Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2025 08:11 Edda Hermannsdóttir hefur starfað sem samskiptastjóri Íslandsbanka síðustu ár. Lyf og heilsa Stjórn Lyf og heilsu hefur ráðið Eddu Hermannsdóttur sem forstjóra félagsins. Í tilkynningu segir að hún muni hefja störf í október og tekur þá við af Kjartani Erni Þórðarsyni. „Edda hefur starfað hjá Íslandsbanka síðan 2015 og hefur meðal annars leitt markaðs- og samskiptamál, greiningardeild, fjárfestatengsl, vefmál, vildarþjónustu og unnið að stefnumótun bankans. Áður starfaði Edda sem aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins og er í dag stjórnarformaður UNICEF á Íslandi. Edda er hagfræðingur frá Háskóla Íslands, hefur lokið stjórnendanámi frá IESE í Barcelona og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Samið hefur verið um starfslok við Kjartan Örn Þórðarson. Kjartan hefur unnið að framgangi Lyf og heilsu frá aldamótum og hefur átt ríkan þátt í uppgangi félagsins. Hann tók við stöðu framkvæmdastjóra árið 2016 og hefur félaginu farnast vel undir hans forystu. Kjartan verður félaginu innan handar á næstunni og mun tryggja farsæla yfirfærslu verkefna,“ segir í tilkynningunni. Spennandi vegferð Haft er eftir Eddu að það sé henni mikill heiður að fá að leiða Lyf og heilsu sem gegni mikilvægu hlutverki á heilbrigðismarkaði. „Heilsa snertir okkur öll og lyfjaverslanir eru ekki aðeins mikilvægar fyrir lyfjaafgreiðslu heldur einnig fyrir ráðgjöf og heilsueflandi þjónustu. Framundan er spennandi vegferð þar sem áhersla verður lögð á forvarnargildi heilsu og enn betri þjónustu við viðskiptavini til að auka þeirra lífsgæði. Ég hlakka til að vinna að þeirri stefnumótun með Lyf og heilsu og stjórn félagsins,” er haft eftir Eddu. Hörður Guðmundsson. Tækifæri Þá er haft eftir Herði Guðmundssyni, stjórnarformanni Lyfja og heilsu, að Alfa Framtak hafi tekið við sem ráðandi hluthafi í vor. „Við sjáum veruleg tækifæri og teljum að framundan séu stór verkefni sem muni koma til með að setja mark sitt á félagið til framtíðar. Það verður spennandi að vinna að stefnumótun og framgangi lykilverkefna með Eddu, stjórninni og starfsfólki Lyf og heilsu. Edda kemur með dýrmæta þekkingu að borðinu. Hún tekur jafnframt við góðu búi, en Kjartan hefur byggt upp flotta liðsheild og öflugt félag sem þjónustar þúsundir Íslendinga á degi hverjum. Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka honum fyrir sitt framlag til félagsins,” segir Hörður. 27 lyfjaverslanir Í tilkynningunni segir einnig að í lok árs 2024 hafi verið tilkynnt um kaup AF2, framtakssjóðs í rekstri Alfa Framtaks, á ráðandi hlut í Lyf og heilsu. Fyrirtækið rekur 27 lyfjaverslanir undir merkjunum Lyf og heilsa, Apótekarinn, Garðsapótek og Apótek Hafnarfjarðar. Félagið rekur einnig fjögur lyfjaútibú. Auk lyfjaverslana rekur félagið tvær gleraugnaverslanir undir merkinu Augastaður, SA Lyfjaskömmtun og Gamla apótekið, sem sérhæfir sig í framleiðslu á kremum, áburðum og olíum. Alls starfa um 300 manns hjá félaginu í um 175 stöðugildum. Vistaskipti Lyf Íslandsbanki Verslun Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og búning Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Færa Jarðböðin í nýtt hús og búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Sjá meira
Í tilkynningu segir að hún muni hefja störf í október og tekur þá við af Kjartani Erni Þórðarsyni. „Edda hefur starfað hjá Íslandsbanka síðan 2015 og hefur meðal annars leitt markaðs- og samskiptamál, greiningardeild, fjárfestatengsl, vefmál, vildarþjónustu og unnið að stefnumótun bankans. Áður starfaði Edda sem aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins og er í dag stjórnarformaður UNICEF á Íslandi. Edda er hagfræðingur frá Háskóla Íslands, hefur lokið stjórnendanámi frá IESE í Barcelona og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Samið hefur verið um starfslok við Kjartan Örn Þórðarson. Kjartan hefur unnið að framgangi Lyf og heilsu frá aldamótum og hefur átt ríkan þátt í uppgangi félagsins. Hann tók við stöðu framkvæmdastjóra árið 2016 og hefur félaginu farnast vel undir hans forystu. Kjartan verður félaginu innan handar á næstunni og mun tryggja farsæla yfirfærslu verkefna,“ segir í tilkynningunni. Spennandi vegferð Haft er eftir Eddu að það sé henni mikill heiður að fá að leiða Lyf og heilsu sem gegni mikilvægu hlutverki á heilbrigðismarkaði. „Heilsa snertir okkur öll og lyfjaverslanir eru ekki aðeins mikilvægar fyrir lyfjaafgreiðslu heldur einnig fyrir ráðgjöf og heilsueflandi þjónustu. Framundan er spennandi vegferð þar sem áhersla verður lögð á forvarnargildi heilsu og enn betri þjónustu við viðskiptavini til að auka þeirra lífsgæði. Ég hlakka til að vinna að þeirri stefnumótun með Lyf og heilsu og stjórn félagsins,” er haft eftir Eddu. Hörður Guðmundsson. Tækifæri Þá er haft eftir Herði Guðmundssyni, stjórnarformanni Lyfja og heilsu, að Alfa Framtak hafi tekið við sem ráðandi hluthafi í vor. „Við sjáum veruleg tækifæri og teljum að framundan séu stór verkefni sem muni koma til með að setja mark sitt á félagið til framtíðar. Það verður spennandi að vinna að stefnumótun og framgangi lykilverkefna með Eddu, stjórninni og starfsfólki Lyf og heilsu. Edda kemur með dýrmæta þekkingu að borðinu. Hún tekur jafnframt við góðu búi, en Kjartan hefur byggt upp flotta liðsheild og öflugt félag sem þjónustar þúsundir Íslendinga á degi hverjum. Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka honum fyrir sitt framlag til félagsins,” segir Hörður. 27 lyfjaverslanir Í tilkynningunni segir einnig að í lok árs 2024 hafi verið tilkynnt um kaup AF2, framtakssjóðs í rekstri Alfa Framtaks, á ráðandi hlut í Lyf og heilsu. Fyrirtækið rekur 27 lyfjaverslanir undir merkjunum Lyf og heilsa, Apótekarinn, Garðsapótek og Apótek Hafnarfjarðar. Félagið rekur einnig fjögur lyfjaútibú. Auk lyfjaverslana rekur félagið tvær gleraugnaverslanir undir merkinu Augastaður, SA Lyfjaskömmtun og Gamla apótekið, sem sérhæfir sig í framleiðslu á kremum, áburðum og olíum. Alls starfa um 300 manns hjá félaginu í um 175 stöðugildum.
Vistaskipti Lyf Íslandsbanki Verslun Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og búning Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Færa Jarðböðin í nýtt hús og búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Sjá meira