Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. september 2025 09:38 Karki sór embættiseið í gærkvöldi. AP Sushila Karki hefur verið útnefnd forsætisráðherra Nepal, fyrst kvenna. Mannskæð mótmæli og óeirðir hafa brotist út í landinu síðustu daga og ráðherrar í framhaldinu sagt af sér. Mótmælin brutust út í kjölfar þess að 26 samfélagsmiðlar voru bannaðir í síðustu viku. Olíu var hent á eldinn þegar lögreglumenn skutu á mannfjöldann sem mótmælti við þinghúsið á mánudag og drápu 21 manns. Langstærstur hluti mótmælendanna eru undir þrítugu, samkvæmt umfjöllun Guardian. Vopnaðir hermenn stóðu vörð á götum Katmandú í vikunni eftir að íbúum var skipað að halda sig heima fyrir. Íslendingur á ferðalagi í borginni lýsti óeirðarástandinu og óvissu í samtali við blaðamann á miðvikudag. Khadga Prasad Oli fyrrverandi forsætisráðherra landsins sagði af sér á þriðjudag en þá höfðu þrír aðrir ráðherrar þegar sagt af sér. Við Oli tekur Sushila Karki, fyrrverandi forseti hæstaréttar Nepals. Hún kemur til með að stýra starfsstjórn þar til þjóðin gengur til þingkosninga í mars. Karki, 73 ára, er landsþekkt í Nepal sem ötul baráttukona gegn spillingu. Hún varð forseti hæstaréttar landsins fyrst kvenna árið 2016 og dæmdi í mörgum þungavigtardómum á hendur nepölskum stjórnmálamönnum í spillingarmálum. Eftir að hún lauk störfum hjá hæstarétti varð hún ein helsta talskona landsins gegn spillingu. Við val á nýjum forsætisráðherra bauð Ram Chandra Poudel, forseti Nepal, mótmælendum að taka þátt í viðræðum. Þeir beittu sér fyrir útnefningu Karki. Nepal Tengdar fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Íslenskur hjúkrunarfræðinemi er fastur á hóteli í höfuðborg Nepal eftir að gríðarleg mótmæli brutust þar út fyrr í vikunni. Útgöngubann er í borginni og mikil óvissa ríkir um næstu skref. 10. september 2025 16:34 Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Að minnsta kosti nítján létust og yfir 100 særðust í átökum mótmælenda og lögregluyfirvalda í Katmandú í Nepal í gær. 9. september 2025 08:21 Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Mótmælendur í Nepal lögðu eld að þinghúsinu í höfuðborginni Katmandú í dag. Afsögn forsætisráðherrans gerði lítið til að lægja öldurnar eftir að lögreglumenn skutu fjölda mótmælenda til bana og særðu enn fleiri í gær. 9. september 2025 15:21 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Mótmælin brutust út í kjölfar þess að 26 samfélagsmiðlar voru bannaðir í síðustu viku. Olíu var hent á eldinn þegar lögreglumenn skutu á mannfjöldann sem mótmælti við þinghúsið á mánudag og drápu 21 manns. Langstærstur hluti mótmælendanna eru undir þrítugu, samkvæmt umfjöllun Guardian. Vopnaðir hermenn stóðu vörð á götum Katmandú í vikunni eftir að íbúum var skipað að halda sig heima fyrir. Íslendingur á ferðalagi í borginni lýsti óeirðarástandinu og óvissu í samtali við blaðamann á miðvikudag. Khadga Prasad Oli fyrrverandi forsætisráðherra landsins sagði af sér á þriðjudag en þá höfðu þrír aðrir ráðherrar þegar sagt af sér. Við Oli tekur Sushila Karki, fyrrverandi forseti hæstaréttar Nepals. Hún kemur til með að stýra starfsstjórn þar til þjóðin gengur til þingkosninga í mars. Karki, 73 ára, er landsþekkt í Nepal sem ötul baráttukona gegn spillingu. Hún varð forseti hæstaréttar landsins fyrst kvenna árið 2016 og dæmdi í mörgum þungavigtardómum á hendur nepölskum stjórnmálamönnum í spillingarmálum. Eftir að hún lauk störfum hjá hæstarétti varð hún ein helsta talskona landsins gegn spillingu. Við val á nýjum forsætisráðherra bauð Ram Chandra Poudel, forseti Nepal, mótmælendum að taka þátt í viðræðum. Þeir beittu sér fyrir útnefningu Karki.
Nepal Tengdar fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Íslenskur hjúkrunarfræðinemi er fastur á hóteli í höfuðborg Nepal eftir að gríðarleg mótmæli brutust þar út fyrr í vikunni. Útgöngubann er í borginni og mikil óvissa ríkir um næstu skref. 10. september 2025 16:34 Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Að minnsta kosti nítján létust og yfir 100 særðust í átökum mótmælenda og lögregluyfirvalda í Katmandú í Nepal í gær. 9. september 2025 08:21 Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Mótmælendur í Nepal lögðu eld að þinghúsinu í höfuðborginni Katmandú í dag. Afsögn forsætisráðherrans gerði lítið til að lægja öldurnar eftir að lögreglumenn skutu fjölda mótmælenda til bana og særðu enn fleiri í gær. 9. september 2025 15:21 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Íslenskur hjúkrunarfræðinemi er fastur á hóteli í höfuðborg Nepal eftir að gríðarleg mótmæli brutust þar út fyrr í vikunni. Útgöngubann er í borginni og mikil óvissa ríkir um næstu skref. 10. september 2025 16:34
Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Að minnsta kosti nítján létust og yfir 100 særðust í átökum mótmælenda og lögregluyfirvalda í Katmandú í Nepal í gær. 9. september 2025 08:21
Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Mótmælendur í Nepal lögðu eld að þinghúsinu í höfuðborginni Katmandú í dag. Afsögn forsætisráðherrans gerði lítið til að lægja öldurnar eftir að lögreglumenn skutu fjölda mótmælenda til bana og særðu enn fleiri í gær. 9. september 2025 15:21