Erlent

Brueckner neitar að ræða við bresk lög­reglu­yfir­völd

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Brueckner afplánar nú kynferðisbrotadóm í Þýskalandi en verður mögulega látinn laus í vikunni.
Brueckner afplánar nú kynferðisbrotadóm í Þýskalandi en verður mögulega látinn laus í vikunni. Vísir/Getty/Samsett

Christian Brueckner hefur neitað því að ræða við bresk lögregluyfirvöld, sem vilja yfirheyra hann um hvarf Madeleine McCann. Brueckner er grunaður í málinu.

Madeleine hvarf úr sumarleyfisíbúð fjölskyldu sinnar í Praia da Luz í Portúgal árið 2007, þegar hún var þriggja ára gömul. 

Brueckner, 49 ára, afplánar nú sjö ára dóm í Þýsklandi fyrir að hafa nauðgað 72 ára gamalli konu í Praia da Luz árið 2005 en verður mögulega látinn laus í þessari viku. Yfirvöld í Þýskalandi og á Bretlandi hafa hann grunaðan í tengslum við hvarf McCann en hann hefur, líkt og áður segir, neitað að aðstoða við rannsóknina.

Vitað er að Brueckner dvaldi skammt frá Praia da Luz þegar McCann hvarf en hann hefur ítrekað neitað því að hafa verið viðriðinn málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×