Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2025 19:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mun á næstu vikum leggja fram stefnu i öryggis- og varnarmálum. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra hyggst leggja fram varnar- og öryggisstefnu á Alþingi í þessum mánuði. Líta þurfi á varnarmál til lengri tíma og gera það sem þarf til að verja öryggi borgaranna. Í morgun var kynnt skýrsla samráðshóps þingmanna um fjórtán lykiláherslur í varnar- og öryggismálum hér á landi. Utanríkisráðherra mun leggja stefnu í málaflokknum fyrir þingið á næstu vikum sem byggir á skýrslunni. „Ógnin er veruleg. Allar vísbendingar, allar upplýsingar sýna að við þurfum að taka þessu mjög alvarlega. Áhugi Rússa á Norðurslóðum hefur ekkert minnkað með stríði í Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Efla innviði landsins Áherslupunktarnir eru fjórtán og þeim skipt niður í þrjá flokka. Fyrst á að efla alþjóðasamstarf, í gegnum NATO, varnarsamstarfið við Bandaríkin og með styrkingu norræns varnarsamstarfs. Þá á að efla innlendan varnarviðbúnað, þekkingu og getu, meðal annars með auknum fjárfestingum, eflingu áfallaþols, aukinni greiningargetu og virkri upplýsingamiðlun. Að lokum þarf að bregðast við áskorunum í stofnana- og lagaumhverfi, með gerð heildstæðrar löggjafar og styrkingu stofnanaumgjarðar. „Við þurfum að efla mannauðinn hér heima, efla enn frekar eigin greiningargetu, að sjálfsögðu munum við styðjast við greiningar og samstarf annarra ríkja en við þurfum líka að geta metið það sjálf út fá okkar fullveldi hreinlega.“ Ekki til umræðu að hér verði varnarlið Fram kemur í skýrslunni að efla þurfi opna og lýðræðislega umræðu og styrkja fjölmiðla. Fyrrverandi utanríkisráðherra, sem situr í samráðshópnum segir stjórnvöld þurfa að styrkja fjölmiðlaumhverfið. „Við erum ekki nægilega dugleg að vera tilbúin að borga fyrir að fá upplýsingar sem að eru réttar þar sem eru gerðar kröfur til þeirra sem þar starfa, þar sem eru einhverjir ábyrgðarmenn þar að baki. ÞEtta er líka eitthvað sem við þurfum að spyrja okkur: hvers virði eru sterkir fjölmiðlar, öflugir fjölmiðlar og hvaða hlutverki hafa þeir að gegna í samfélögum?“ spyr Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ráðherra segir ekki koma til greina að stofna her hér á landi og ekki hafi komið til umræðu að hér verði varnarlið með fasta viðveru. „Hér er alltaf viðverandi herafli með einum eða öðrum hætti,“ segir Þorgerður. „Við þurfum einfaldlega að gera það sem þarf til þess að það sé ákveðin fæling hér á Íslandi, að við getum staðið frammi fyrir þeim ógnum sem vissulega kunna að koma án þess að við stefnum öryggi borgaranna í hættu.“ Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál NATO Alþingi Tengdar fréttir Samstillt átak um öryggi Íslands Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram. 12. september 2025 15:30 Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum voru kynntar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna í morgun. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir þessi mál hafa setið á hakanum síðustu ár og skortur á rýningu á fjárfestingum erlendra aðila hafa verið ákveðinn akkílesarhæl. 12. september 2025 13:04 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum eru skilgreindar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna sem lagt er til að hafðar verði að leiðarljósi við mótun varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland. Raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. Meðal annars er lagt til að ráðist verið í endurskoðun varnarlaga og skoðað hvort setja eigi sérstaka öryggislöggjöf á Íslandi. 12. september 2025 09:51 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Í morgun var kynnt skýrsla samráðshóps þingmanna um fjórtán lykiláherslur í varnar- og öryggismálum hér á landi. Utanríkisráðherra mun leggja stefnu í málaflokknum fyrir þingið á næstu vikum sem byggir á skýrslunni. „Ógnin er veruleg. Allar vísbendingar, allar upplýsingar sýna að við þurfum að taka þessu mjög alvarlega. Áhugi Rússa á Norðurslóðum hefur ekkert minnkað með stríði í Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Efla innviði landsins Áherslupunktarnir eru fjórtán og þeim skipt niður í þrjá flokka. Fyrst á að efla alþjóðasamstarf, í gegnum NATO, varnarsamstarfið við Bandaríkin og með styrkingu norræns varnarsamstarfs. Þá á að efla innlendan varnarviðbúnað, þekkingu og getu, meðal annars með auknum fjárfestingum, eflingu áfallaþols, aukinni greiningargetu og virkri upplýsingamiðlun. Að lokum þarf að bregðast við áskorunum í stofnana- og lagaumhverfi, með gerð heildstæðrar löggjafar og styrkingu stofnanaumgjarðar. „Við þurfum að efla mannauðinn hér heima, efla enn frekar eigin greiningargetu, að sjálfsögðu munum við styðjast við greiningar og samstarf annarra ríkja en við þurfum líka að geta metið það sjálf út fá okkar fullveldi hreinlega.“ Ekki til umræðu að hér verði varnarlið Fram kemur í skýrslunni að efla þurfi opna og lýðræðislega umræðu og styrkja fjölmiðla. Fyrrverandi utanríkisráðherra, sem situr í samráðshópnum segir stjórnvöld þurfa að styrkja fjölmiðlaumhverfið. „Við erum ekki nægilega dugleg að vera tilbúin að borga fyrir að fá upplýsingar sem að eru réttar þar sem eru gerðar kröfur til þeirra sem þar starfa, þar sem eru einhverjir ábyrgðarmenn þar að baki. ÞEtta er líka eitthvað sem við þurfum að spyrja okkur: hvers virði eru sterkir fjölmiðlar, öflugir fjölmiðlar og hvaða hlutverki hafa þeir að gegna í samfélögum?“ spyr Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ráðherra segir ekki koma til greina að stofna her hér á landi og ekki hafi komið til umræðu að hér verði varnarlið með fasta viðveru. „Hér er alltaf viðverandi herafli með einum eða öðrum hætti,“ segir Þorgerður. „Við þurfum einfaldlega að gera það sem þarf til þess að það sé ákveðin fæling hér á Íslandi, að við getum staðið frammi fyrir þeim ógnum sem vissulega kunna að koma án þess að við stefnum öryggi borgaranna í hættu.“
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál NATO Alþingi Tengdar fréttir Samstillt átak um öryggi Íslands Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram. 12. september 2025 15:30 Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum voru kynntar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna í morgun. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir þessi mál hafa setið á hakanum síðustu ár og skortur á rýningu á fjárfestingum erlendra aðila hafa verið ákveðinn akkílesarhæl. 12. september 2025 13:04 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum eru skilgreindar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna sem lagt er til að hafðar verði að leiðarljósi við mótun varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland. Raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. Meðal annars er lagt til að ráðist verið í endurskoðun varnarlaga og skoðað hvort setja eigi sérstaka öryggislöggjöf á Íslandi. 12. september 2025 09:51 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Samstillt átak um öryggi Íslands Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram. 12. september 2025 15:30
Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum voru kynntar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna í morgun. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir þessi mál hafa setið á hakanum síðustu ár og skortur á rýningu á fjárfestingum erlendra aðila hafa verið ákveðinn akkílesarhæl. 12. september 2025 13:04
Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum eru skilgreindar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna sem lagt er til að hafðar verði að leiðarljósi við mótun varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland. Raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. Meðal annars er lagt til að ráðist verið í endurskoðun varnarlaga og skoðað hvort setja eigi sérstaka öryggislöggjöf á Íslandi. 12. september 2025 09:51
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda