Innlent

Jóhannes Val­geir er látinn

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Jóhannes Valgeir var 72 ára gamall þegar hann lést.
Jóhannes Valgeir var 72 ára gamall þegar hann lést. Blái naglinn

Jóhannes Valgeir Reynisson, einnig þekktur sem Blái naglinn, lést í faðmi fjölskyldu sinnar í gær. Hann var 72 ára gamall.

Jóhannes Valgeir vakti athygli árið 2012 þegar út kom heimildarmyndin Blái naglinn sem fjallar um baráttu Jóhanness við blöðruhálskrabbamein. Samhliða gerð myndarinnar stofnaði Jóhannes Bláa naglann til að bregðast við misskiptingu á forvarnarstarfi gegn krabbameini milli karla og kvenna.

Greint er frá andláti Jóhanness í færslu frá samtökunum. Þar votta þau fjölskyldu og aðstandendum dýpstu samúð.

„Jóhannes lagði mikið af mörkum til samfélagsins, meðal annars með vitundarvakningu og fjáröflun fyrir hinar ýmsu stofnanir og félagasamtök, sem mun nýtast komandi kynslóðum,“ segja þau.

Blái naglinn hefur einnig unnið að forvörnum á ristilkrabbameini sem er mein sem herjar jafnt á karla sem konur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×