Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 16. september 2025 21:32 Alexandra Briem, stjórnarformaður Strætó. vísir/ívar Stjórnarformaður strætó segir að borið hafi á því að hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir mikilvægt að bregðast við vegna orðræðu sem hún lýsir sem hatursbylgju. Strætó hefur ráðist í átak í samstarfi við Flotann, flakkandi félagsmiðstöð og Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna 78 með það fyrir stafni að stuðla að öryggi hinsegin fólks um borð. Alexandra Briem, stjórnarformaður strætó segir mikilvægt að grípa til þessa til að bregðast við neikvæðri orðræðu. „Við sáum þættina um Hatur og við sjáum hvað er í gangi út í heimi. Við sjáum bara viðbrögð við þessu hræðilega morði á mjög hægrisinnuðum stjórnmála rýnanda og í kjölfarið hefur verið spunnið upp mjög mikil hatusrsbylgja gegn vinstra fólki almennt og hinsegin og trans fólki sérstaklega. Ég hef nú bara séð mjög óvægin dæmi og ég veit að fólk er hrætt.“ Hún ítrekar að langflestar ferðir strætó fari vel fram þó öryggistilfinninguna megi bæta. Samstarfið snúist að því að fræða starfsfólk og þá verður skerpt á verklagi til að bregðast hratt og rétt við. Von er á frekari aðgerðum. „Eitthvað af þessum verkefnum eru nú enn í startholunum en þetta verður ákveðið átak. Það verður í fræðslu fyrir starfsfólk. Það verður í tilkynningum og merkingum í vögnunum. Þetta verður svona ef þú sérð eitthvað gerðu eitthvað.“ Verður búist við því af starfsfólki strætó að stíga inn í ef það verður vart við eitthvað? „Bara upp að því marki sem telst eðlilegt. Ég myndi segja það upp að vissu marki en auðvitað eru þetta ekki lögreglumenn þetta eru ekki öryggisverðir.“ Átakið leggi sérstaka áherslu á öryggi yngri farþega. Á persónulegum nótum, hefur þú upplifað óöryggistilfinningu í strætó? „Sko ekki lengi en ég er líka að einhverju leyti smá einangruð fyrir því. Bæði fullorðin manneskja með reynslu og stórgerð og allar þessar græjur. Fyrst og fremst snýst þetta um að senda ákveðin skilaboð. Við erum meðvituð um að fólki líði ekki alveg nægilega vel. Við erum að reyna finna út úr því hvað við getum gert.“ Hinsegin Málefni trans fólks Strætó Reykjavík Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Strætó hefur ráðist í átak í samstarfi við Flotann, flakkandi félagsmiðstöð og Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna 78 með það fyrir stafni að stuðla að öryggi hinsegin fólks um borð. Alexandra Briem, stjórnarformaður strætó segir mikilvægt að grípa til þessa til að bregðast við neikvæðri orðræðu. „Við sáum þættina um Hatur og við sjáum hvað er í gangi út í heimi. Við sjáum bara viðbrögð við þessu hræðilega morði á mjög hægrisinnuðum stjórnmála rýnanda og í kjölfarið hefur verið spunnið upp mjög mikil hatusrsbylgja gegn vinstra fólki almennt og hinsegin og trans fólki sérstaklega. Ég hef nú bara séð mjög óvægin dæmi og ég veit að fólk er hrætt.“ Hún ítrekar að langflestar ferðir strætó fari vel fram þó öryggistilfinninguna megi bæta. Samstarfið snúist að því að fræða starfsfólk og þá verður skerpt á verklagi til að bregðast hratt og rétt við. Von er á frekari aðgerðum. „Eitthvað af þessum verkefnum eru nú enn í startholunum en þetta verður ákveðið átak. Það verður í fræðslu fyrir starfsfólk. Það verður í tilkynningum og merkingum í vögnunum. Þetta verður svona ef þú sérð eitthvað gerðu eitthvað.“ Verður búist við því af starfsfólki strætó að stíga inn í ef það verður vart við eitthvað? „Bara upp að því marki sem telst eðlilegt. Ég myndi segja það upp að vissu marki en auðvitað eru þetta ekki lögreglumenn þetta eru ekki öryggisverðir.“ Átakið leggi sérstaka áherslu á öryggi yngri farþega. Á persónulegum nótum, hefur þú upplifað óöryggistilfinningu í strætó? „Sko ekki lengi en ég er líka að einhverju leyti smá einangruð fyrir því. Bæði fullorðin manneskja með reynslu og stórgerð og allar þessar græjur. Fyrst og fremst snýst þetta um að senda ákveðin skilaboð. Við erum meðvituð um að fólki líði ekki alveg nægilega vel. Við erum að reyna finna út úr því hvað við getum gert.“
Hinsegin Málefni trans fólks Strætó Reykjavík Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira