Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. september 2025 13:11 Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs Akureyrar. aðsend Bæjarráð Akureyrar hefur óskað eftir fundi með háskólaráðherra og rektor Háskólans á Akureyri til að óska eftir því að sameinaður háskóli Bifrastar og Akureyrar verði kenndur við Akureyri. Nafnið sé ekki aðeins tilfinningamál heldur hagsmunamál fyrir sveitarfélagið að mati formanns bæjarstjórnar. Hann stingur upp á því að skólinn verði kenndur bæði við Akureyri og Bifröst. Fulltrúar stúdenta úr Háskólanum á Akureyri lýstu miklum áhyggjum vegna áforma um sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst á fundi bæjarráðs Akureyrar á fimmtudag. Í fundargerð kemur fram að ef sameinaður háskóli fái nýtt nafn sé litið svo á að verið sé að leggja niður HA sem sjálfstæða menntastofnun. Bæjarráð hefur óskað eftir fundi með háskólaráðherra og rektor HA vegna þessa. „Gríðarlega mikilvægt“ að halda í nafnið Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir að fundað verði með rektor eftir rúmar tvær vikur. Hann kveðst vongóður um jákvæða niðurstöðu. „Engar kröfur frá okkur. Við vorum eiginlega bara að minna á að við teljum mikilvægi þess að halda í nafnið gríðarlega mikilvægt. Þó svo að þetta myndi heita Háskólinn á Akureyri og á Bifröst er það allt í góðu. Bara svo lengi sem þetta er ekki alveg nýtt nafn. Þetta er kennileiti þessi háskóli og gríðarlega mikilvægur.“ Fyrir einu og hálfu ári samþykktu háskólarnir að hefja samningaviðræður með það fyrir stafni að starfsemi sameinaðs skóla verði að mestu leyti á Akureyri. Heimir ítrekar mikilvægi þess að störf haldist innan bæjarfélagsins. Þetta er kannski ykkar leið til að fá sæti við borðið eða fá meira samráð í þessum sameiningaviðræðum? „Já. Okkur finnst þetta bara rosalega mikilvægt fyrir samfélagið og háskólinn búinn að hjálpa Akureyri sem bæjarfélag upp á alls konar þjónustu og fleira. Þetta er einn af lykilþáttum í uppbyggingu, til að vera svona svæðishöfuðborg að hafa góðan háskóla.“ Háskólinn sé gríðarlegt stolt bæjarfélagsins Nafnið sé ekki aðeins tilfinningamál. „Bara upp á það að fólk viti að það sé háskóli hérna. Erlendis og svona. Maður heyrir það á kynningum og þegar það koma hingað vinabæir og fleira. Það er gríðarlegt stolt þegar það er verið að nefna Háskólann á Akureyri.“ Ef það myndi koma upp úr krafsinu að það sé með öllu ómögulegt að kenna nýjan sameinaðan háskóla við Akureyri. Mynduð þið þá vilja að það yrði fallið frá þessari sameiningu? „Það er nú bara eitthvað sem við myndum taka upp ef það myndi gerast. Það er ekkert hægt að segja það hér. Eins og ég segi þá munum við fara yfir kosti og galla og öll rök núna á næstu vikum og erum byrjuð á því. Ég held að með góðu samstarfi munum við finna góða lausn á þessu. “ Háskólar Akureyri Skóla- og menntamál Borgarbyggð Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Fulltrúar stúdenta úr Háskólanum á Akureyri lýstu miklum áhyggjum vegna áforma um sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst á fundi bæjarráðs Akureyrar á fimmtudag. Í fundargerð kemur fram að ef sameinaður háskóli fái nýtt nafn sé litið svo á að verið sé að leggja niður HA sem sjálfstæða menntastofnun. Bæjarráð hefur óskað eftir fundi með háskólaráðherra og rektor HA vegna þessa. „Gríðarlega mikilvægt“ að halda í nafnið Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir að fundað verði með rektor eftir rúmar tvær vikur. Hann kveðst vongóður um jákvæða niðurstöðu. „Engar kröfur frá okkur. Við vorum eiginlega bara að minna á að við teljum mikilvægi þess að halda í nafnið gríðarlega mikilvægt. Þó svo að þetta myndi heita Háskólinn á Akureyri og á Bifröst er það allt í góðu. Bara svo lengi sem þetta er ekki alveg nýtt nafn. Þetta er kennileiti þessi háskóli og gríðarlega mikilvægur.“ Fyrir einu og hálfu ári samþykktu háskólarnir að hefja samningaviðræður með það fyrir stafni að starfsemi sameinaðs skóla verði að mestu leyti á Akureyri. Heimir ítrekar mikilvægi þess að störf haldist innan bæjarfélagsins. Þetta er kannski ykkar leið til að fá sæti við borðið eða fá meira samráð í þessum sameiningaviðræðum? „Já. Okkur finnst þetta bara rosalega mikilvægt fyrir samfélagið og háskólinn búinn að hjálpa Akureyri sem bæjarfélag upp á alls konar þjónustu og fleira. Þetta er einn af lykilþáttum í uppbyggingu, til að vera svona svæðishöfuðborg að hafa góðan háskóla.“ Háskólinn sé gríðarlegt stolt bæjarfélagsins Nafnið sé ekki aðeins tilfinningamál. „Bara upp á það að fólk viti að það sé háskóli hérna. Erlendis og svona. Maður heyrir það á kynningum og þegar það koma hingað vinabæir og fleira. Það er gríðarlegt stolt þegar það er verið að nefna Háskólann á Akureyri.“ Ef það myndi koma upp úr krafsinu að það sé með öllu ómögulegt að kenna nýjan sameinaðan háskóla við Akureyri. Mynduð þið þá vilja að það yrði fallið frá þessari sameiningu? „Það er nú bara eitthvað sem við myndum taka upp ef það myndi gerast. Það er ekkert hægt að segja það hér. Eins og ég segi þá munum við fara yfir kosti og galla og öll rök núna á næstu vikum og erum byrjuð á því. Ég held að með góðu samstarfi munum við finna góða lausn á þessu. “
Háskólar Akureyri Skóla- og menntamál Borgarbyggð Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira