Robert Redford er látinn Árni Sæberg skrifar 16. september 2025 12:18 Hér er Redford á verðlaunahátíð í Mónakó árið 2021. Arnold Jerocki/Getty Bandaríski stórleikarinn og leikstjórinn Robert Redford er látinn, 89 ára að aldri. Frá þessu greinir Cindi Berger almannatengill hjá Rogers & Cowan PMK í fréttatilkynningu. Hún segir að Redford hafi látist í svefni á heimili sínu í Provo í Utah snemma í morgun. Hún greinir ekki frekar frá banameini hans. Ítarlega minningargrein um Redford má lesa á vef The New York Times. Redford er einn af stórstjörnum kvikmyndasögunnar en sem leikari gerði hann garðinn helst frægan í kvikmyndum á borð við Butch Cassidy and the Sundance Kid, All the President’s Men, Out og Africa og The Sting. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í síðastnefndu myndinni. Þá hlaut hann heiðursverðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2002. Hann hlaut Óskarsverðlaun árið 1980 fyrir að leikstýra kvikmyndinni Ordinary People. Hann leikstýrði einnig myndum á borð við A River Runs Through It og Quiz Show. Þá var Redford áhrifamaður í heimi sjálfstæðrar kvikmyndagerðar og stofnaði Sundance-stofnunina, sem samnefnd kvikmyndahátíð í Utah dregur nafn sitt af. Síðasta mynd Redford var The Old Man & the Gun sem kom út árið 2018 og skartaði Sissy Spacek, Danny Glover, Tom Waits og Casey Affleck í aðalhlutverkum. Redford giftist Lola Van Wagenen árið 1958 og eignuðust þau fjögur börn. Þau skildu. Redford hafði verið giftur hinni þýsku Sibylle Szaggars frá árinu 2009 en þau höfðu verið saman í lengri tíma. Andlát Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Lífið Fleiri fréttir Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Sjá meira
Frá þessu greinir Cindi Berger almannatengill hjá Rogers & Cowan PMK í fréttatilkynningu. Hún segir að Redford hafi látist í svefni á heimili sínu í Provo í Utah snemma í morgun. Hún greinir ekki frekar frá banameini hans. Ítarlega minningargrein um Redford má lesa á vef The New York Times. Redford er einn af stórstjörnum kvikmyndasögunnar en sem leikari gerði hann garðinn helst frægan í kvikmyndum á borð við Butch Cassidy and the Sundance Kid, All the President’s Men, Out og Africa og The Sting. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í síðastnefndu myndinni. Þá hlaut hann heiðursverðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2002. Hann hlaut Óskarsverðlaun árið 1980 fyrir að leikstýra kvikmyndinni Ordinary People. Hann leikstýrði einnig myndum á borð við A River Runs Through It og Quiz Show. Þá var Redford áhrifamaður í heimi sjálfstæðrar kvikmyndagerðar og stofnaði Sundance-stofnunina, sem samnefnd kvikmyndahátíð í Utah dregur nafn sitt af. Síðasta mynd Redford var The Old Man & the Gun sem kom út árið 2018 og skartaði Sissy Spacek, Danny Glover, Tom Waits og Casey Affleck í aðalhlutverkum. Redford giftist Lola Van Wagenen árið 1958 og eignuðust þau fjögur börn. Þau skildu. Redford hafði verið giftur hinni þýsku Sibylle Szaggars frá árinu 2009 en þau höfðu verið saman í lengri tíma.
Andlát Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Lífið Fleiri fréttir Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Sjá meira