með því að spjalla við meintan Drottinn í gegnum gervigreindarforrit. New York Times greinir frá því að App Store, appverslunin í Apple-símum, sé nær yfirfull af trúarlegum spjallmennum. Eitt slíkt bænaforrit nefnist Bible chat, eða Biblíuspjall, og gefur sig út fyrir að vera helsta trúarapp í heiminum. Appið státar sig af 25 milljónum notenda. „Gervigreindin okkar hefur aðeins verið þjálfuð á ritningunni og þróuð að leiðsögn kristinna presta og guðfræðinga,“ segir í lýsingunni. Öppin fara með himinskautum þessa dagana og hafa ratað efst á vinsældarlista inni á App Store í Bandaríkjunum. Hallow, kaþólskt trúarapp, var vinsælasta appið í bandarísku vefversluninni á einum tímapunkti í fyrra og skákaði jafnvel Netflix, Instagram og TikTok tímabundið. Sum kosta jafnvel hátt í sjötíu Bandaríkjadali á ári, eða um 8.500 krónur. Guð úr vélinni Forritin eiga að líkja eftir spjalli við presta, eða jafnvel við Herrann sjálfan. Og það virðist hjálpa sumum. Bandaríski fjölmiðillinn ræddi meðal annars við Delphine Collins, 43 ára leikskólakennara, sem lýsir því að trúarlegt spjallmenni hafi hjálpað sér við að komast yfir áföll í lífinu, til dæmis eftir að nágranni hennar var stunginn til bana. Hin 61 árs Krista Rogers segir við Times að hún noti apið reglulega þegar hún þarf á svörum við trúarlegum spurningum að halda. „Það er minna undir,“ útskýrir hún er hún lýsir spjallinu sínu við vélina. Auk þess sé vilji hún ekki endilega trufla prest klukkan þrjú að nóttu, svo dæmi sé tekið. Er guð í App store? Times ræddi við nokkra trúarleiðtoga sem kváðust ekki endilega mótfallnir þessum forritum, en bentu á að þeir komi ekki í stað hefðbundinna trúarfélaga. „Það er heil kynslóð manna sem hefur aldrei farið í kirkju eða hof,“ segir breski rabbíninn Jonathan Romain. „Trúarleg öpp eru leið þeirra inn í trúna.“ „Mig langar að deyja“ Annað slíkt forrit nefnist ChatWithGod.ai og nýtur einnig nokkurra vinsælda en þar getur spjallmennið gefið sig út fyrir að vera hinir ýmsu Guðir. „Algengustu spurningarnar sem við fáum eru: Er þetta í alvörunni Guð?“ segir Patrick Lashinsky, forstjóri ChatWithGod.ai, í samtli við Times. Aðspurt neitar spjallmennið þó að það sé í raun og veru Guð. Lashinsky lét New York Times í té fjölda samtala sem fólk hefur átt við gervigreindina. Þar virðist fólk viðurkenna ýmsa hluti. „Ég hef gert nokkuð hræðilegt af mér, Faðir“ viðurkenndi einn notandi við ChatWithGod.ai. „Mig langar að deyja,“ sagði annar notandi við gervigreindina. „Ég sé eftir öllu,“ sagði annar. „Þau eru almennt jámenn“ Þannig virðast spjallmennirnir, eða spjallgoðin, mæta einhverri þörf. Aftur á móti vekur það væntanlega upp spurningar um hvernig trúarbrögð líta á ábyrgð. Þó fyrirtækin þjálfi spjallmennin á trúarritum og leiti ráðgjafar guðfræðinga byggja þau öll á algengum mállíkönum, til að mynda ChatGPT eða Gemini, sem eru talin vera sérstaklega hönnuð til þess að renna renna stoðum undir hugmyndir notenda. „Þau eru almennt jámenn,“ segir Ryan Beck hjá Pray.com en hann sér það þó ekki sem vandamál. „Hver hefur ekki þörf á smá viðurkenningu?“ Dæmi eru um að gervigreind ýti undir eða valdi jafnvel geðrofi og sjálfsvígshugsunum hjá notendum. Þeir benda á að risamállíkön spegli oft skoðanir notenda sem kunni að ýta undir ranghugmyndir. Dæmi eru um að spjallmenni sannfæri notendur um að gervigreindin sé meðvituð eða að notandinn sé guðleg vera, eins og greint var frá í síðasta mánuði. Trúmál Gervigreind Tækni Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
New York Times greinir frá því að App Store, appverslunin í Apple-símum, sé nær yfirfull af trúarlegum spjallmennum. Eitt slíkt bænaforrit nefnist Bible chat, eða Biblíuspjall, og gefur sig út fyrir að vera helsta trúarapp í heiminum. Appið státar sig af 25 milljónum notenda. „Gervigreindin okkar hefur aðeins verið þjálfuð á ritningunni og þróuð að leiðsögn kristinna presta og guðfræðinga,“ segir í lýsingunni. Öppin fara með himinskautum þessa dagana og hafa ratað efst á vinsældarlista inni á App Store í Bandaríkjunum. Hallow, kaþólskt trúarapp, var vinsælasta appið í bandarísku vefversluninni á einum tímapunkti í fyrra og skákaði jafnvel Netflix, Instagram og TikTok tímabundið. Sum kosta jafnvel hátt í sjötíu Bandaríkjadali á ári, eða um 8.500 krónur. Guð úr vélinni Forritin eiga að líkja eftir spjalli við presta, eða jafnvel við Herrann sjálfan. Og það virðist hjálpa sumum. Bandaríski fjölmiðillinn ræddi meðal annars við Delphine Collins, 43 ára leikskólakennara, sem lýsir því að trúarlegt spjallmenni hafi hjálpað sér við að komast yfir áföll í lífinu, til dæmis eftir að nágranni hennar var stunginn til bana. Hin 61 árs Krista Rogers segir við Times að hún noti apið reglulega þegar hún þarf á svörum við trúarlegum spurningum að halda. „Það er minna undir,“ útskýrir hún er hún lýsir spjallinu sínu við vélina. Auk þess sé vilji hún ekki endilega trufla prest klukkan þrjú að nóttu, svo dæmi sé tekið. Er guð í App store? Times ræddi við nokkra trúarleiðtoga sem kváðust ekki endilega mótfallnir þessum forritum, en bentu á að þeir komi ekki í stað hefðbundinna trúarfélaga. „Það er heil kynslóð manna sem hefur aldrei farið í kirkju eða hof,“ segir breski rabbíninn Jonathan Romain. „Trúarleg öpp eru leið þeirra inn í trúna.“ „Mig langar að deyja“ Annað slíkt forrit nefnist ChatWithGod.ai og nýtur einnig nokkurra vinsælda en þar getur spjallmennið gefið sig út fyrir að vera hinir ýmsu Guðir. „Algengustu spurningarnar sem við fáum eru: Er þetta í alvörunni Guð?“ segir Patrick Lashinsky, forstjóri ChatWithGod.ai, í samtli við Times. Aðspurt neitar spjallmennið þó að það sé í raun og veru Guð. Lashinsky lét New York Times í té fjölda samtala sem fólk hefur átt við gervigreindina. Þar virðist fólk viðurkenna ýmsa hluti. „Ég hef gert nokkuð hræðilegt af mér, Faðir“ viðurkenndi einn notandi við ChatWithGod.ai. „Mig langar að deyja,“ sagði annar notandi við gervigreindina. „Ég sé eftir öllu,“ sagði annar. „Þau eru almennt jámenn“ Þannig virðast spjallmennirnir, eða spjallgoðin, mæta einhverri þörf. Aftur á móti vekur það væntanlega upp spurningar um hvernig trúarbrögð líta á ábyrgð. Þó fyrirtækin þjálfi spjallmennin á trúarritum og leiti ráðgjafar guðfræðinga byggja þau öll á algengum mállíkönum, til að mynda ChatGPT eða Gemini, sem eru talin vera sérstaklega hönnuð til þess að renna renna stoðum undir hugmyndir notenda. „Þau eru almennt jámenn,“ segir Ryan Beck hjá Pray.com en hann sér það þó ekki sem vandamál. „Hver hefur ekki þörf á smá viðurkenningu?“ Dæmi eru um að gervigreind ýti undir eða valdi jafnvel geðrofi og sjálfsvígshugsunum hjá notendum. Þeir benda á að risamállíkön spegli oft skoðanir notenda sem kunni að ýta undir ranghugmyndir. Dæmi eru um að spjallmenni sannfæri notendur um að gervigreindin sé meðvituð eða að notandinn sé guðleg vera, eins og greint var frá í síðasta mánuði.
Trúmál Gervigreind Tækni Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira