Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2025 09:17 Sveitarstjórnarfólk í Skorradalshreppi kærði ákvarðanir Þjóðskrár um skráningu fólks í hreppinn í aðdraganda íbúakosninga um sameiningu við Borgarbyggð. Vísir/Vilhelm Þrettán manns sem sveitarstjórnarmenn í Skorradalshreppi töldu hafa skráð sig til heimilis þar til að hafa áhrif á íbúakosningu um sameiningu við Borgarbyggð fá að vera á kjörskrá samkvæmt úrskurði innviðaráðuneytisins. Þremur öðrum var synjað um skráningu. Íbúakosning stendur nú yfir um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepp en henni lýkur 20. september. Sveitarstjórnarmenn í Skorradalshreppi hafa haldið því fram að íbúum í hreppnum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna og að um kerfisbundna aðgerð til þess að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna væri að ræða. Lögregla tók hús af fólki fyrir Þjóðskrá til þess að staðfesta búsetu þess í sveitarfélaginu. Sveitarstjórnarfólkið krafðist þess að Þjóðskrá felldi þrettán einstaklinga af kjörskrá vegna þessara grunsemda um að þeir hefðu fasta búsetu annars staðar. Hætta væri á að vald íbúa Skorradalshrepps til þess að ráða eigin málum yrði tekið af þeim með sviksamlegum hætti ef ekkert yrði að gert. Sextíu og fimm manns voru skráðir búsettir í Skorradalshreppi 1. janúar samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þjóðskrá hafnaði kröfunni og staðfesti innviðaráðuneytið þá ákvörðun með úrskurði í gær. Heimildir Þjóðskrár til þess að breyta lögheimilisskráningu að eigin frumkvæði væru takmarkaðar. Ekki væru lagaskilyrði til staðar til að Þjóðskrá gæti leiðrétt kjörskrá eingöngu á grundvelli þess að kjósandi uppfyllti ekki skilyrði laga um lögheimili og aðsetur að fólk hefði fasta búsetu á skráðu lögheimili. Þremur hafnað um skráningu Hins vegar féllst ráðuneytið á kröfu sveitarstjórnarfólksins um að ákvörðun Þjóðskrár um að bæta tveimur einstaklingum, sem virðast búa saman, við kjörskrána yrði felld úr gildi. Ástæðan var sú að fólkið skráði lögheimili sitt í Skorradalshrepp eftir viðmiðunardag kjörskrárinnar. Í umsögn sem var send ráðuneytinu sagðist annar einstaklingurinn fæddur og uppalinn í Skorradal. Lögheimili hans hefði verið í hreppnum nær alla hans ævi en hann ferðaðist þó mikil vegna vinnu sinnar. Lögregla hefði verið send heim til þeirra og þau beðin um að staðfesta hver þau væru með skilríkjum. Í kjölfarið hefði Þjóðskrá fellt niður rannsókn á skráningu þeirra. Hafnaði íbúinn því að þau væru hluti af kerfisbundnum aðgerðum til þess að hafa áhrif á kosningarnar. Sakaði hann sveitarstjórnarfólkið um að reyna að hafa áhrif á kjörskrá út frá stjórnmálaskoðunum manna, raunverulegum eða ætluðum. Innviðaráðuneytið hafnaði einnig kröfu námsmanns sem er búsettur erlendis um að vera skráður á kjörskrá í Skorradalshreppi. Borgarbyggð Skorradalshreppur Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Íbúakosning stendur nú yfir um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepp en henni lýkur 20. september. Sveitarstjórnarmenn í Skorradalshreppi hafa haldið því fram að íbúum í hreppnum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna og að um kerfisbundna aðgerð til þess að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna væri að ræða. Lögregla tók hús af fólki fyrir Þjóðskrá til þess að staðfesta búsetu þess í sveitarfélaginu. Sveitarstjórnarfólkið krafðist þess að Þjóðskrá felldi þrettán einstaklinga af kjörskrá vegna þessara grunsemda um að þeir hefðu fasta búsetu annars staðar. Hætta væri á að vald íbúa Skorradalshrepps til þess að ráða eigin málum yrði tekið af þeim með sviksamlegum hætti ef ekkert yrði að gert. Sextíu og fimm manns voru skráðir búsettir í Skorradalshreppi 1. janúar samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þjóðskrá hafnaði kröfunni og staðfesti innviðaráðuneytið þá ákvörðun með úrskurði í gær. Heimildir Þjóðskrár til þess að breyta lögheimilisskráningu að eigin frumkvæði væru takmarkaðar. Ekki væru lagaskilyrði til staðar til að Þjóðskrá gæti leiðrétt kjörskrá eingöngu á grundvelli þess að kjósandi uppfyllti ekki skilyrði laga um lögheimili og aðsetur að fólk hefði fasta búsetu á skráðu lögheimili. Þremur hafnað um skráningu Hins vegar féllst ráðuneytið á kröfu sveitarstjórnarfólksins um að ákvörðun Þjóðskrár um að bæta tveimur einstaklingum, sem virðast búa saman, við kjörskrána yrði felld úr gildi. Ástæðan var sú að fólkið skráði lögheimili sitt í Skorradalshrepp eftir viðmiðunardag kjörskrárinnar. Í umsögn sem var send ráðuneytinu sagðist annar einstaklingurinn fæddur og uppalinn í Skorradal. Lögheimili hans hefði verið í hreppnum nær alla hans ævi en hann ferðaðist þó mikil vegna vinnu sinnar. Lögregla hefði verið send heim til þeirra og þau beðin um að staðfesta hver þau væru með skilríkjum. Í kjölfarið hefði Þjóðskrá fellt niður rannsókn á skráningu þeirra. Hafnaði íbúinn því að þau væru hluti af kerfisbundnum aðgerðum til þess að hafa áhrif á kosningarnar. Sakaði hann sveitarstjórnarfólkið um að reyna að hafa áhrif á kjörskrá út frá stjórnmálaskoðunum manna, raunverulegum eða ætluðum. Innviðaráðuneytið hafnaði einnig kröfu námsmanns sem er búsettur erlendis um að vera skráður á kjörskrá í Skorradalshreppi.
Borgarbyggð Skorradalshreppur Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent